Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 23
umræða 23Helgarblað 18. ágúst 2017 1945 – Beevor hefur einnig komið hingað til lands og ég sótti eitt sinn fyrirlestur hans og spjall við Jón Þ. Þór í hátíðarsal Háskólans. Á köflum er bók Beevors um Normandíinnrásina mögn­ uð lesning. Í kvikmynd Spiel­ bergs má sjá hversu miklum hryll­ ingi fyrstu innrásarhermennirnir mættu er þeir ösluðu upp á Frakk­ landsströndina, eiginlega út í op­ inn dauðan á móti risastórum og ógnarmörgum byssu kjöftum Þjóð­ verja. Beevor segir þó að þeir sem fyrstir stigu á land hafi á einhvern hátt verið undirbúnir undir sitt ver­ kefni, eftir að hafa verið á þrotlaus­ um innrásaræfingum á Bretlandi. Staða þeirra sem hafi verið send­ ir til að fylla skarð þeirra föllnu hafi samt eiginlega verið ennþá verri. Beevor segir: „Ameríska hernað­ arskrifræðið meðhöndlaði þess­ ar uppfyllingar með ruddalegum skorti á hugmyndaflugi.“ Það sem ég þýði hér sem uppfylling, í leit að betra orði, var þá kallað á ensku „replace ment“ sem eins og Beevor segir felur í sér að menn séu bein­ línis settir í dauðs manns skó; vegna þess hvað það hljómaði illa var upp úr þessu farið að nota í staðinn orðið „re inforcement“ eða styrking. En hann segir að vandinn hafi samt verið óleystur, því að nýju hermennirnir hafi verið lítt þjálf­ aðir og algerlega óundirbúnir fyr­ ir það sem beið þeirra. Einn af yfir­ mönnum hersins orðaði það síðar þannig að þessir yngri menn hafi ekki verið raunverulegir hermenn, heldur of ungir til að drepa og of linir til að afbera harðneskju víg­ stöðvanna. Þetta voru gjarnan ung­ lingsstrákar sem höfðu til þessa lifað í gleði og öryggi í foreldrahús­ um eða framhaldsskólum, svona kúlutyggjóunglingar, en voru svo allt í einu komnir í fremstu víglínu þar sem kúlur hvinu og sprengjur sprungu og menn voru strádrepn­ ir allt í kring. Þúsundir af þeim féllu vegna þess að í ofsahræðslu brugð­ ust þeir rangt við; köstuðu sér til jarðar þegar þeir áttu að hlaupa, og annað í þeim dúr. Sumir hoppuðu ofan í gamla sprengjugíga til að leita skjóls en Þjóðverjarnir kunnu ýmis trix og höfðu gjarnan verið búnir að setja jarðsprengju á botn sprengju­ gíganna svo að menn flugu jafn hratt upp úr þeim aftur. Fjöldinn allur af nýliðum fékk alvarlegt taugaáfall fljótt eftir að á vígstöðv­ arnar var komið og það var mikið verkefni fyrir lækna og hjúkrunarlið að reyna að koma þeim í stand á ný svo þeir yrðu nýtanlegir á vígvellin­ um, en haft var eftir einum af yfir­ mönnum hersins að drengir sem tvisvar hefðu fengið taugaáfall væru þar með orðnir með öllu gagnslaus­ ir sem hermenn. Merkilegt var einnig að lesa í þessari bók Antonys Beevor að það var munur á þeim unglingum sem komu úr sveitahéruðum Bandaríkjanna og hinum sem komu beint úr borgunum; sveita­ drengirnir virtust vera úrræðabetri og á einhvern hátt kunna betur við sig þarna á blóðvöllum Frakk­ lands, höfðu til dæmis vit á því ef þeir gengu fram á kú að mjólka hana í hjálminn sinn. Meðan á þessu gekk voru þús­ undir amerískra hermanna jafn­ framt að falla eða örkumlast í stríðinu við Japani. Áhrifamesta kvikmynd sem ég hef séð um Kyrrahafsstríðið heitir The Thin Red Line og hana gerði Terrence Malick eftir samnefndri skáldsögu James Jones, sem sjálfur upplifði þann hrylling sem amerísk ung­ menni gengu í gegnum á blóðvöll­ unum þar. En á meðan öllu þessu gekk gáfu Bandaríkjaforseti og aðrir hátt settir menn þar vestra sér samt tíma til að gefa því gaum hvort Ís­ land væri lýðveldi eða ekki; það var í fljótu bragði málefni sem varla gat vakið áhuga nokkurs manns á svo viðsjárverðum tímum, nema hvað það snerti auðvitað metnað hinna fáu innbyggjara þessarar friðsælu eyju. Rússar gætu hugsanlega yfirbug- að Þjóðverja í Danmörku Eftir