Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 36
„Breytingar eru tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt“ Stefán Örn safnar bifreiðum til varðveislu Stefán Örn Stefánsson er meistari í bifreiðasmíði, hann heillast af eldri bílum og hefur aldrei langað að eiga nýja bíla. Fornbíla- flotinn sem hann safnar til varðveislu er í geymslu í Bolungarvík, meðan eigandinn vinnur við smíð- ar í Grindavík. Hann er óhræddur við að breyta til þegar tækifærin banka upp á og prófa eitthvað nýtt, hvort sem það er starf eða búseta. Þegar ég var þriggja ára þá byrjaði ég að fara yfir götuna í bílskúr nágrannans að forvitnast,“ segir Stefán Örn, sem hékk sem krakki og lék sér í þremur bílskúrum í götunni sem hann bjó við ásamt foreldrum sín- um í Kópavogi. Þar fylgdist hann með körlunum gera við og dytta að bílum og áhuginn á bílum og bílaviðgerðum kviknaði. Á unglingsárunum rúntaði hann með vinunum um iðnaðar- og íbúðahverfi og skoðaði bilaða bíla og þegar bilaðir bílar í inn- keyrslum íbúðarhúsa vöktu áhuga þeirra, var bankað upp á og falast eftir bílnum. „Iðulega fékkst svarið frá eigandanum að hann væri nú alveg að fara að gera við bílinn, mörgum árum seinna var bíllinn enn á sama stað, óuppgerður og orðinn ónýtur.“ Flestir bekkjarbræðra hans fóru í Menntaskólann í Kópavogi, en hann fór í grunndeild málmiðna í Iðnskólanum. Þegar námi þar lauk valdi hann bifreiðasmíðina, „ein- faldlega vegna þess að mig langaði að kunna hana fagmannlega, ekki af því ég ætlaði að vinna við hana.“ Samningur var hluti af nám- inu og eftir tveggja ára vinnu á verkstæði eftir sveinsnámið þá var Stefán Örn orðinn hundleiður á vinnunni og vildi breyta til. „Ég var kominn með vinnu í Noregi árið 2004, en bauðst þá vinna á verkstæði á Ísafirði og ég hugsaði að þetta gæti verið það sem mig vantaði: tilbreyting, annað umhverfi. Ég þurfti samt að byrja á að fletta upp hvar Ísafjörður er,“ segir Stefán Örn, sem ákvað síðan að taka eitt ár á þetta og flytja til Ísafjarðar. Hann fór þangað einn og óstuddur, og þekkti engan fyrir vestan. Eftir árið var hann búinn að kynnast konu, eign- aðist síðan dótturina Þórunni Hafdísi þremur árum seinna, árið 2008, og gekk í hjónaband árið 2010. Þegar réttingarverkstæðið á Ísafirði fór á hausinn ákvað Stefán Örn aftur að breyta til og fékk vinnu í stálsmíði. „Þar fór ég að vinna við eitthvað sem skildi eitthvað eftir sig og var gefandi,“ segir Stefán Örn. „Til dæmis í hvert skipti sem ég geng inn í Edinborgarhúsið á Ísafirði, þá sé ég fyrsta hand- verkið sem ég sauð í ryðfrítt stál, aðalhandriðið þar, það er fyrsti hluturinn sem ég smíðaði.“ Aftur stóð Stefán Örn á tíma- mótum þegar samdráttur leiddi til uppsagnar í stálsmíðinni. Þá ákvað hann að prófa að vera eigin herra og opnaði verkstæði á Ísafirði árið 2010, sem þróaðist í að verða almennt bílaverkstæði. „Svo fékk ég algjörlega leiða á því, bílar hafa alltaf verið áhuga- mál, en að vinna við þá frá morgni til kvölds og ætla svo að fara í skúrinn og vinna við mína eigin bíla á kvöldin, það einfaldlega virkaði ekki. Ég vildi fara að vinna við eitthvað allt annað, svo þurfti maður bara að ákveða hvað þetta „allt annað“ ætti að vera.“ Slæptist um í fyrsta sumarfríinu í sjö ár Í byrjun sumars 2017 lokaði Stefán Örn verkstæðinu, fór á puttanum til Akureyrar og sótti gamlan Buick, fór á rúntinn um Norðurlandið og hluta af Austfjörðum, heimsótti bílakirkjugarða og tók fyrsta sumar- fríið í sjö ár. Hann var duglegur að deila ferðalaginu á Snapchat, en þar er hann undir notandanafninu Ztebbi og er duglegur að deila dag- lega lífinu þar, hvort sem það felst í smíðunum, bílabröltinu eða öðru. „Vinur minn vinnur við smíðar í Grindavík og bauð mér íbúð þar og mér bauðst vinna með honum, þannig að ég ákvað bara að slá til. Búinn að vera í mánuð og bara mjög gaman,“ segir Stefán Örn. „Smíðavinnan er svo fjölbreytt, einn dag er ég að hengja upp speg- il, næsta dag er ég að gera við leka í húsi, þann þriðja að setja klæðn- ingu á hús. Það er enginn dagur eins, við gerum við allt sem þarf að gera við. Vinnan er svo fjölbreytt og miðað við fyrri reynslu ætla ég að vera í eitt ár,“ segir Stefán Örn og hlær. Þegar vinnudeginum lýkur bregður hann sér í kjallarann hjá NúveraNdi fararskjóti Oldsmobile F85 árgerð 1962 sem Stefán Örn keyrir um á í dag. BóNuð glæsiBif- reið Stefán Örn undir stýri á Mercury Monterey árgerð 1965. skiptiNemi í BaNdaríkjuNum Stef án Örn var skiptinemi í Bandaríkjunum í ei tt ár eftir grunnskóla. Bílaáhuginn minnkað i ekkert vestanhafs. „Þegar ég var 17 ára skiptinem i í Bandaríkjunum þá gerði ég upp þennan Ford Galaxie árgerð 1963.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.