Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Side 72
Helgarblað 25. ágúst 2017
50. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Ég sá tjald á
veginum –
svo flaug
hann upp!
Löng bið eftir
nýju ökuskírteini
n Biðtími eftir nýju ökuskír
teini hér á landi er 3–4 vikur.
Framleiðsla skírteinanna er í
höndum ungverska fyrirtæk
isins ANY Security Printing
Company sem er í samstarfi
við Öryggismiðstöðina. Um
sóknir eru sendar út einu sinni
í viku til Ungverjalands á föstu
dagsmorgnum. Sá sem sækir
um skírteini á föstudegi þarf
því að bíða í viku eftir því að
umsóknin fari í ferli. Ríkislög
reglustjóri gerði samning við
fyrirtækin árið 2012 og þá var
stefnt á að afgreiðslutíminn
yrði ein vika.
Sigurjón
alveg hættur
á Hringbraut
n Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri
Miðjunnar, hefur alfarið hætt
afskiptum sínum af sjónvarps
stöðinni Hringbraut. Hann
starfaði þar um tíma sem rit
stjóri en sagði upp eftir aðeins
tæpa fjóra mánuði í starfi. Í vor
stýrði hann þjóðmálaþættin
um Svartfugli en ljóst er að þeir
þættir munu ekki snúa aftur á
dagskrá stöðvarinnar. Þess í stað
ætlar Sigurjón að
einbeita sér að
því að búa til
útvarpsþætti
um síðu
togara.
S
jöunda brautin er ógur
lega falleg og þar er gott
skjól af trjánum. Þetta er
líka sléttasta svæði sem er
hægt að finna í margra kílómetra
radíus,“ segir Jón Freyr Jóhanns
son golfáhugamaður sem þurfti
nýlega að reka tvo erlenda ferða
menn af golfvellinum Glanna í
Borgarnesi þar sem þeir höfðu
slegið upp tjaldbúðum á sjöundu
brautinni.
Atvikið átti sér stað kvöld eitt um
miðjan júlí þegar Jón Freyr, sem er
stjórnarmaður í golfklúbbnum, var
að fara golfhring eftir kvöldmat.
„Þegar ég mætti sá ég menn vera
að baksa eitthvað hinum megin
á golfvellinum en velti því ekkert
meira fyrir mér – ekki fyrr en þegar
kom á teiginn á sjöundu brautinni.
Þá sá ég tvö tjöld á miðri brautinni
fram undan,“ segir Jón og veltir fyrir
sér hvaða reglur gildi ef kúlan lendi
á tjaldi á brautinni. „Ég er ekki viss
um að það sé tekið sérstaklega fram
í reglunum, en spurningin er hvort
tjaldið teljist hreyfanleg eða óhreyf
anleg hindrun,“ segir hann og hlær.
„Ég sleppti því að slá og hinkraði
hjá tjöldunum þar til tveir menn
komu til baka. Á bjagaðri ensku
viðurkenndu þeir að eiga tjöldin
og þeim fyndist staðsetningin
góð – það væri hvort sem
er enginn þarna. Ég
benti á að ég væri nú
þarna og kannski
kæmu fleiri að
spila,“ segir Jón.
„Þeir sýndu
ekki á sér neitt
fararsnið þannig að
ég sagðist ætla að spila nokkrar
holur í viðbót en að þeim loknum
skyldu þeir vera farnir.
Þeir stóðu eftir og virtust vera
að athuga hvort ég færi ekki bara
heim. En þegar ég kom aftur
hunskuðust þeir loksins til að taka
tjöldin niður.“ n kristjan@dv.is
Glannalegir túristar tjölduðu við 7. holu
Óvenjulegt atvik átti sér stað á golfvellinum Glanna í Borgarfirði í sumar
Tjölduðu á Glanna Tveir
erlendir ferðamenn sáu ekkert
athugavert við að tjalda á
golfvellinum Glanna. Myndin Er SaMSETT.
GAMAN
Í BOLTANUM!
Bæjarhraun 14, sími 560 2000 / gaman.is / gaman@gaman.is / Gaman Ferðir fljúga með WOW air
24. - 27. nóvember ‘17 / 3 nætur.
Verð miðað við 2 saman í herbergi. Innifalið er flug, 12 kg
handfarangur, gisting á The Principal Hotel með morgunverði,
leikskrá, aðgangur að The Kit Room Sportbar á
Old Traord og miði í block NW3435.
109.900 kr.Verð frá:
Man Utd - Brighton
23. - 26. febrúar ‘18 / 3 nætur.
Verð á mann miðað við 2 í herbergi. Innifalið er flug,
12 kg handfarangur, gisting á Days Inn með morgunverði,
leikskrá leiksins, aðgangur að sérstökum bar á Anfield
og miði á langhlið vallarins (Main Stand).
109.900 kr.Verð frá:
Liverpool - West Ham
29. september - 2. október ‘17 / 3 nætur.
Verð á mann miðað við 2 saman í herbergi. Innifalið er
flug, 20 kg taska, gisting á Hilton Euston í London með
morgunverði og miði á leikinn.
99.900 kr.Verð frá:
Arsenal - Brighton
15. - 18. desember ‘17 / 3 nætur.
Verð á mann miðað við 2 saman í herbergi. Innifalið er flug,
20 kg taska, gisting á Hilton Euston með morgunverði,
drykkur í Delta Lounge fyrir leik, 3 rétta máltíð
á Stamford Bridge, leikskrá og miði á langhlið.
109.900 kr.Verð frá:
Chelsea - Southampton
13. - 16. október ‘17 / 3 nætur.
Verð á mann miðað við 2 saman í herbergi. Innifalið er flug,
20 kg taska, gisting á Hilton Euston með morgunverði,
Club Wembley miði í block 204, drykkir í hálfleik & leikskrá.
99.900 kr.Verð frá:
Tottenham - Bournemouth
1. - 4. desember ‘17 / 3 nætur.
Verð á mann miðað við 2 saman í herbergi. Innifalið er flug,
12 kg handfarangur, gisting á hóteli í Liverpool með
morgunverði, máltíð fyrir leik og miði í Park End Stand Block.
89.900 kr.Verð frá:
Everton - Huddersfield
VERTU Á STAÐNUM OG FÁÐU STEMNINGUNA BEINT Í ÆÐ!