Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 66
Jæja, þá er júní að renna sitt skeið og það er staðreynd að kona er orðin árinu eldri og nær fimmtugsaldri, en fertugsaldri. Alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur, en máltækið segir „tíminn flýgur þegar þú skemmtir þér“, þannig að vá! hvað ég hlýt að skemmta mér vel því ég var fertug bara um daginn og sonur minn er orðinn eldri en ég var þegar ég átti hann, sem er alls ekki svo langt síðan. Í gamla daga þegar ég var barn og unglingur (nú hljóma ég eins og foreldrar mínir), var fólk hreinlega orðið eldgamalt komið yfir þrítugt, til dæmis voru kennararnir mínir miklu eldri en ég, en í dag þegar ég fletti þeim upp í vinalistanum á Facebook eru þeir kannski áratug eldri en ég, merkilegt! En þetta er nú að mestu inni­ haldslaust tuð, ég er þakklát fyrir hvert og eitt ár sem tínist inn, hverja hrukku og reynslu sem þeim fylgir, það eru ekki allir sem verða jafngamlir og ég, það hefur lífið kennt mér. Lífið hefur líka kennt mér fleira, mestallt gott, smávegis slæmt, en lífið er oftast frábært, skemmtilegt og fullt af alls konar lærdómi sem ég reyni að tileinka mér þó að það takist misvel. Besti lærdómurinn er lagður fyrir í skóla lífsins og þar hef ég meðal annars lært þetta hér: Það er engin skylda að nýta allar gjafirnar sem þú fékkst í vöggugjöf, þær voru gefnar án skilyrða. Það er hins vegar hrein heimska að nýta sér ekki þessar þrjár í ómældu magni: gáfur, góðmennsku og gjafmildi. Lærðu alla ævi, líka það sem er ekki kennt í bókum. Lærðu að setja þig í spor annarra, jafnvel þó að þú komist ekki í skóna þeirra. Eignastu nýja vini, en haltu vinskap við þá gömlu líka. Hver og einn er einstakur og frábær viðbót í minningabank­ ann. Svo verður svo gaman að þekkja einhverja þegar þú mæt­ ir á Grund. Sannir vinir standa með þér í gleði og sorg, það er gott en ekki skylda að komast að því minnst einu sinni á ævinni. Þú hættir ekki að hlæja þegar þú eldist, þú eldist þegar þú hættir að hlæja. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig, flestir hafa þetta í heiðri. Brosum og munum að lífið er of stutt fyrir falska vini, vondan mat, lélega tónlist, leiðinlegar bækur, flatan bjór, ljóta skó, lélegt kynlíf og að aka um á leiðinlegum bílum. Það gengur allt mun betur ef jákvæðni er með í för og tónlist, helst sú sem þú getur sungið með (illa). Áhyggjur valda líka hrukkum, sem gera mann eldri. Elskaðu þig skilyrðislaust, ef þú gerir það ekki geturðu ekki ætlast til að aðrir geri það. *Við eigum öll rétt á hamingjunni. Sumarkveðja, Ragna ragna@dv.is Aldurinn og lærdómurinn Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, sem fram fer á Reykjum á Reykjaströnd, hefur fest sig í sessi sem ein af tónlistarhátíðum sumarsins. Þar sameinast náttúru fegurð, skemmtileg stemning undir berum himni og frábær tónlist í eins­ taka þrennu sem þú vilt alls ekki missa af að upplifa. Tónlistar­ hátíðin fór fram í þriðja sinn um Jónsmessu­ helgina og fram komu Mugison, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Amabadama, Contalgen Funeral og Emmsjé Gauti. Hjalti Árnason, lögfræðing­ ur Byggðastofnunar, er mikill tónlistar­ og tónleikaáhugamaður. Myndavélin fær alltaf að fylgja með og gaf Hjalti Birtu góðfúslega leyfi til að birta myndir sem hann tók á tónlistarhátíðinni. Fleiri myndir má sjá á ljósmyndasíðu Hjalta, www.flickr.com/hjaltiarna. Heimafólkið í Contalgen Funeral hóf fjörið, rapparinn Emmsjé Gauti sá síðan um að rífa fólkið á fætur, en kappinn lék á als oddi og prílaði meðal annars upp á þak til að ná betur til mannfjöld­ ans. Hinn geðþekki Mugison var næstur á svið, en hann er nú á tón­ leikaferð um landið, Amabadama með hina fjölhæfu Sölku Sól fremsta í flokki, steig síðan á svið og Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar sáu um að loka kvöldinu með þéttum takti. Drangey sjálf blasir við tónleikagestum og geta gestir gert sér ferð út í eyjuna með Drang­ eyjarferðum, slík ferð er ógleymanleg upplifun. Drangey Music Festival er sannarlega frábær tónlistarhátíð sem vert er að setja í dagatalið og heimsækja að ári. Drangey Music Festival Fjörug tónlist, Frábær stemning og Falleg náttúra Fjölskylduskemmtun Drangey Music Festival er fyrir alla fjölskylduna. Myndir: Hjalti Árna klappað með Jónas Sigurðsson hvetur áhorfendur til að syngja og klappa með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.