Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 25. ágúst 2017 maður sem getur gert nánast allt en þó er hann síst fær í rafmagni. Það er heimarafstöð heima í Svartárkoti og rafmagnsfram­ leiðslan þar er því stór partur í búskapnum. Þekking á því var kannski það sem helst vantaði upp á en á sama tíma hafði ég bara mikinn áhuga á rafvirkjun þannig að þetta fór saman.“ Stóð til að fara aftur heim eftir nám, í búskapinn? „Ég var nú svo sem ekki með plan um það, ég lifði bara í núinu þannig. Hugs­ unin var einfaldlega að fara í skóla og klára nám og finna svo út úr framhaldinu. Hugmyndin var síðan að ná í meiri menntun síðar en það er gjörbreytt núna. Núna snýst lífið bara um körfuboltann.“ Ætlaðir þú að verða bóndi, þegar þú varst strákur? „ Auðvitað. Þetta var það sem ég ólst upp við og sveitalífið er alveg geggjað líf, að alast upp í sveit er held ég besta uppeldi sem hægt er að fá. Þannig að já, ég ætlaði að verða bóndi, og svo auðvitað kóngur og svona sem börn vilja verða,“ segir Tryggvi og jánkar því að vel kæmi til greina að gerast bóndi þegar körfuknattleiksferlin­ um lýkur. „Já, sannarlega. Mig langar að þéna þannig á ferlinum að ég geti tryggt mig fjár­ hagslega til framtíð­ ar. Sveitalífsstíllinn er svo góður, frelsið og að lifa lífinu, það heillar mjög. En það er langt inni í fram­ tíðinni núna og það er nú svolítið erfitt að svara þessu. Ég reyni að lifa bara í núinu, ég er að fara út til Spánar í haust og það er það sem ég ein­ blíni á núna.“ Rataði ekki á fyrstu æfingu Tryggvi bjó á heimavist á Akur­ eyri fyrstu tvö árin sín í framhalds­ skóla en bjó síð­ an hjá frænku sinni í bænum. Hann mætti á sína fyrstu körfubolta æfingu í janúar 2014, hjá Þór á Akur eyri. „Ég ætlaði mér alltaf að byrja að stunda einhverjar íþróttir þegar ég færi til náms en var svo sem ekki búinn að ákveða hvað það ætti að vera. Mig langaði samt alltaf í körfubolta, ég hafði mestan áhuga á honum. Ég var hins vegar að jafna mig af einkirninga­ sótt þarna um haustið 2013 og það er ekki gott að hefja miklar æfingar á slíkum tímapunkti þannig að ég frestaði því fram yfir ára­ mótin. Fyrsta æfingin var nú dálítið skraut­ leg, satt að segja. Ég mætti í Hamar, Þórs­ heimilið, en þar var mér sagt að þar væru engar æfingar enda er húsið ekki íþrótta­ hús. Mér var sagt að fara upp í Síðuskóla sem er þarna talsvert ofar í Þorpinu, en þar æfði meistaraflokkur. Ég var auðvitað bara gangandi á þessum tíma og gekk upp í Síðuskóla en þar var engin æfing. Það endaði með því að ég hringdi í Bjarka, þjálfarann, því ég vissi ekkert hvert ég átti að fara næst. „Þú sagðir mér að mæta í hús­ ið. Hvaða hús eiginlega?“ spurði ég. Ég gekk síðan út á næstu bensín­ stöð og þangað kom Bjarki keyrandi og sótti mig. Strákarnir sögðu mér að þeir hefðu ekki skilið neitt, hann hefði bara farið út og kom­ ið með þennan stóra strák með sér til baka, tuttugu mínútum of seint. Strákarnir urðu mjög hissa við að sjá mig, svona risastóran strák ganga í salinn. Ég þekkti náttúrlega engan en ég kynntist þeim fljótt.