Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 60
36 menning Helgarblað 18. ágúst 2017 R apphljómsveitin Migos frá Atlanta skemmti Íslending­ um í fyrsta sinn miðviku­ daginn 16. ágúst í gömlu Laugardalshöllinni. Fyrir ári var hljómsveitin lítt þekkt en hún hefur sprungið út að undanförnu og telst nú til heitustu rappatriða heimsins. Fyrir yngri kynslóðina Þegar stigið var inn í Laugardals­ höllina var það strax ljóst hvaða aldurshópur heldur mest upp á hljómsveitina Migos; unglingar. Meðalaldur tónleikagesta hefur sennilega verið í kringum 16 ár og varla sála yfir tvítugu (nema þá for­ eldrar að fylgja börnum sínum). Skipulag tónleikanna var til fyrir­ myndar og ekki var mikið um sjáan­ lega ölvun eða fíkniefnaneyslu. Hér var fólk komið saman til að njóta tónlistarinnar. Mætingin var sæmileg en það var langt frá því að vera húsfyllir og engar raðir mynduðust fyrir utan Höllina. Sennilega hefur mik­ ið framboð af hip­hop tónleikum í sumar átt sinn þátt í því. Nú þegar hafa stórir listamenn á borð við Young Thug, Rick Ross, Big Sean, Foreign Beggars og Young M.A. troðið hér upp. Engu að síður hefði maður bú­ ist við betri mætingu á tónleikana í ljósi þess að Migos er búin að eiga lygilega gott ár. Lag sveitarinnar „Bad and Boujee“ fór á topp banda­ ríska vinsældalistann í janúar og platan þeirra „Culture“ sömuleiðis. Erlendis hefur Migos dregið að tug­ þúsundir gesta. Kraftur í gömlum hundum Upphitunardagskrá tónleikanna var stíf og líkt og um eiginlega rapp­ hátíð væri að ræða en ekki eins­ taka tónleika. DJ Þura Stína hóf kyndingu hússins áður en hljóm­ sveit hennar, Cyber, steig á svið. Cyber­liðar voru allir svartklædd­ ir, glitrandi og með frekar steikt myndband í bakgrunninum. Tón­ list þeirra var hins vegar algerlega laus við allt prjál. Næstur á svið var nýstirnið Joey Christ og salurinn virtist kunna vel að meta hann. Joey hafði varla við að kynna til leiks félaga sína og undir lokin var heill hópur fólks á sviðinu. Birnir, Aron Can, Logi Pedró og margir fleiri sem tóku þó mismikinn þátt í sýningunni. Myndböndin við lögin voru einnig mjög athyglisverð og virkuðu sem myndaþraut fyrir þá sem ekki þekkja vel til. Hvað er trúpí? Lokaupphitunaratriðið var guðfeður íslensks hip­hops, XXX Rottweiler hundar. Komnir til að sýna ungliðunum hvernig á að gera þetta. Þeir opnuðu með laginu „Sönn íslensk sakamál“ sem er sennilega eldra en flestir tón­ leikagestirnir. En kraftinn vantaði ekki hjá hundunum sem hafa plægt hip­hop akurinn í öll þessi ár. Salur­ inn tók vel undir bæði í gömlum smellum og nýjum enda er þetta hljómsveitin sem gerði það svalt að rappa á íslenskri tungu og lagði grunninn að því hip­hop æði sem nú stendur yfir. Sterk opnun Mikil eftirvænting var í salnum um það leyti sem Migos átti að stíga á svið. En það kom í hlut plötusnúðs þeirra, DJ Durel, að gera alla vel klára fyrir stjörnurnar. Hann hélt fólkinu vel við efnið og virkaði sem afbragðs MC, hljóp fram á svið og talaði til fólksins. Loks steig þríeykið og frændurn­ ir Offset, Quavo og Takeoff á sviðið og opnuðu sterkt með laginu „Get Right Witcha“. Þar á eftir rúlluðu þeir beint í annan nýjan hittara, „Slippery.“ Eftir það hægðist að­ eins á tónleikunum og þeir fóru að taka lög af fyrri plötunni „Yung Rich Nation“ og „mixteipinu“ „Young Rich Niggas.“ Athygli vakti þó að þeir slepptu laginu „Versace“ sem kom þeim á kortið árið 2013. Migos­liðar haga sér eins og alvöru rappstjörnur eiga að gera. Þeir klæða sig djarft, láta eins og þeim sé alveg sama og eru stans­ laust með löngutöngina á lofti. Þrátt fyrir ungan aldur eru þeir nú þegar komnir með slatta af vafasömum atvikum og ummælum í reynslu­ bankann … eins og rapparar eiga að gera. Tónlist þeirra er þó langt frá því að vera eitthvert bófarapp heldur meira í ætt við popptónlist ef eitthvað er. Einstaka blótsyrði og byssu hljóð breyta þar engu um. Offset og Quavo sáu nokkuð jafnt um að „fronta“ bandið á með­ an Takeoff sat meira til baka. Endr­ um og eins rauk hann þó fram sviðið og lét til sín taka. Stóð hann sig þá ekkert verr en hinir. Klúbbastemning Andrúmsloftið sem Migos­liðar náðu að mynda minnti frekar á næturklúbb en hefðbundna tón­ leika. Það var líkt og frændunum væri meira umhugað að halda uppi góðri stemningu heldur en að flytja list sína. Sviðið sem byggt var fyrir tónleikana náði langt út á gólf sem er mjög óhefðbundið fyrir tónleika af þessari stærðargráðu og Migos var nær allan tímann úti á tungunni, innan um fólkið. Stans­ laust voru þeir að benda til tón­ leikagesta og gefa þeim fimmur. Helsti ókosturinn við hip­hop á borð við það sem Migos býður upp á er einsleitnin. Nánast allur söngurinn fer í gegnum hljóðgervil og lögin geta virkað stefnulaus á köflum. En á móti kom að tónleik­ arnir voru stuttir, innan við klukku­ tími, og því slapp þetta fyrir horn. Hápunktur tónleikanna var lokalagið „Bad and Boujee“ en áður en það fékk að hljóma skip­ aði Quavo tónleikagestum að lýsa upp salinn með farsímunum sín­ um. Fyrsta setning lagsins heyrðist „Raindrops … Drop tops!“ og salur­ inn ærðist. Þeir sveigðu hins vegar nokkuð út af laginu og tvinnuðu ást sinni á Íslandi inn í textann. Síðan lauk tónleikunum og allir fóru heim. Engin tilraun var gerð til uppklapps sem myndi nú á flestum stöðum teljast argasti dónaskapur. Kannski hefur yngri kynslóðin ekki enn lært að klappa upp flytjendur, og það var enginn eldri í salnum að þessu sinni til að kenna þeim það. n Nýjabrum rappsins n Migos í Laugardalshöll n Ungir tónleikagestir vel með á nótunum Yngri kynslóðin Kunni vel að meta Migos. Bent XXX Rottweiler hundar sýndu ungliðunum hvernig á að gera þetta. m Y n d ir m u m m i l ú Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Tónleikar Migos upphitun: Cyber, Joey Christ, XXX Rottweiler hundar, DJ SURA Hvar: Gamla Laugardalshöllin Hvenær: Miðvikudaginn 16. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.