Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 18. ágúst 2017 eitt á leiðinni. Það má segja að það geti verið svolítið glæfralegt að gera þetta. Spurningin er hvort maður eigi ekki bara að lifa hinu örugga lífi og aldrei taka áhættu, þá eru auð- vitað minni líkur á að eitthvað komi fyrir. En svo er líka spurningin hvað maður vill afreka á ævinni. Segjum að ég nái að verða aldraður, þá er þetta saga fyrir barnabörnin. Þetta er eitthvað sem kemur til með að lifa með mér. Háfjallamennska er þó vissulega eigingjörn íþrótt. Því það er alveg sama hvaða fjall þú ert að klífa, það er alltaf áhætta, þú ert alltaf að stofna lífi þínu í hættu. Það er kannski leiðinlegt að segja það en þú þarft að vera svolítið eigin- gjarn til að gera svona hluti. Ég held að konan mín hafi alltaf vitað að það myndi koma að þessum degi einhvern tíma, að ég myndi reyna við K2. Hvort sem það var núna eða 2020 eins og planið mitt var áður. Við höfðum bæði trú á verkefninu og ég var með fullan stuðning frá henni.“ Styrkir gott málefni með afrekinu Hann segir að hann hafi fundið mikla vellíðan þegar hann lenti á Keflavíkurflugvelli á mánudaginn. „Það var æðislegt að koma heim. Það var mikill léttir, það var búin að vera mikil spenna fram að því.“ Meðal þeirra sem tóku á móti honum voru fulltrúar frá Lífi, styrktarfélagi fyrir kvennadeild Landspítalans, en John Snorri safnaði áheitum fyrir félagið með göngunni. „Ég valdi Líf af því að ég er fimm barna faðir og Líf er styrktarfélag fyrir kvennadeild Landspítalans. Þar er krabba- meinsdeild líka og mamma og pabbi dóu bæði úr krabbameini. Ég fór líka og hitti þau og mér fannst ég vera á réttum stað. Söfn- unin er ennþá í gangi og ég vona að það safnist sem mest. Ég er mjög ánægður að hafa valið þetta málefni til að styrkja þó að öll séu þau góð.“ Lofar að vera heima á næsta ári Þrátt fyrir að hafa að eigin sögn toppað sjálfan sig með því að sigr- ast á K2 þá er John Snorri hvergi nærri hættur að klífa fjöll. Í ljósi þess að K2 er næsthæsta fjall jarð- ar mætti ætla að næsta skref Johns Snorra væri að klífa það hæsta, en svo er þó ekki. „Mér finnst ég ekki þurfa að fara upp á Everest, mér finnst önnur fjöll áhugaverðari. Næsta stóra fjall sem heillar mig mest er Kanchenjunga, sem er þriðja hæsta fjall heims. Það gæti vel verið að önnur fjöll detti inn á milli, en mig langar að fara á það fjall.“ Það verður þó einhver bið þangað til John Snorri reim- ar aftur á sig klifurskóna. „Það er barn á leiðinni í nóvember og ég er búinn að lofa fjölskyldunni að vera heima á næsta ári. Ég fer ekki á nein há fjöll árið 2018, fer bara í hefðbundnar gönguferðir með fjölskyldunni.“ n „Mér finnst ég ekki þurfa að fara upp á Everest Sveitapiltsins draumur rættist John Snorra hafði dreymt um að klífa K2 allt frá unglingsárum. mynd haLLur karLS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.