Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 18. ágúst 2017 É g er mjög ánægð með helgina en að sjálfsögðu fer ég alltaf inn í mót með stefnuna á fyrsta sætið. Sem keppnismanneskja vil ég vinna en geri mér líka grein fyrir því að frammistaða annarra er ekki í mínum höndum. Það er bara eig- in frammistaða sem ég get stjórn- að,“ segir crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir sem tók þriðja sætið á heimsleikunum sem fram fóru í Madison í Bandaríkjunum um verslunarmannahelgina. Fimmta skiptið á palli Annie Mist er sá íþróttamaður sem kom crossfit á kortið á Ís- landi. Hún varð fyrst kvenna til að verða tvöfaldur heimsmeistari, árin 2011 og 2012, lenti í öðru sæti 2010 og 2014 en keppti ekki vegna bakmeiðsla 2013. Árið 2015 fékk hún alvarlegt hitaslag sem hafði það mikil áhrif á líkama hennar að hún varð að draga sig úr keppni. Ári seinna mætti hún í toppformi líkamlega en þar sem hún hafði ekki unnið í andlegu hliðinni eft- ir hitaslagið gekk henni ekki sem skyldi og endaði í 13. sæti. Notaði efasemdaraddirnar Annie viðurkennir að frábært gengi hennar í ár hafi eflaust komið einhverjum á óvart. „Ég held að margir hafi afskrifað mig – einhverjir héldu jafnvel að ég væri orðin of gömul. Sjálf vissi ég að ég væri ekki búin og notaði efa- semdaraddirnar til þess að hvetja mig áfram og sýna og sanna að ég væri enn á meðal þeirra bestu. Ég vissi það alltaf. Ég var í frábæru líkam legu formi 2015, þegar ég fékk hitaslagið, og var bara alls ekki tilbúin í fyrra. Þá varð ég hrædd við sólina og hitann og slæmu minningarnar streymdu til mín.“ Andlega hliðin mikilvæg Hún segir andlegu hliðina gífur lega mikil- væga í crossfit. „Ég hef alltaf trúað því að haus- inn myndi gefast upp á undan líkamanum og með því hugarfari hef ég farið í gegnum æf- ingarnar. Árið 2015 var það öfugt; hausinn var tilbúinn en líkaminn brást mér. Ég hef aldrei upplifað það áður. Mér hefur aldrei liðið eins illa líkamlega, og tíu dögum eftir mótið gat ég enn ekki rétt úr höndunum. En svo jafnaði ég mig smám saman og hafði náð sama styrk tveimur, þremur mánuðum seinna. Ég vissi alltaf að þetta myndi lagast en var samt hrædd um að hafa skemmt eitthvað. Þetta tók óþægilega langan tíma,“ segir hún og bætir við að bakmeiðslin í kringum 2013 einnig hafa reynt á sálarlífið. „Þá hélt ég að ég væri búin – að ég gæti aldrei keppt í crossfit aftur. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hvað ég naut þess svakalega að æfa fyrr en ég hélt að ég gæti það ekki lengur.“ Höfuðið brást Annie segist hafa gert þau regin- mistök að neita að ræða um hitaslagið sem hafði áhrif á frammistöðu hennar í fyrra. „Ég var ekki að standa mig líkt og ég hafði gert á æfingum og gat ekki sýnt hvað ég gat. Líkamlega var ég í mjög góðu formi en hausinn var einfaldlega ekki á réttum stað,“ segir hún og bætir við að í ár hafi hún lagt mikla áherslu á að vinna úr lífsreynslunni. „Ég var ákveðin í að ætla ekki að ganga frá leikunum með þá tilfinn- ingu að ég hefði ekki gef- ið allt mitt. Auðvitað hefði hitt og þetta geta farið betur en það er líka margt sem hefði getað farið verr. Ég er ánægð að komast á pall aftur og er mótiveruð til að verða enn betri. Þetta er mitt fyrsta brons en þetta er í fimmta skiptið sem ég kemst á pall og það er met í kvennaflokknum og ég er ánægð með það.“ Gífurleg samkeppni Hún viðurkennir að samkeppnin sé gríðarleg. Ekki aðeins á milli íslensku keppendanna heldur á meðal þeirra bestu í heimi. Samt sem áður sé mikil samkennd „Ég vil vinna þær allar“ Annie Mist Þórisdóttir endaði í þriðja sæti á Heimsleikunum í crossfit sem fram fóru í byrjun mánaðarins. Þetta er í níunda skiptið sem Annie tekur þátt í leikunum og í fimmta skiptið sem hún endar á verðlaunapalli. Í einlægu viðtali ræðir Annie um íþróttina sem hún elskar, hvernig hún slökkti á efasemdaröddunum sem töldu hana búna, meiðslin og sálarlífið, umræðuna um steranotkun sem hún segir bæði sorglega og leiðinlega og ástina sem hún fann í crossfit. Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar Stór stjarna Þær gerast ekki stærri stjörnurnar í crossfit-heimin- um eins og heyrist frá áhorfendum þegar Annie gengur inn á völlinn. „Ef ég myndi trúa því að keppinautar mínir væru að nota lyf myndi ég gefast upp og hætta að keppa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.