“ Gat ekki neitt Tryggvi segir að hann hafi ekki gert neinar rósir á sinni fyrstu æfingu, með strákum sem sumir hverjir höfðu æft íþróttina í ára­ tug og létu boltann dansa í kring­ um hann. „Ég var spenntur og stressaður. Ég kunni svona ein­ földustu reglur en var ekki með allt á hreinu. Ég gat auðvitað ekki neitt þegar ég byrjaði en ég var fljótur að ná þessu og bæta mig, bætti mig í raun bara jafnt og þétt. Ég byrjaði síðan sumarið eftir að æfa með meistaraflokki og spil­ aði með þeim strax veturinn eftir. Ég fékk mjög sterk viðbrögð strax, ég var auðvitað svona stór og það eru ekki margir svona stórir strák­ ar í körfunni. Mjög fljótt fann ég að ég vildi ná árangri, komast áfram og í landsliðið.“ Bikarleikur gegn KR minnisstæður Tryggvi fór upp úr fyrstu deildinni og upp í úrvalsdeild með Þórsur­ um sem unnu fyrstu deildina vor­ ið 2016. Hann spilaði síðan með liðinu á síðustu leiktíð. Tryggvi segir viðbrigðin hafa verið tölu­ verð. „Það eru betri leikmenn í úrvalsdeildinni en svo er alvaran líka miklu meiri, það var kannski það sem maður fann fyrir. Það var stórt skref að stíga en mjög mikil­ vægt fyrir klúbbinn, og auðvitað mig. Ég hefði getað gert betur á tímabil­ inu, ég var enginn stjörnuleik­ maður. En ég bætti mig mjög mikið í fyrravetur og ég er sáttur við það.“ Spurður hver sé minnisstæð­ asti leikurinn hér heima nefnir Tryggvi bikarleik gegn Íslands­ meisturum KR árið 2015, þegar Þórsarar voru enn í fyrstu deildinni. Þar átti Tryggvi ótrú­ legan leik, skoraði 20 stig og tók 14 fráköst, nánast óþekktur leik­ maðurinn. Það dugði þó ekki til og KR­ingar höfðu nauman sig­ ur með þremur stigum. „Þetta var stærsti leikurinn sem ég hafði spilað, við vorum í neðri deild og vorum alveg grátlega nálægt að vinna Íslandsmeistarana,“ segir Tryggvi og nefnir líka að leikirn­ ir gegn Tindastóli hafi verið mjög skemmtilegir þar sem barist var um Norðurlandið. Fór eftir sínu plani Mikil umræða var um Tryggva meðal körfuboltaáhugamanna í fyrravetur og margir sem lýstu þeirri skoðun að hann ætti ekki að bíða með að koma sér út, ýmist í atvinnumennsku í Evrópu eða í háskólaboltann í Bandaríkjun­ um. Það væri sóun að hann eyddi tíma sínum í deildinni hér heima. Tryggvi segir að hann hafi vissu­ lega orðið var við umræðuna. „Mér var alveg sama. Ég var bara á mínu róli, búinn að setja mér markmið og fór eftir því plani. Ég ætlaði líka að klára námið áður en ég færi út. Ég held að ég hafi spilað þetta rétt. Sjálfsagt væri ég betri í einhverjum þáttum leiksins ef ég hefði farið út í fyrra en það er langbest að lifa bara í núinu og vera ekki að velta sér upp úr ef og hefði. Ég er sáttur.“ Tryggvi segir að hann hafi skoðað fleiri möguleika en að ganga til liðs við Valencia áður en af því varð. Í raun hafi hann fyrst aðallega horft til þess að fara til Bandaríkjanna í háskólaboltann þar og ná í menntun í leiðinni. „Þegar ég síðan var fyrst valinn í A­landsliðið þá hitti ég þessa stráka alla sem leika og hafa leik­ ið í Evrópu og þeir lýstu kostum þess fyrir mér. Sumir höfðu líka verið í háskólaboltanum og höfðu því samanburðinn. Þá kviknaði á þessu hjá mér. Ég fór og skoð­ aði skóla í Bandaríkjunum og „ Þú sagðir mér að mæta í húsið. Hvaða hús eig- inlega? Tryggvi Snær Hlinason Undrabarnið úr Bárðardalnum n Fæddur 28. október 1997 n Er 216 sentimetrar á hæð n Bóndasonur úr Svartárkoti í Bárðardal n Byrjaði að æfa körfubolta í janúar 2014 með Þór á Akureyri n Samdi við Spánarmeistara Valencia til fjögurra ára í sumar n Talinn líklegur til að verða valinn í nýliðavali NBA á næsta ári n Er á leiðinni á Evrópumótið í Finn- landi með íslenska landsliðinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.