Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 35
Ljósanótt 3Helgarblað 25. ágúst 2017 KYNNINGARBLAÐ Beint úr sjó er nútíma fiskverslun og sjávar­réttaveitingastaður sem jafnframt hefur hefð­ bundið fiskmeti í hávegum. Nýlega var staðurinn fluttur frá Fitjum að Hafnargötu 29 í miðbæ Keflavíkur og við það eykst mjög vægi veitinga­ staðarins sem tekur nú 30 manns í sæti. „Þetta er orðinn miklu stærri staður og meiri veitingastaður. Við erum með mikið úrval af sushi og við eldum mikið fisk sem fólk velur beint upp úr borðinu. Einnig erum við með Fish and Chips, humarsúpu og sjávar­ réttasúpu. Fljótlega verðum við síðan með sjávarrétta­ hlaðborð,“ segir Bjarni Geir Lúðvíksson, annar eigenda Beint úr sjó, en hinn eig­ andinn er Magnús Heimisson. Þeir félagar hafa rekið fisk­ sölu undir nafninu Beint úr sjó í þrjú ár en þeir reka einnig fiskvinnslu í Sandgerði. Hjá Beint úr sjó starfar reynslu­ mikið fólk, sem sumt hvert býr að allt að 30 ára reynslu í faginu. Bjarni segir aukna fjöl­ breytni einkenna fiskneyslu landsmanna en hjá Beint úr sjó er kappkostað að bjóða bæði upp á hefðbundið fisk­ meti og nútímalega rétti: „Margir vilja fá sína ýsu og sínar gellur, plokkfisk, fiski­ bollur og annan hefðbundinn hversdagsmat og við eigum alltaf nóg af slíku. Sushi er á hinn bóginn orðinn einn vin­ sælasti skyndibiti sem fyrir­ finnst og unga fólkið kaupir mikið af því hér. Yngra fólk kaupir líka alls konar tilbúna fiskrétti hér. Fiskurinn hér kemur beint af fiskmarkaðnum og síðan erum við með vinnsluna í Sandgerði þar sem við verk­ um fiskinn okkar. Við erum ekkert að verka fisk hér á staðnum og því er engin slor­ lykt eða óhreinindi í búðinni eða á veitingastaðnum,“ segir Bjarni. Að hans sögn er þegar orðin mikil aðsókn á nýja staðinn eftir opnun í Hafnargötunni og meðal annars koma fjölmargir erlendir ferðamenn. Þeir félagar búa sig undir mikinn mannfjölda á Ljósanótt: „Við erum mjög spenntir fyrir Ljósanótt og verðum með humarsúpu, Fish and Chips og allt hitt fyrir mann­ skapinn. Við verðum líka með vínveitingaleyfi og því verður hægt að fá sér hvítvín með sushi­inu eða einfaldlega gæða sér á köldum bjór,“ segir Bjarni. Hann segir að auka­ mannskapur verði við störf hjá Beint úr sjó til að anna eftirspurninni: „Það verður líka hægt að taka matinn með sér og líklega verðum við með sölu hérna fyrir utan. Við erum með annan stað hérna á svæðinu, Thai Keflavík, og þekkjum því vel brjálæðið hér á Ljósanótt. Þetta verður bara gaman og við hlökkum til að næra og gleðja mann­ skapinn,“ segir Bjarni að lokum. Nútímaleg fiskverslun og hágæða sjávarréttastaður BEiNT úr Sjó, HAFNArGöTu 29, KEFLAVíK Eigendurnir Bjarni Geir Lúðvíksson (t.v.) og Magnús Heimisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.