Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Page 71
menning 31Helgarblað 30. júní 2017
ópersónulegan og ósálrænan hátt
og mögulegt er. Hver ein og ein-
asta nóta sem er sungin er þannig
teiknuð nákvæmlega inn í tölv-
una fyrirfram. Við notum „auto-
tjúnið“ að hluta til vegna þess
að við kunnum ekkert að syngja,
en svo hefur þetta orðið að hálf-
gerðu vörumerki. Okkur finnst
líka skemmtilegt hvað þetta verð-
ur mikið „in-your- face“ og nánast
hálfpirrandi þegar maður hend-
ir þessu öllu í svona sálarlausan
búning – þetta er það gerir tón-
listina að því sem hún er.
Í textunum leggjum við okkur
svo fram við að nota frekar einfalt
orðbragð, umtalsvert einfaldara
en við erum færir um, talsmáta
sem er þá kannski helst sóttur í
svipaða PBR‘n‘B-tónlist. Á sama
tíma reynum við að nota stíl-
brögð og form til þess að ná fram
dýpt í einfaldleikanum. Við notum
endurtekningar og andstæður –
sem eru einföldustu og meðfæri-
legustu stílbrögð sem hægt er að
beita – og svo reynum við að skapa
andrúmsloft til að mynda hljóð-
og hugarheim, ákveðið ástand,
þetta níhílíska „teenage angst“
ástand. Þá getur fólk sótt í dýptina
ef það hefur áhuga en getur líka
bara hlustað á einfalt popplag þar
sem einhver er að syngja: „mér líð-
ur illa.“
Kynlíf og vímuefni
Eins og undirtitill nýju plötunnar
gefur til kynna er kynlíf og dóp
mjög áberandi í tónlistinni ykkar.
Hvað er það sem gerir þetta að
svona frjóum viðfangsefnum?
„Hlutirnir verða ekki mikið
mannlegri en að éta og ríða. Þýski
heimspekingurinn Leibniz vildi
meina að hugmyndir og tilfinn-
ingar væru búnar til úr ákveðnu
stafrófi frumtilfinninga og hug-
mynda, og úr þessum stöfum
mynduðum við svo orð og setn-
ingar. Mér finnst eins og viljinn
hljóti að vera fyrsti stafurinn í
þessu stafrófi eða kannski er hún
frekar eins og sérhljóði, þar sem
þú getur ekki myndað orð án þess
að hafa sérhljóða. Kynlíf og fíkni-
efnaneysla snertir á þessum rosa-
lega mennska grunni, þú verður
ekki mikið meiri manneskja en
einmitt þegar þú ríður eða drekkur.
Af því að þessi viðfangsefni snerta
á þessum grunni er líka hægt að
nota þau afturvirkt; sem líkingar
fyrir hversdagslegra amstur.“
Það er mikil áhersla á breysk-
leika, þroskaleysi, innri djöfla, og
jafnvel mannvonsku sem er sett
fram á berskjaldaðan og jafn-
vel sjálfsásakandi hátt í textunum
ykkar. Af hverju eru þetta tilfinn-
ingar sem ykkur langar að vinna
með í tónlistinni?
„Það er ennþá gífurlega áber-
andi í vinsælli tónlist í dag að
menn séu bara algjörar tertur og
komi með alveg óraunveruleg við-
fangsefni. Við viljum ekki einfalda
hlutina í textunum, við viljum hafa
þá jafn óskiljanlega og þeir í raun
eru.
Við erum aðeins að reyna að
leita út fyrir þetta hefðbundna
form og tala um alls konar hluti
– líka það sem er ekki skemmti-
legt. Það sem við erum að tala
um er viljinn til að éta og ríða, og
svo græðgin og grimmdin sem
því fylgir. Illgirnin er hlið á mann-
eskjunni sem lítið er fjallað um í
popptónlist enda er ekkert töff að
hafa tilhneigingu til órökstuddrar
reiði, öfundsýki eða fíknar. En
einmitt af því að svo fáir tileinka
sér þessi viðfangsefni þá tengir
fólk við það þegar maður syngur
um þau.“
The Weeknd, Newsom og
Þórbergur
Sækið þið innblástur til einhverra
tiltekinna listamanna?
„Hljóðheimurinn kemur úr
þessari PBR‘n‘B-senu, frá lista-
mönnum eins og How To Dress
Well, Dvsn, Majid Jordan og The
Weeknd áður en hann varð ömur-
legur. Við erum líka miklir Portis-
head-menn. Svo kemur annað inn
sem er sótt í listamenn eins Sufj-
an Stevens og Joanna Newsom
sem vinna að því að skapa stór
konseptverk. Konseptverkin
hennar Newsom eru helsta fyrir-
myndin hjá okkur. Svo eru það
kannski ekki síður bókmenntir
sem veita okkur innblástur. Þegar
við vorum að semja Kuldinn er
fínn var ég mikið að lesa Þórberg
Þórðarson og Halldór Laxness,
en það eru einmitt höfundar sem
kunnu mjög vel að notast við ein-
falt orðbragð. Við sóttum til dæm-
is mjög mikið af táknmyndum í
Sálminn um blómið eftir Þórberg
– draugarnir og allt þetta.“
Allar fjórar plöturnar ykkar
eru sjö laga EP-plötur sem hafa
bara komið út á netinu. Er netið
og stuttskífan búin að taka við af
hefðbundna plötuforminu?
