Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 61

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 61
menning 37Helgarblað 25. ágúst 2017 Sirkus kynvillinga og vondra listamanna um yfirvofandi „kynvillumál“ árið 1958. Þar var lögð sérstök áhersla á hlutverk vinnustaðar- ins Þjóðleikhússins og kaffi- hússins Adlon við að viðhalda og ala á kynvillu í Reykjavík. „Það eru eflaust margar ástæður fyrir þessari áherslu. Í fyrsta skipti á Íslandi voru hinsegin karlmenn orðnir sýni- legir, karlmenn sem prófuðu sig áfram með ýmislegt og meðal annars það að vera með öðrum karlmönnum – þótt þeir væru ekki endilega allir hommar. Þeir voru að verða sýnilegir í rými þar sem fólk vissi af þeim, fyrst og fremst á þessu kaffihúsi við Laugaveg 11. Þar hittist ákveðin bóhemía, kreðsa af alls konar fólki, listamönnum, tónlistar- mönnum og öðrum sem voru viljandi eða óviljandi svolítið á skjön við hið borgaralega samfé- lag,“ segir Ásta Kristín og í grein- inni nefnir hún til að mynda rithöfundinn Elías Mar, Þórð Sigtryggsson orgelleikara, Sturla Tryggvason fiðluleikara, Ásge- ir Beinteinsson píanóleikara og Harald Björnsson leikara. Sirkus kynvillinga og vondra listamanna „Þessi þróun helst eflaust í hend- ur við það að Reykjavík var farin að stækka og orðin að borg – víða um heim hefur verið sýnt að það fer fyrst að bera á sýnileika samkynhneigðra í borgarum- hverfi. Þetta voru eflaust líka er- lend áhrif, því í löndunum í kring- um okkur vissi fólk almennt hvað samkynhneigð var og það var far- ið að tala um hana. Þetta gerist seinna hér en víða annars staðar. Margir af þessum mönnum sem voru svona áberandi á Laugavegi 11 höfðu verið erlendis og kynnst bóhemkreðsum annars staðar og vildu koma svipaðri menningu á koppinn á Íslandi,“ segir Ásta um ástæður þess að sýnileiki þessa hóps jókst í Reykjavík á þessum tiltekna tíma. „Þegar um svona sjokker- andi umræðuefni er að ræða í jafn litlu samfélagi þarf líka lítið til að fólk verði sýni- legt – sögurnar eru fljótar að breiðast út. Margir þeirra sem héldu til á Laugavegi 11 á þessum tíma hafa einmitt sagt í viðtölum að almenningur í Reykjavík hafi hreinlega mætt til að skoða þá – þetta hafi ver- ið eins og sirkus.“ Erlend siðspilling Þú segir að í umfjöllun Mánu- dagsblaðsins hafi samkyn- hneigðir og lélegir listamenn verið lagðir að jöfnu, eru þá þarna undirliggjandi hug- myndir um tengsl vondrar fagurfræði og slæms siðferðis? „Já, í þessum skoðunum kem- ur fram ótrúlega áhugaverð sam- suða af því að vondir listamenn séu ákveðin tegund af manneskju og að þeim fylgi vont siðferði. Þannig að það helst í hendur að skapa vonda list og vera sið- spilltur. Það er annað rannsókn- arefni út af fyrir sig hvort listin sem fólkið á Laugarvegi 11 hafi verið að skapa hafi verið sérstak- lega róttæk eða kallað á þessi við- brögð. Mér finnst þó líklegt að ein af ástæðunum fyrir því að lista- mennirnir sem héldu til á Lauga- vegi 11, og fengu orð á sig fyr- ir að vera lélegir eða iðjulausir, hafi verið að þeir hafi hallast að módernisma. Eitt dæmi er ljóð- skáldið Dagur Sigurðarson, hann ögraði gagngert öllum borgara- legum gildum og skrifaði ljóð sem voru langt frá því að vera hefð- bundin. Í umræðunni á sjötta áratugn- um er augljóst að samkynhneigð er mikið tengd við útlönd, bæði var hún tengd við útlönd í þau fáu skipti sem hún var nefnd í fjölmiðlum og svo var hún álitin beintengd við almenna erlenda spillingu. Það talað um hana í sömu andrá og almenn spillandi áhrif stórborga og nútímavæð- ingar og alls slíks. Það er mjög sterk tilhneiging til að tengja hana við það sem er erlent.