Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 64
40 menning Helgarblað 25. ágúst 2017 þessum tíma og gat því sett mikla peninga í verkefnið. Hann var í nánu sambandi við fræðimenn og sérfræðinga og réð færan ljós­ myndara til að fara út og taka myndir af ýmsum minjum frá miðöldum, kirkjum, legsteinum og svo framvegis. Hann vildi gera þetta vel – en alltaf á sinn eigin sérviskulega hátt. Fræðimennirn­ ir skildu ekki alveg hvert hann var að fara með þessu,“ segir Henrik. Kenningin um sérstakt mikil­ vægi fornrar norrænnar hálf­ anarkískrar erkitýpu í myndheimi Evrópu var vissulega óhefðbund­ in og sanngildi hennar vafasamt en það var kannski fyrst og fremst aðferðin sjálf sem fór vitlaust ofan í samstarfsmenn hans úr fræða­ heiminum – enda fræðileg ná­ kvæmni eflaust ekki meginmark­ miðið. „Þetta er umfram allt listræn rannsókn,“ útskýrir Henrik. „Hann notaðist mikið við mynd­ ræna samsetningu – montage – sem er aðferð sem kemur frá súrrealistunum. Þú lætur tvo hluti hlið við hlið og ferð að finna óvæntar tengingar, bland­ ar saman algjörlega ótengdum hlutum og stingur þannig upp á tengingum þar á milli,“ segir Hen­ rik og lýsir því hvernig Jorn lét stækka upp smáatriði af ljósmynd og skeyta henni saman við annað smáatriði af ljósmynd sem tekin var allt annars staðar í álfunni af allt annars konar hlut frá allt öðr­ um tíma. „Með stækkuninni er hægt að finna tengingar milli ólíkra hluta. Þetta gat verið höggmynd af púka utan á kirkjubyggingu eða eitt­ hvert krot á vegg inni í kirkjunni – það gat verið nýlegt, hundrað ára eða frá miðöldum, en í hans huga var það allt jafn áhugavert.“ Aðferðina nefndi Jorn saman­ burðar­vandalisma í höfuðið á hinum forna norræna þjóðflokki Vandölum sem fluttust búferlum suður með Evrópu á öldunum í kringum Krists burð. Kannski fluttu þeir með sér hugmynda­ lega strauma sem sjást í kirkjum og kroti, en þeir hafa hins vegar aðallega orðið alræmdir fyrir að ræna og rupla og skilja eftir sig slóð eyðileggingar. Einhverjir hafa haft orð á því síðar að kannski hafi hugmynd Jorns verið að stunda listsögulegan vandalisma – nota Vandalana til að krota á hefð­ bundinn listsögulegan skilning. Listamaðurinn sem rannsakandi Þessi listræna nálgun á hefð­ bundið fræðilegt svið mætti litl­ um skilningi á þessum tíma en virðist eiga mun betur upp á pall­ borðið í dag að sögn Henriks: „Nýlega hefur þetta verkefni far­ ið að vekja athygli aftur. Þetta er eitthvað sem er við sjóndeildar­ hring okkar í dag og passar við hugmyndir okkar um hvað list getur verið – þessi hugmynd um að listamenn séu að rannsaka eða athuga eitthvert fyrirbæri er orðin mjög áberandi í dag. Á sama hátt og Jorn álíta margir listamenn sig þannig vera að sinna hálfgerðri rannsókn frekar en að þeir séu að reyna nálgast eitthvað ægifagurt í list sinni.“ Birta segir að í þessu hafi kannski helsti broddurinn í ver­ kefninu falist á sínum tíma: „Mér finnst eins og hann hafi verið að gera athugasemd við hina fræði­ legu aðferð til að nálgast heiminn. Þegar hann fór af stað að rann­ saka var hann alltaf mjög opinn, ekki búinn að ákveða hvað hann ætlaði að skoða, hvernig hann ætlaði að nálgast það eða túlka. Hann byrjar ekki á hefðbundinn akademískan hátt með rann­ sóknarspurningu heldur leggur bara af stað í ferðalag, og allt sem verður á vegi hans verður hluti af rannsókninni,“ segir hún og þau Henrik taka undir þegar blaða­ maður stingur upp á að þetta minni á sál­landafræði sitjúa­ sjónistanna – en þeir voru