Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Síða 36
„Breytingar eru tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt“ Stefán Örn safnar bifreiðum til varðveislu Stefán Örn Stefánsson er meistari í bifreiðasmíði, hann heillast af eldri bílum og hefur aldrei langað að eiga nýja bíla. Fornbíla- flotinn sem hann safnar til varðveislu er í geymslu í Bolungarvík, meðan eigandinn vinnur við smíð- ar í Grindavík. Hann er óhræddur við að breyta til þegar tækifærin banka upp á og prófa eitthvað nýtt, hvort sem það er starf eða búseta. Þegar ég var þriggja ára þá byrjaði ég að fara yfir götuna í bílskúr nágrannans að forvitnast,“ segir Stefán Örn, sem hékk sem krakki og lék sér í þremur bílskúrum í götunni sem hann bjó við ásamt foreldrum sín- um í Kópavogi. Þar fylgdist hann með körlunum gera við og dytta að bílum og áhuginn á bílum og bílaviðgerðum kviknaði. Á unglingsárunum rúntaði hann með vinunum um iðnaðar- og íbúðahverfi og skoðaði bilaða bíla og þegar bilaðir bílar í inn- keyrslum íbúðarhúsa vöktu áhuga þeirra, var bankað upp á og falast eftir bílnum. „Iðulega fékkst svarið frá eigandanum að hann væri nú alveg að fara að gera við bílinn, mörgum árum seinna var bíllinn enn á sama stað, óuppgerður og orðinn ónýtur.“ Flestir bekkjarbræðra hans fóru í Menntaskólann í Kópavogi, en hann fór í grunndeild málmiðna í Iðnskólanum. Þegar námi þar lauk valdi hann bifreiðasmíðina, „ein- faldlega vegna þess að mig langaði að kunna hana fagmannlega, ekki af því ég ætlaði að vinna við hana.“ Samningur var hluti af nám- inu og eftir tveggja ára vinnu á verkstæði eftir sveinsnámið þá var Stefán Örn orðinn hundleiður á vinnunni og vildi breyta til. „Ég var kominn með vinnu í Noregi árið 2004, en bauðst þá vinna á verkstæði á Ísafirði og ég hugsaði að þetta gæti verið það sem mig vantaði: tilbreyting, annað umhverfi. Ég þurfti samt að byrja á að fletta upp hvar Ísafjörður er,“ segir Stefán Örn, sem ákvað síðan að taka eitt ár á þetta og flytja til Ísafjarðar. Hann fór þangað einn og óstuddur, og þekkti engan fyrir vestan. Eftir árið var hann búinn að kynnast konu, eign- aðist síðan dótturina Þórunni Hafdísi þremur árum seinna, árið 2008, og gekk í hjónaband árið 2010. Þegar réttingarverkstæðið á Ísafirði fór á hausinn ákvað Stefán Örn aftur að breyta til og fékk vinnu í stálsmíði. „Þar fór ég að vinna við eitthvað sem skildi eitthvað eftir sig og var gefandi,“ segir Stefán Örn. „Til dæmis í hvert skipti sem ég geng inn í Edinborgarhúsið á Ísafirði, þá sé ég fyrsta hand- verkið sem ég sauð í ryðfrítt stál, aðalhandriðið þar, það er fyrsti hluturinn sem ég smíðaði.“ Aftur stóð Stefán Örn á tíma- mótum þegar samdráttur leiddi til uppsagnar í stálsmíðinni. Þá ákvað hann að prófa að vera eigin herra og opnaði verkstæði á Ísafirði árið 2010, sem þróaðist í að verða almennt bílaverkstæði. „Svo fékk ég algjörlega leiða á því, bílar hafa alltaf verið áhuga- mál, en að vinna við þá frá morgni til kvölds og ætla svo að fara í skúrinn og vinna við mína eigin bíla á kvöldin, það einfaldlega virkaði ekki. Ég vildi fara að vinna við eitthvað allt annað, svo þurfti maður bara að ákveða hvað þetta „allt annað“ ætti að vera.“ Slæptist um í fyrsta sumarfríinu í sjö ár Í byrjun sumars 2017 lokaði Stefán Örn verkstæðinu, fór á puttanum til Akureyrar og sótti gamlan Buick, fór á rúntinn um Norðurlandið og hluta af Austfjörðum, heimsótti bílakirkjugarða og tók fyrsta sumar- fríið í sjö ár. Hann var duglegur að deila ferðalaginu á Snapchat, en þar er hann undir notandanafninu Ztebbi og er duglegur að deila dag- lega lífinu þar, hvort sem það felst í smíðunum, bílabröltinu eða öðru. „Vinur minn vinnur við smíðar í Grindavík og bauð mér íbúð þar og mér bauðst vinna með honum, þannig að ég ákvað bara að slá til. Búinn að vera í mánuð og bara mjög gaman,“ segir Stefán Örn. „Smíðavinnan er svo fjölbreytt, einn dag er ég að hengja upp speg- il, næsta dag er ég að gera við leka í húsi, þann þriðja að setja klæðn- ingu á hús. Það er enginn dagur eins, við gerum við allt sem þarf að gera við. Vinnan er svo fjölbreytt og miðað við fyrri reynslu ætla ég að vera í eitt ár,“ segir Stefán Örn og hlær. Þegar vinnudeginum lýkur bregður hann sér í kjallarann hjá NúveraNdi fararskjóti Oldsmobile F85 árgerð 1962 sem Stefán Örn keyrir um á í dag. BóNuð glæsiBif- reið Stefán Örn undir stýri á Mercury Monterey árgerð 1965. skiptiNemi í BaNdaríkjuNum Stef án Örn var skiptinemi í Bandaríkjunum í ei tt ár eftir grunnskóla. Bílaáhuginn minnkað i ekkert vestanhafs. „Þegar ég var 17 ára skiptinem i í Bandaríkjunum þá gerði ég upp þennan Ford Galaxie árgerð 1963.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.