Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Síða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Síða 80
Helgarblað 30. júní 2017 42. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 1.095 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 9 771021 825033 ISSN 1021-8254 25% REIÐHJÓL 25% GARÐHÚS- GÖGN AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND 20% SMÁRAFTÆKI 25% TIMBURBLÓMA- KASSAR 35% REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR 20-40% KEÐJUSAGIR40% FRÆ 30% HEKKKLIPPUR, HEKKSNYRTAR & LAUFSUGUR30-40% VERKFÆRABOX 20% FERÐAVARA 30-40% NAPOLEON GRILL- FYLGIHLUTIR 35% PLASTBOX 30% JÁRNHILLUR 20-40% SLÁTTUVÉLAR 35% LEIKFÖNG Skoðaðu öll tilboðin á byko.is Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl. 30% ALLT GJÖCO Gerðu frábær kaup! Þetta verður ráðabrugg! Costco herðir reglurnar n Nú fer hver að verða síð- astur að mæta í myndatöku fyrir Costco-aðildarkortið sitt áður en raðirnar ná út í IKEA. Frá og með 1. júlí verður þeim meðlimum sem ekki eru með andlitsmynd á kortinu meinað- ur aðgangur að versluninni og viðskiptavinum bent á að fara á þjónustuborðið þar sem mynd- irnar eru teknar. Þá hefur það fyrirkomulag verið í Costco síð- ustu daga að þeim sem framvísa aðildarkorti án myndar við kass- ann er fylgt af yfirmanni á þjón- ustuborðið, eftir að viðkomandi er búinn að greiða fyrir vörurn- ar, þar sem myndir eru teknar. Nördaverðlaun Reykjavíkurborgar n Margir hafa yndi af spurn- ingakeppnum, bæði að fylgjast með slíkum keppnum og einnig að taka þátt í þeim. Miklar og langvarandi vinsældir Gettu betur og Útsvars sýna þetta glöggt en einnig mikil þátttaka í knæpuspurningakeppnum, pöbb-kviss eins og þær hafa ver- ið nefndar upp úr enskunni. Þá mæta bjórþyrstir áhugamenn á knæpur og svara spurningum með fram ölþambinu. Hitt er þó líklega sjaldgæfara að tek- ist sé á í slíkum keppnum milli fjölbýlis húsa en það gerðist þó í vikunni þegar íbúar fjölbýl- ishúsa við Eskihlíð öttu kappi á hverfisbarnum Bus Hostel. Skýr- inganna kann að vera að leita í því að í annarri þessara blokka sem um var að ræða er búsettur Stefán Pálsson, sagnfræðing- ur og alræmdur spurninganörd. Stefán spurði enda á Facebook- síðu sinni, vel meðvitaður um skringileika keppninnar: „Hvert sækj- um við nör- daverðlaun Reykja- víkur- borgar?“ „Okkar leið til að gera eitthvað í málunum“ V ið vildum skapa ný störf og kunnáttu á svæðinu. Eitt- hvað annað en sauðfé og þorsk.“ Þetta segir bruggar- inn og tannlæknirinn Daði Hrafn- kelsson en hann, ásamt Elís Pétri Elíssyni, opnaði nýverið brugg- húsið Beljanda á Breiðdalsvík. Hugmyndin að brugghúsinu varð til í spjalli þegar þeir félagar voru saman á hreindýraveiðum austur á fjörðum, fyrir um einu og hálfu ári. „Við Elís komumst að því að við vorum báðir með sömu hug- myndina. Við vorum svo samstíga í hugsun um hvernig ætti að út- færa þetta svo við gátum ekki ann- að en slegið til. Við vorum meira að segja báðir með sama nafnið á brugghúsinu í huga,“ segir Daði. Eftir samtalið örlagaríka upp- hófst mikil vinna en brugghúsið var opnað fyrir gesti og gangandi þann 17. júní síðastliðinn. „Við vorum báðir komnir með nóg af atvinnuleysi, aðgerðaleysi og áhugaleysi á Breiðdalsvík svo það má segja að þetta hafi verið okk- ar leið til að gera eitthvað í málun- um.“ Beljandi brugghús er til húsa í gömlu sláturhúsi á Breiðdalsvík, sem var gert upp í samræmi við starfsemina. Bruggtækin voru svo keypt frá Danmörku þar sem Daði er er búsettur. „Þetta er auðvitað búin að vera gríðarleg vinna en svo sannarlega þess virði. Móttökurn- ar hafa nú þegar verið gríðarlega góðar. Ekki síður meðal heima- manna en ferðamanna á svæðinu. Enda er bjórinn hugsaður fyrir Ís- lendinga og gesti þeirra.“ n kristin@dv.is Gripu til sinna ráða og opnuðu brugghús á Breiðdalsvík Brugghúsið Beljandi á Breiðdalsvík Hefur nú þegar skapað ný störf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.