Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 18
18 sport Helgarblað 18. ágúst 2017 Þ að er farið að síga á seinni hlutann í íslensku knattspyrnusumri og lín- ur eru farnar að skýr- ast í Pepsi-deild karla. Ljóst er að mörg lið munu ganga svekkt af velli þegar keppni lýkur í lok september. Deildin hefur verið afar fjörug það sem af er en þrátt fyrir það hefur mætingin á völl- inn ekki verið góð. Nokkrir þjálf- arar eiga á hættu að missa starf- ið enda kröfurnar um árangur hjá mörgum félögum miklar. Stjarnan, KR, FH og Breiðablik munu að öllum líkindum horfa á þetta tímabil sem vonbrigði ef fram heldur sem horfir en Valur er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Fátt virðist líklegt til að hindra að titillinn endi á Hlíðarenda. Endar FH án Evrópusætis? Það þyrfti að stokka vel upp í leik- mannahópi FH og líklega í þjálf- arateyminu ef FH endaði í fjórða sæti deildarinnar eða neðar, það yrði til þess að FH yrði ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð sem myndi verða til þess að félag- ið yrði af miklum fjármunum. FH hefur verið í Evrópukeppni mörg ár í röð og fjármunirnir sem þar koma inn eru stór hluti af rekstri deildarinnar á ári hverju. Ljóst er að Heimir Guðjónsson ætti í vandræðum með að halda starf- inu ef FH tækist ekki að tryggja sér Evrópusæti. Heimir hefur stýrt FH frá haustinu 2007 með mögn- uðum árangri. Tapið í bikar- úrslitum hjá FH um síðustu helgi setti meiri pressu á Heimi um að eiga góðan endasprett í deildinni. FH getur enn orðið Íslandsmeist- ari og það myndi breyta hlutun- um mikið. Sama staða hjá KR KR er í sömu stöðu og FH, liðið á á hættu á að missa af Evrópu- sæti og það gæti kostað Willum Þór Þórsson starfið. KR-ingar eru þekktir fyrir kröfur og vilja sjá ár- angur innan vallar, ef Willum myndi mistakast að ná í Evrópu- sæti er ljóst að pressan yrði mikil og starfið í hættu. KR hefur spilað fínan fótbolta í sumar en í Vest- urbænum spyrja menn ekki að því, þar eru ávallt gerðar mikl- ar kröfur. Willum vann frábært starf á síðustu leiktíð þegar hann kom KR í Evrópukeppni en það telur lítið í ár. KR getur þó enn horft á þann möguleika að ná Evrópusæti og með möguleika á að endurnýja liðið talsvert fyrir næstu leiktíð gæti Willum haldið starfinu áfram. Er tími Rúnars í Garðabæ á enda? Ef Stjörnunni mistekst að verða Íslandsmeistari á þessu tímabili er ekki ólíklegt að liðið íhugi þjálf- araskipti. Rúnar Páll vann krafta- verk með Stjörnuna árið 2014 þegar liðið vann sinn fyrsta og eina stóra titil í karlaknattspyrnu. Síðan þá hefur gengið verið langt undir væntingum, Stjarnan er með eitt allra dýrasta lið lands- ins en hefur þrátt fyrir það ekki barist um neinn titil á síðustu árum. Liðið á enn möguleika á að verða Íslandsmeistari og það myndi breyta stöðunni mikið, ef Stjörnunni tekst ekki að veita Val samkeppni á toppi deildarinn- ar út tímabilið er ljóst að menn í Garðabænum fara að hugsa mál- in. Þrjú ár í röð án þess að landa titli eða berjast um slíkan gætu talist mikil vonbrigði. Rúnar hef- ur fengið að smíða liðið algjörlega eftir sínu höfði, hann hefur losað sig við stóra og sterka karaktera og sett saman skemmtilegt lið. Það þarf að fara að skila árangri svo Rúnar haldist í starfi. Miklar líkur á að Breiðablik fari í breytingar Það hefur mikið gengið á í Kópa- vogi í sumar, Arnar Grétars son var rekinn í upphafi tímabils og voru margir sem furðuðu sig á þeirri ákvörðun. Arnar hafði sterk tengsl við félagið og hafði sýnt að í honum býr gríðarlega öflugur þjálfari. Stjórn Breiðabliks taldi hins vegar að Arnar væri kominn á endastöð í Kópavoginum og því tóku menn þá ákvörðun að reka hann. Milos Milojevic var ráðinn í starfið en í Kópavoginum hef- ur Milos lítið gert til að sannfæra menn þar á bæ um að hann eigi að halda áfram með liðið. Milos hefur gengið erfiðlega að finna stöðugleika í Kópavoginum og þá hefur spilamennska liðsins á stórum köflum verið slök. Í Kópa- vogi telja flestir að breytingar verði gerðar á þjálfarateyminu eftir tímabilið og að Milos verði ekki áfram. Breiðablik er félag sem hefur alla burði til að vera á meðal þeirra bestu á Íslandi en stjórnunarhættir utan vallar síð- ustu ár hafa orðið til þess að liðið er nú langt á eftir þeim bestu. Tvö lið í neðri hlutanum sem gætu gert breytingar Þrátt fyrir að KA sé nýliði í deild þeirra bestu er ekki horft á liðið sem slíkt. KA er með dýrt lið og leikmenn sem vita hvað þarf til að ná árangri. Árangurinn í sumar hefur verið undir væntingum og á Akureyri gæti Srdjan Tufegdzic misst starfið ef illa fer, KA er enn í fallbaráttu og við það sætta menn sig ekki. KA ætlar sér stóra hluti í deild þeirra bestu á næstu árum og gæti gripið til þess að breyta um stjóra í brúnni ef liðið nær ekki góðum endaspretti. Gunn- laugur Jónsson gæti svo kallað þetta gott með ÍA að tímabilinu loknu, fátt kemur í veg fyrir að ÍA falli úr Pepsi-deildinni í haust. Gunnlaugur hefur unnið ágætt starf á Akranesi en ef liðið fer nið- ur er ljóst að menn munu íhuga að gera breytingar. n n Hvaða þjálfarar missa starfið? n Mörg lið í Pepsi-deild karla gera miklar kröfur Margir þjálfarar gætu misst starf sitt í haust Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Heimir í hættu? Heimir Guðjónsson hefur unnið magnað starf með FH í mörg ár en er hann kominn á endastöð? Mynd SiGTRyGGuR ARi Áhugaverðir kostir í boði Ef eitthvert af toppliðum Pepsi-deildarinnar gerir breytingar í haust er ljóst að nokkrir mjög spennandi kostir eru þar í boði. Rúnar Kristins- son er atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Lokeren á dögunum. Rúnar hefur sannað sig á Íslandi sem frábær þjálfari og nú gæti hann snúið heim, ljóst er að KR, FH, Stjarnan og fleiri lið hefðu öll áhuga á að skoða þann möguleika að ráða Rúnar til starfa. Arnar Grétarsson, sem rekinn var frá Breiðabliki í vor, er mjög efnilegur þjálfari. Honum urðu á mistök í sínu fyrsta starfi eins og eðlilegt er en á köflum sannaði hann sig sem frábær þjálfari. Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, gæti horft til þess að taka að sér starf ef það væri í boði, margir telja að Freyr geti orðið öflugur þjálfari í Pepsi-deild karla. Fjórði kosturinn sem lið í efri hlutanum gætu svo horft til er Ejub Purisevic sem hefur unnið kraftaverk með Ólafsvík. Ejub er einn sá færasti á landinu og það er spurning hvort lið í efri hlutan- um séu reiðubúin að gefa honum tækifæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.