Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 22
22 umræða
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson
aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
aðalnúmer: 512 7000
auglýsingar: 512 7050
ritstjórn: 512 7010
fréttaskot
512 70 70
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Sandkorn
Helgarblað 25. ágúst 2017
Ekkert gullúr
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,
borgarfulltrúi Framsóknar
flokksins, er sem kunnugt er
gengin úr flokknum og hyggst
starfa sem óháður borgarfull
trúi út kjörtímabilið. Svo virðist
sem samflokksfólk hennar gráti
brotthvarfið þurrum tárum. For
maður flokksins, Sigurður Ingi
Jóhannsson, sagði í fjölmiðlum
að brotthvarf hennar væri rök
rétt í ljósi þeirrar orðræðu sem
hún hefði haldið á lofti varðandi
hælisleitendur og íslam. Sú orð
ræða hefði ekki verið í samræmi
við stefnu flokksins. Sveinbjörg
Birna þarf því hvorki að búast við
gullúri né tertu.
Óvænt ánægja
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
ráðherra ríkisstjórnarinnar, var
hin ánægðasta með meirihlutann
í borginni í viðtali við Útvarp
Sögu. Hún hrósaði Degi B. Egg-
ertssyni borgarstjóra alveg sér
staklega. Mörgum þótti þessi
ánægja koma úr óvæntri átt.
Menn velta því fyrir sér hvort Við
reisn ætli að blanda sér í borgar
stjórnarkosningarnar á næsta ári
með það markmið í huga að fara í
meirihluta með Samfylkingunni.
Allavega er ljóst að þangað horf
ir Þorgerður Katrín með vel
þóknun.
Björt framtíð þegir
Það var ekki bjart yfir Bjartri
framtíð skömmu fyrir síðustu
kosningar, fylgi í algjöru lágmarki
og veruleg hætta á að flokkurinn
myndi þurrkast út af Alþingi. Eitt
varð þeim fyrst og
fremst til bjargar,
andstaða við bú
vörusamninga
ríkis og bænda,
sem þrátt fyrir
allt voru gerðir og
staðfestir. Nú er
dökkt útlit í sauð
fjárræktinni og ljóst að bændur
verða fyrir verulegum tekjumissi.
Ráðherrar samstarfsflokksins í
Viðreisn hafa orðað að taka þurfi
upp búvörusamninga vegna
þessa. Bjarni Benediktsson, for
sætisráðherra og sterki maðurinn
í ríkisstjórninni, kom hins vegar
fram á dögunum og sagði ekkert
slíkt koma til greina, samningarn
ir stæðu. Ekki hefur hins vegar
heyrst múkk frá Bjartri framtíð
í málinu og virðast flokksmenn
ætla að láta ákvörðun Bjarna yfir
sig ganga óátalið.
Barátta í nafni íslenskunnar
Þ
að gengur ekki þrautalaust
fyrir sig að viðhalda ís
lenskunni í samfélagi sem
of oft virðist taka enskuna
fram yfir okkar ástkæra ylhýra
mál. Sem dæmi má nefna að
hver sá sem gengur hina vinsælu
götu Laugaveginn í 101 Reykja
vík sér enskan texta á auglýsinga
spjöldum í jafnmiklum mæli og
íslenskuna og stundum er tunga
Shakespeare þar meira áberandi.
Íslendingar vilja laða að ferða
menn og þess vegna þarf að höfða
til þeirra á tungumáli sem flestallir
skilja. Því þarf íslenskan að víkja.
Unga kynslóðin er háð tólum
og tækjum þar sem enskan er við
völd og eldri kynslóðin er nánast
í sömu stöðu, orðin að þræl sím
ans. Einhver myndi kannski
finna huggun í þeirri staðreynd
að þjóðin á enn bækur sínar á ís
lensku og engin uppgjöf er með
al rithöfunda landsins, en á móti
kemur að bóklestur er á undan
haldi. Bókaþjóðin virðist einfald
lega ekki lengur ætla að standa
undir nafni.
Staðan er sem sagt ekki jafn
glæsileg og unnendur íslensk
unnar þrá. Það er samt engin
ástæða til annars en að halda
áfram að berjast og þannig má
ná vissum árangri. Það gerð
ist á dögunum þegar íslensku
fræðingurinn Eiríkur Rögnvalds
son steig fram og talaði
röggsamlega máli íslenskunnar,
eins og hann gerir svo vel.
Stundum er það svo í samfé
lagi okkar að litlu málin verða að
stórmáli og rata í fréttir sem vekja
almenna athygli. Á dögunum var
risastórum H&Mpoka með ensk
um texta stillt upp á Lækjartorgi
með þeim afleiðingum að hroll
ur fór um smekkvísa vegfarend
ur. Eiríkur sá ekki ástæðu til að
þegja heldur sagði: „Enskan flæð
ir alls staðar yfir án þess að nokk
ur geri nokkuð í því og það veikir
varnir íslenskunnar.“ Hann benti
jafnframt á að Reykjavíkurborg
væri að brjóta lög með því að leyfa
að risapokanum væri stillt þarna
upp. Viðbrögð borgarinnar voru
til fyrirmyndar, þar sáu menn
snarlega að sér. Skiltið var fjarlægt
og því komið fyrir á öðrum stað,
fjarri miðborginni. Enskunni var
því reyndar ekki úthýst heldur vís
að annað, í Smáralindina.
Blessunarlega er ekki rétt hjá
Eiríki Rögnvaldssyni að enginn
bregðist við flóðbylgju ensk
unnar. Það finnast sannarlega
einstaklingar sem láta sig málið
miklu varða. Eiríkur er einn af
þeim og á skildar miklar þakkir.
Við ættum að fylgja honum, því
auðvitað getum við ekki horft
aðgerðarlaus á hnignun íslensk
unnar. Við hljótum að berjast
í nafni íslenskunnar. Enginn
ætlast til að allir landsmenn tali
gullaldaríslensku. Tungumál
eiga að þróast og taka einhverj
um breytingum og engin ástæða
er til að amast við tökuorðum úr
öðrum tungumálum. En staðan
er orðin ansi dapurleg þegar
Íslendingum er jafnvel orðið
tamara að tala og hugsa á ensku
en á sínu eigin tungumáli. n
Myndin Við Klambratúnið Ung snót notar blíðuna í höfuðborginni til að framkvæma úttekt á handbragði iðnaðarmanna.
Maður heyrir dýraríkið þagna,
öll náttúran bregst við
Þetta er reyndar kjóll og
dáldið stuttur í þokkabót
Ég vil vinna
þær allar
Annie Mist Þórisdóttir – DV Sævar Helgi Bragason um almyrkva. – visir.isKolbrún Benediktsdóttir – dv.is
„Auðvitað getum
við ekki horft að-
gerðarlaus á hnignun ís-
lenskunnar.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is