“ Þetta minnir mig á að þú nefn- ir að Halldór Laxness skrifað einhverjum áratugum áður að Reykjavík væri loksins að nú- tímavæðast og til marks um það væri framkoma fyrirbæra eins og „football og hómósexúalisma.“ Þetta virðist vera sama grunnhug- mynd en þó umburðarlyndari, eða hvað? „Þegar Laxness skrifar þetta árið 1925 er hann ungur og róttækur og vill hrista upp í samlöndum sínum. Hann er að hampa nútímavæðingunni og vill að Ísland nútímavæðist. Það er vissulega áhugavert að hann taki „hómósexúalisma“ sem dæmi um eitthvað sem hann vill að Reykja- vík taki upp – en hvað af þessu er eitthvað sem vísar í raunveruleik- ann og að hvaða leyti hann er bara að reyna að hrista upp í lesendum er erfitt að segja.“ Minni þörf fyrir sérstök rými Hefur þú hugmynd um hvort listarýmið sé enn einhvers konar athvarf fyrir hinsegin fólk? Ég velti fyrir mér hvort tengslin minnki ekki þegar samfélagið verður einstaklingshyggjumiðaðra og fólk ekki jafn fast í hefðbundnum hlutverkum – ætli hinsegin fólk þurfi þá nokkuð ennþá að leita í skjól listheimsins, sem er að sama skapi ekki í jafn mikilli uppreisn og oft áður? „Það er aldalöng saga um allan heim að í listamannakreðsum hafi þrifist meira frjálsræði en annars staðar, þar hefur fólk feng- ið meira rými til að vera það sjálft að tjá sig á hátt sem að ögrar borg- aralegu siðferði. Erlendis var það vitað að margir þekktir listamenn voru hinsegin. Þeir hafa eflaust haft mikil áhrif og ýtt undir það að hinsegin fólk hafi séð ákveðið rými í listinni til að tjá sig og vera eins og það er án þess að fylgja reglum samfélagsins á allan hátt. Ég get hins vegar trúað því að um leið og samfélagið verð- ur almennt opnara fyrir hlutum sem voru áður taldir á skjön, þá minnki þessi þörf fyrir að eiga sérstaka staði. Hér á landi virðist það til dæmis stöðugt erfiðara að halda hinsegin skemmtistöðum gangandi. Auðvitað er hinsegin samfélagið lítið til að byrja með, en þegar fordómarnir minnka – þótt þeir séu alls ekki horfnir – og fólk getur fengið að vera það sjálft nánast hvar sem er minnkar þörfin fyrir að eiga sér einn sér- stakan stað til að fara á. Kannski er það þó bara þörf homma og lesbía fyrir slík rými sem er að minnka, kannski hafa aðrir undir- okaðir minnihlutahópar enn þörf fyrir það. Í þessu samhengi má kannski nefna að það hefur verið mjög öflug starfsemi í Gall- erí 78 á Suðurgötu 3 en þar fær að blómstra list alls konar hinseg- in fólks þar sem það fær að tjá sig um hin ýmsu hugðarefni.