að sýnt var að innrásin í Nor­ mandí hefði lánast og vestræn­ ir Bandamenn tóku að sækja inn í Frakkland fór allt að benda til þess, eins og raunin varð, að Þjóðverj­ ar og öxulveldin myndu tapa stríð­ inu, þótt áfram væri gífurlega hart barist jafnt á austur­ sem vesturvíg­ stöðvunum og í Kyrrahafi og víðar. Og jafnframt var ljóst að Þýskaland yrði þá yfirbugað þannig að Sov­ étmenn myndu sækja inn í landið úr norðaustri, en Bandaríkjamenn, Bretar og fleiri myndu herja á landið úr suðvestri. Það sem ekki var vit­ að var hversu langt hvorir myndu ná á undan hinum, hvort það yrðu Vestur veldin sem til að mynda næðu fyrr til Berlínar, eða Sovét­ menn eins og raunin varð. Sú sviðs­ mynd var mjög möguleg og jafnvel líkleg að Sovétmenn næðu mestallri Eystrasaltsströnd Þýskalands, eins og reyndar gerðist, og næðu þeir henni og allt til Norðursjávar myndi þeim líklega reynast létt verk að yfir­ buga hernámslið Þjóðverja í Dan­ mörku og hernema hana þar með. Yrði það svo að Sovétmenn her­ næmu Danmörku gæti svo farið að þeir teldu sig hafa réttmætt tilkall til áhrifa í öllu danska konungsríkinu, þar með talið á Íslandi. Ég hef heyrt sagnfræðinga og aðra fróða um heimspólitík viðra þær efasemdir að Bandaríkjastjórn hefði aldrei tekið það í mál að eyjar Norður­ Atlantshafsins kæmust undir ein­ hver sovésk áhrif, og það getur vel verið rétt. En vert er þess að minnast að þarna þegar seinni heimsstyrj­ öldin var í fullum gangi voru Banda­ ríkin og Sovétríkin bandamenn, og ljóst var orðið þegar lýðveldi var stofnað á Íslandi, ellefu dögum eft­ ir D­daginn, að stórveldin myndu þurfa að semja í stríðslok um heims­ skipan og áhrifasvæði, og þá gat ver­ ið gott að vera búið að taka Ísland á einhvern hátt út úr breytunni. Eins og með því að láta rjúfa öll tengsl við Danmörku, sem hugsanlega myndi lenda undir hernaðarhrammi rúss­ neska bjarnarins. Ég sé í það minnsta enga aðra líklega skýringu á því hvers vegna stórveldi sem veður blóði í miðri al­ heimsstyrjöld fer að kveikja áhuga að svo lítilvægu metnaðarmáli ein­ hvers örríkis norðan við stríð. n „Höfuðkostur kvik- myndarinnar fannst mér vera að hún miðlaði næstum þeirri til- finningu að maður væri sjálfur á staðnum, mitt í allri skelfingunni, ringul- reiðinni og yfirvofandi ógn. „Ávaxtakarfan gerði mikla lukku. Sveit astjórnar- skrifstofan át ti í viðskipt um við fyri rtæki sem sendi ávaxta körfu á hv erja hæð á hverjum mánudagsmo rgni. Körfun ni var komi ð fyrir á borðinu hjá k affi vélinni og starfsfólkið ga t fengið sér banana eða e pli að vild þe gar líða tók á daginn og auka þurfti bl óðsykurinn. Á samdrátta r- og niðurs kurðartímum varð ávaxta karfan fyrst til þess að hverfa. A ð setjast niður í kaffi h orninu síðdeg is á mánude gi og sjá ávaxtakörfula ust borð var illur fyrirboði sem vakti fjölskrúðugt, k víðafullt slúðu r á göngunum . Þegar ástan dið batnaði birtist ávaxt akarfan á ný. Ávextir nir virtust saf aríkari og góm sætari en nokkru sinni f yrr. Það var e itthvað göldró tt við þessi hvörf og endu rbirtingar áva xtakörfunnar, ofuráhrif á tilfi nningalíf starfsfólksins og eldsnögg v iðbrögðin sem hún kalla ði fram.“ * (Maria Herman sson 2005, Kall inn undir stiganu m) www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 ávaxtakörfunnar Göldrótt áhrif *Textinn er tekinn úr sænskri skáldsögu sem kom út árið 2005. Textinn lýsir því hvað þessi ávaxtasiður vegur þungt hjá sænskum starfsmönnum og er alveg í takt við þá upplifun sem við hjá Ávaxtabílnum höfum upplifað hér á landi síðustu 11 ár. Á Íslandi voru ávaxtakörfurnar víða það fyrsta sem var „hagrætt“. Nú er spurning hvort þær komi ekki sterkar til baka til merkis um að við séum að reisa okkur við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.