Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 38
6 Ljósanótt Helgarblað 25. ágúst 2017KYNNINGARBLAÐ Sigurjón Héðinsson hefur verið viðriðin bakarí frá árinu 1976 og hann hefur rekið Sigurjónsbakarí frá árinu 1988. Það er til húsa í Hólmgarði 2c, fyrir ofan mið­ bæinn í Keflavík. Þann 17. júní í sumar opnaði Sigurjón síðan kaffihús í Hólmgarði og hefur það gert stormandi lukku. „Ég var bara með 20 fermetra búð hérna en fór svo upp í 120 fermetra og þá var hægt að opna kaffi­ hús. Þessu hefur verið tekið afskaplega vel enda fannst fólki vanta kaffihús í hverfið og nú er það komið,“ segir Sigurjón. Staðurinn er opinn frá 7 á morgnana til 17.30 á virkum dögum og um helg­ ar frá 8 til 17. „Það er súpa, brauð og pestó í hádeginu,“ segir Sigurjón þegar hann er beðinn um að nefna það sem vinsælast er á kaffihús­ inu. Einnig hafa sérhannaðir kleinuhringir hans, svokallað­ ar Héðinsbollur, notið mikilla vinsælda, en sérstaða þeirra felst í miðjunni í kleinuhringn­ um. „Þetta er framleitt hér frá grunni eftir minni uppskrift. Það er allt of mikið um að bakarar selji innfluttar vörur en ég legg áherslu á að baka hér eftir mínum uppskriftum.“ Sigurjón á von á miklum mannfjölda á Ljósanótt sem er framundan í Reykjanesbæ en hún verður haldin frá 30. ágúst til 3. september. „Við verðum með tvöfaldan mannskap og gætum þess að allir komist að. Það er pláss til að sitja hér fyrir 40 manns í einu þannig að við erum vel sett. Við verðum með alls konar nýjungar, partíbrauð og snittubrauð og svo verð ég með alls konar öðruvísi smurt,“ segir Sigurjón. Að sögn Sigurjóns er gestahópur kaffihússins í Sigurjónsbakaríi mjög fjöl­ breyttur og á öllum aldri. Vinnandi fólk fær sér gjarnan súpu og brauð í hádeginu og svo staldra oft við hópar eldri borgara á gönguferðum og fá sér kaffi. Þá eru krakkar úr fjölbrautaskólanum þegar farnir að venja komur sínar á kaffihúsið en skólinn er nýbyrjaður á haustönninni. Vinnudagur bakara hefst snemma og Sigurjón þekkir ekkert annað en að vakna fyrir allar aldir og halda í vinnuna. „Við byrjum korter fyrir fimm og bakararnir vinna til kl. 14. Kaffihúsið er síðan opið áfram,“ segir Sig­ urjón. Hann segist ekki þurfa mikinn svefn, 4–5 tímar dugi honum ágætlega. Sigurjón viðurkennir að bakstur sé mikil nákvæmnis­ vinna í dag. „Hér áður fyrr, þegar ég var að byrja í þessu, þá var slumpað meira. Til dæmis ein lúka af salti á móti einni skóflu af deigi. En svo hafa menn misstórar hendur. Í dag er allt vigtað nákvæmlega og ýtrustu gæðakröfur uppfylltar.“ Sigurjón rekur líka öfluga veisluþjónustu og sinnir jöfn­ um höndum brúðkaupsveisl­ um, skírnarveislum, afmælum, erfidrykkjum og hvers konar öðrum samsætum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér veisluþjónustuna betur er bent á að hringja í síma 821­ 525 eða 421 ­5255. Kærkomið kaffi- hús í Hólmgarði KAffiHúS VAR opnAð Í SiguRjónSbAKARÍi Í SumAR Ljómandi huggulegt kaffihús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.