Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Síða 79
Helgarblað 30. júní 2017 KYNNING
Okkar hlutverk er þjónusta við fólk sem er að kaupa bíl að
utan. Kaupsamningurinn við
erlenda bílasölu er á nafni
bílkaupandans en við sjáum
um alla pappírsvinnuna og
innflutninginn. Eimskip flytur
bílinn og hann er tryggður
alla leið,“ segir Brynjar Valdi-
marsson hjá fyrirtækinu Betri
bílakaupum. Þessi aðferð við
bílakaup tryggir kaupendum
hagstæðara verð en áður
hefur þekkst: „Við erum ódýr-
astir, það er svo einfalt,“ segir
Brynjar ákveðinn.
Betri bílakaup hafa ver-
ið til húsa að Ármúla 4 um
nokkurt skeið en fyrirtækið
opnar föstudaginn 30. júní
nýtt útibú í Firði í Hafnarfirði
til að mæta vaxandi eftir-
spurn. Nýja útibúið er á 2.
hæð í Firði og umsjónarmenn
þar eru Andri Fannar Helga-
son, Gestur Hermannsson og
Grétar G. Hagalín.
Að sögn Brynjars er
kaupferlið hjá Betri
bílakaupum mjög
gegnsætt og
þægilegt: „Segj-
um að þú sért
væntanlegur
kaupandi, þú
ert að leita
að bíl. Þú
segir okkur
hvernig bíl
þú vilt eignast
og við finnum
hann fyrir þig. Við
semjum um verðið við
erlenda bílasalann. Við tök-
um fasta þóknun fyrir allar
sölur, 249.000 kr. með vsk.
Þú millifærir peningana á
erlendu bílasöluna. Við erum
með samning við Eim-
skip sem þú nýtir
þér. Þegar þú
ert búinn
að
millifæra sjáum við um allt,
flutninginn, skráum bílinn,
komum honum á númer og
afhendum þér hann hérna
uppi í Ármúla 4 eða í Firði í
Hafnarfirði.“
Gott úrval, hagstætt verð
og mikil gæði eru það sem
viðskiptavinir Betri bílakaupa
uppskera. Mikil áhersla er
á svokallaða græna bíla
og segir Brynjar þá vera
um 90% af þeim bílum sem
viðskiptavinir kaupa í gegn-
um fyrirtækið. Er þá ýmist
um að ræða rafbíla og
blendingsbíla (hybrid =
bensín+rafmagn).
Nánari upplýsingar
eru á vefnum betribila-
kaup.is. Fyrirspurnum
er einnig svarað í síma
511-2777.
Hér á síðunni má sjá
fjögur dæmi um glæsi-
lega bíla á frábæru
verði sem keyptir eru í
gegnum Betri bílakaup.
Gæðabílar beint frá Evrópu og
Ameríku - „Við erum ódýrastir“
BEtrI BílAKAup opNA Nýtt útIBú í HAFNArFIrðI
Volvo XC90
t8 Inscription
2016.
7.990.000 kr.
VW Golf GtE 2017.
Frá 3.450.000 kr.
Nissan leaf S 2015.
Frá 1.690.000 kr.
Mitsubishi outlander pHEV Nýr 2017
Frá 3.890.000 kr. Aftengjanlegur
dráttarkrókur frá 78þ. kr.