“n „Það er aldalöng saga um allan heim að í listamannakreðsum hafi þrifist meira frjáls- ræði en annars staðar, þar hefur fólk fengið meira rými til að vera það sjálft að tjá sig á hátt sem að ögrar borgaralegu siðferði. Úr listheiminum Í vikunni var tilkynnt hvaða bækur væru tilnefndar til Ísnálarinnar 2017, verð- launa fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku. Verkin sem eru tilnefnd í ár eru Speglabókin eftir E.O. Chirovici, í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur, Hrafnamyrkur eftir Ann Cleeves, í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur, Hjónin við hliðina eftir Shari Lapena, í þýðingu Ingunnar Snædal, 13 tímar eftir Deon Meyer, í þýðingu Þórdísar Bachmann, og Löggan eftir Jo Nesbø, í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. Kvikmyndin Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er ein fimm kvikmynda sem eru tilnefndar til kvikmynda- verðlauna Norð- urlandaráðs 2017. Hinar eru finnska myndin Tyttö nimeltä Varpu eftir Selma Vilhunen, danska myndin Forældre eftir Christian Tafdrup, norska myndin Fluegangere eftir Izer Aliu og sænska myndin Sameblod. Vinningshafinn verður tilkynntur 1. nóvember. Í byrjun vikunnar var tilkynnt að listakonan Dodda Maggý hlyti Young Talent-verðlaun listasafnsins í Aarhus, fyrst Íslendinga. Verðlaununum er ætl- að að styrkja og koma á framfæri ungu hæfileikafólki í myndlist, verðlaunin er 100.000 danskar krónur. Dodda Maggý sýnir um þessar mundir í ARoS Aarhus Kunstmuseum, en auk þess stendur yfir sýning á verkum Doddu í Berg Contemporary. Umræður Zöe Anderson, gagnrýnandi The Independent, gaf Fórn Íslenska dansflokksins fjórar stjörnur, en sýningin sem var sett upp í South bank Center í London hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur. „Þetta er oft á tíðum undarlegt, stundum viljandi leiðinlegt, en einnig dáleiðandi og drepfyndið.“ Í lesendabréfi í Morgunblaðinu skýrði Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráð- herra, afstöðu sínu í sjómanns- málinu svokallaða, en hann barðist fyrir því að málað yrði yfir listaverkið sem komið hafði verið fyrir á gafli Sjávarútvegshússins. „Hver er staða stjórnenda Reykja- víkur gagnvart þeim sem ástunda veggjakrot á eignir borgarbúa og staðhæfa margir hverjir að þar sé um listaverk að ræða? Reykjavík er að verða útbíuð af þess háttar skrauti.“ Í pistli á dv.is vakti Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson, dans- listakona, athygli á alvarlegum húsnæðisskorti íslenskra dans- listamanna eftir að Dansverk- stæðinu var lokað. „Leikarar eiga leikhús, kvikmynda- gerðarmenn eiga kvikmyndahús, myndlistarmenn listasöfn og tón- listarmenn tónlistarhús. Dansar- ar og danshöfundar þurfa að gjöra svo vel og pakka saman úr hrip- leku, pínulitlu, gömlu bílaverk- stæði og setja dót sitt í geymslu.“ Rithöfundurinn Sverrir Norland velti fyrir sér framtíð íslensk- unnar í ljósi frétta af hrakandi bóksölu og engilsaxneskra aug- lýsinga H&M á Íslandi í ljóðinu Einræður markaðar sem hann deildi á Facebook. „Fær íslenskan vísan dauðadóm? Deyðum við málsins glæður? Margra alda máum út hljóm? Markaðurinn ræður.“ Skoðar umræðu um hinsegin fólk á sjötta áratugnum Ásta Kristín Benediktsdótt- ir vinnur að doktorsritgerð um verk Elías Mars, en til þess að skilja þau fannst henni hún þurfa að kynna sér umræður um samkynhneigð á sjötta áratugnum. Mynd BEttina VaSS PhotograPhy Sagður ala á kynvillu Á sjötta áratugnum va r mikið pískrað um samkynhneigð sem sög ð var látin viðgangast innan Þjóðleikhússins .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.