„Nei, ekki alveg, en menn þurfa
ekki lengur að vera að binda sig
við neitt plötuform og eiga raun-
ar ekkert að vera að gera plötur
ef þeir ætla ekki að vera með ein-
hvern rauðan þráð eða binda þær
saman á einhvern hátt. Ef við
hefðum ekki hugsað þetta sem
heildstætt verk hefðum við bara
kastað lögunum út á netið einu og
einu. Plötuformið er fullkomlega
óþarft í dag en getur verið ágætis
rammi. Ég býst raunar við að við
munum ekki gera aðra sjö laga
plötu næst heldur reyna að púsla
saman meira „full-length“-dæmi,
40 til 50 mínútum.“
Hingað til hafið þið bara gefið
út á Spotify. Kemur að efnislegri
útgáfu einhvern tímann, eða
finnst ykkur bara nóg að gefa út á
netinu?
„Mér finnst algjör óþarfi að
smærri hljómsveitir eins og við
séum að prenta út einhverja
geisladiska sem seljast varla, og
maður þarf að eyða tíma í að
ganga á eftir fólki og reyna að selja.
Með svona fáa en trygga aðdáend-
ur eins og við höfum væri kannski
hægt að henda í vínyl í takmörk-
uðu upplagi sem myndi þá rjúka
út – en ég myndi ekki nenna að
eyða tíma í þetta annars.“
Nöfnin bæta engu við tónlistina
Ólíkt mörgum rapptónlistar-
mönnum í dag hefur Kef Lavík
ekki verið dugleg við að spila á
tónleikum. Þeir léku í fyrsta skipti
opinberlega í desember síðast-
liðnum og hafa síðan þá spilað á
örfáum menntaskólaböllum og
tónleikum.
„Við stefnum á að halda áfram
að spila nokkuð reglulega næstu
tvö árin eða þangað til ég er bú-
inn með bachelor-gráðuna mína.
En við nennum ekki að vera eltast
við þetta, nennum ekki að vera að
sækja um að fá að spila hér og þar
og fá einhvern 30 þúsund kall fyrir
skiptið. Við gerum þetta ekki af
neinni peningaþörf – þótt það sé
alltaf fínt að fá smá „slots- money“
fyrir tónleikana.“
Þannig að þið stefnið ekki á að
lifa af listinni?
„Nei, ég stefni á að verða fjár-
málaverkfræðingur og kollegi
minn á að verða kokkur.“
Og fá vinnu hjá GAMMA?
„Ég stefni á tæknilegri sjóði
eins og er, með það sem er kallað
„quantitative“ strategíur. Því stefni
ég ekki á GAMMA, og ólíklega á ís-
lenskan markað, nema hann taki
miklum breytingum.“
Tengist nafnleysið þá kannski
þessum framtíðarplönum á ein-
hvern hátt?
„Eins og þetta blasir við mér
þá munu nöfn okkar ekki bæta
neinu við tónlistina og sjálfur ætla
ég ekkert að lifa sem tónlistar-
maður. Það að hafa nöfnin okk-
ar þarna gagnast því hvorki okk-
ur né hlustendunum. Við setjum
samt alveg myndir af okkur inn
á netið og svona, við erum ekk-
ert að fela okkur, þannig að ef fólk
langar þá getur það alveg fundið
okkur – en það græðir bara ekkert
mikið á því.“ n
Byssur, dóp og kynlíf Plötuumslagið fyrir nýjustu stuttskífu Kef Lavík er hannað af
Almari S. Atlasyni, sem er betur þekktur sem „Almar í kassanum.“
„Það að hafa
nöfnin okkar
þarna gagnast því
hvorki okkur né
hlustendunum
Skapari
Paddington
er látinn
Michael Bond skrifaði 26
bækur um marmelaði-elskandi
björninn Paddington
B
reski rithöfundurinn
Michael Bond, höf-
undur hinna vinsælu
barnabóka um bangs-
ann Paddington, er látinn 91
árs að aldri. Hann lést á þriðju-
dag heimili sínu í námunda
við Paddington-lestarstöðina í
London eftir stutt veikindi.
Fyrsta bókin um marmelaði-
elskandi bangsann frá Perú, A
Bear Called Paddington, kom
út árið 1958, en hugmyndina
fékk Bond þegar hann rak aug-
un í leikfangabjörn í búðar-
glugga við Paddington-stöðina
á leið sinni heim úr vinnunni.
Bond hélt áfram að skrifa
sögur um Paddington allt
til dauðadags en sú tuttug-
asta og sjötta, Paddington's
Finest Hour, var gefin út í apr-
íl á þessu ári. Bækurnar um
Paddington hafa selst í meira
en 35 milljónum eintaka, kom-
ið út á meira en 40 tungumál-
um og hefur verið breytt í leik-
rit, sjónvarpsþætti og nú síðast
kvikmyndina Paddington sem
naut mikilla vinsælda þegar
hún kom út árið 2014.
Á rithöfundarferlinum
skrifaði Bond fjölda annarra
verka, bæði fyrir börn og full-
orðna.
Fjölmargir hafa vottað Bond
virðingu sína eftir að fréttir af
andláti hans bárust. Stephen
Fry minntist hans til að mynda
á Twitter-síðu sinni: „Mér þyk-
ir leitt að heyra að Michael
Bond sé farinn frá okkur. Eins
og björninn Paddington sem
hann gaf okkur var hann ljúf-
menni, virðulegur, heillandi
og elskulegur.“
Of lítið sungið um
illgirni í popptónlist