þekktir fyrir að ráfa stefnulaust um stræti stórborga, leyfa innsæinu að leiða sig áfram í hinar ólíklegustu að­ stæður og nota upplifun sína svo sem efnivið. Dramatískur endir Sumrinu 1964 varði Jorn á Gotlandi, lítilli sænskri eyju í Eystrasaltinu, og tók þar fjölda mynda af kirkjum og fornmunum. Um eitt hundrað kontakt­prent frá þessari ferð eru uppistaðan í sýningunni í Listasafninu. Ári síðar leið verkefnið undir lok. Eins og áður segir hafði hug­ mynd Jorns verið að gefa út 32 binda verk í samvinnu við nokkra fræðimenn og stofnanir. Fræði­ mennirnir voru hins vegar farnir að efast um gildi rannsóknanna og Jorn vildi alls ekki gefa eft­ ir með hugsjónir sínar og leyfði þeim ekki að hafa mikil áhrif á verkefnið. Í kjölfarið voru styrkir dregn­ ir til baka og Jorn hætti við verk­ efnið á dramatískan hátt árið 1965. Hann lokaði stofnuninni sem átti að halda utan um mynd­ irnar – stofnun með háfleygan og kersknislegan titil: „Hin skandi­ navíska stofnun um samanburð­ ar­vandalisma.“ Jorn virðist þó hafa haldið áfram rannsóknum sínum þótt hætt hafi verið við verkefnið. Hann kom meðal annars til Ís­ lands árið 1967 í þeim tilgangi. Jorn á Íslandi „Við höfum mjög litlar áreiðan­ legar heimildir um hvað átti sér stað í þessari heimsókn Jorns, einungis munnmælasögur,“ segir Birta en rekur það hvernig þessi heimsfrægi myndlistarmaður bankaði eina nótt óvænt upp á hjá gömlum kunningja sínum frá Kaupmannahafnarárunum á 4. áratugnum, Sigurjóni Ólafs­ syni myndhöggvara. Þar gisti hann í þær tvær vikur sem hann dvaldi á Íslandi. „Hann hafði ekki undirbúið neitt fyrir þessa rann­ sóknarferð. Það þýðir þó ekki að hann vissi ekki hvað hann væri að gera, hann spann af fingrum fram, það var aðferðin hans,“ seg­ ir Birta. Jorn hitti líka Halldór Laxness, sem hann myndskreytti bók fyrir, og dr. Selmu Jónsdóttur, þáverandi safnstjóra Listasafns Íslands. Asger ku hafa viljað tala við Selmu í tengslum við verk­ efnið enda fjallaði doktorsritgerð hennar um myndskurð á fjalar­ bútum frá Bjarnastaðahlíð, varð­ veittum í Þjóðminjasafni Íslands, Selma færði rök fyrir því að fjal­ irnar væru brot úr stórri býsanskri dómsdagsmynd sem nú er talið að hafi upprunalega verið í Hóla­ dómkirkju. „Það virðist vera að Selma hafi farið út með ónefndum ljós­ myndara til að taka myndir fyr­ ir Asger Jorn. En það eru ekki myndir frá Íslandi í skjalasafn­ inu, enda hafði hann þá þegar lokað því árið 1965,“ segir Henrik og þau Birta velta fyrir sér hvern­ ig þau geti fundið myndirnar – haft upp á ljósmyndaranum eða spurst fyrir hjá ættingjum Selmu í Borgarnesi. Birta og Henrik segja það skemmtilegt að með þessu komi ný íslensk vídd inn í sýninguna og þannig lifi rannsóknin áfram þrátt fyrir að Jorn hafi fallið frá árið 1973, eða eins og Birta orðar það: „Það er ekki verið að setja fram neina niðurstöðu með þessari sýningu, þannig að þótt Jorn sé látinn þá heldur rannsóknin áfram. Og vonandi munu áhorf­ endur halda áfram með hana að einhverju leyti.“n Brot úr listasögu norrænnar alþýðu Birta Guðjónsdóttir og Henrik Andersson rýna í ljósmyndir sem Asger Jorn lét taka af hinum ýmsu minjum á sænsku eyjunni Gotlandi árið 1964. Myndirnar sem áttu að vera hluti af 32 binda verkinu „10 þúsund ár af norrænni alþýðulist“ eru uppistaðan í sýningu sem sett verður upp í Listasafni Íslands. MynD Sigurður gunnarSSon„Þegar hann prófaði að nota listsagnfræði sem miðil þá skall hann virkilega á vegg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.