Fréttablaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 15
Hluthafafundur N1 hf. Stjórn N1 hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 26. október 2017 klukkan 16:00 á aðalskrifstofu félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi. Dagskrá fundarins 1. Tillaga um að samþykkja kaup félagsins á öllu hlutafé Festi hf. 2. Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé til að mæta hluta kaupsamningsgreiðslna við kaupin á Festi hf., ef tillaga undir 1. tl. verður samþykkt. 3. Önnur mál. Nánar um dagskrá fundarins: Hinn 3. október 2017 var undirritaður kaupsamningur á milli N1 hf. og SF V slhf. um kaup á öllu hlutafé í Festi hf., eins og komið hefur fram í tilkynningu til kauphallar. Viðskiptin eru m.a. háð samþykki hluthafafundar N1 hf. sem jafnframt verður að veita stjórn heimild til útgáfu nýrra hluta í N1 hf. til SF V slhf. til að hægt verði að efna kaupsamninginn. Af því tilefni er eftirfarandi tillaga lögð fyrir fundinn: „Hluthafafundur í N1 hf. sem haldinn er fimmtudaginn 26. október 2017 samþykkir að veita stjórn félagsins heimild til þess að gefa út nýja hluti í félaginu að nafnverði allt að kr. 84.782.609 á genginu 115. Forkaupsréttur hluthafa að hækkuninni er felldur niður, en þess í stað, ef til kemur, er SF V slhf. veittur áskriftarréttur að allri hækkuninni, eins og nauðsynlegt reynist, til þess að hægt verði að standa við uppgjör á kaupsamningi um kaup N1 hf. á öllu hlutafé í Festi hf., frá 3. október 2017, en hluti kaupverðsins er greiddur með nýjum hlutum í N1 hf. Heimild þessi til stjórnar stendur til 31. desember 2018. Gerð skal skráningarlýsing vegna hinna nýju hluta ef til útgáfu þeirra kemur“ Aðrar upplýsingar: Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins www.n1.is/ fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi, virka daga milli klukkan 9:00-16:00. Fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn jafnframt á íslensku. Hluthafar geta látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@n1.is eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16.00 laugardaginn 21. október 2017. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 15:30 þann dag sem hluthafafundurinn verður haldinn. Stjórn N1 hf. Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálf-stæðis og fullveldis Íslands en með gildistöku sambandslag- anna 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er litið á þennan áfanga sem einn þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Af þessu tilefni samþykkti Alþingi fyrir sléttu ári þingsályktun (nr. 70/145) um hvernig aldarafmælinu skuli fagnað. Að tillögunni stóðu formenn allra flokka sem sæti áttu á 145. þingi, þau Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jak- obsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ályktunin var sam- þykkt með 56 atkvæðum en sjö voru fjarstaddir. Í ályktun Alþingis er að finna tíu atriði um það hvernig fagna beri afmælinu og standa að því, og er áhersla lögð á menningu, tungu, náttúru og þátttöku landsmanna. Hvað náttúruna varðar er vikið að Náttúruminjasafni Íslands og þjóð- garðinum á Þingvöllum. Um Nátt- úruminjasafnið stendur: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúru- minjasafns.“ Í greinargerð með til- lögunni stendur um þetta atriði: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúru- minjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“ Ekki staðið við ályktunina Skemmst er frá því að segja að ekki hefur verið staðið við þessa ályktun Alþingis. Því miður er hvergi í fjár- málaáætlunum ríkisins, til eins, þriggja eða fimm ára, að finna staf- krók um uppbyggingu Náttúru- minjasafns Íslands. Meðferðin á loforði Alþingis um Náttúruminja- safnið er undarleg í ljósi þess að öll hin níu atriðin sem tíunduð eru í þingsályktuninni hafa hlotið hljóm- grunn og vinna við þau hafin á einn eða annan hátt. Málefni safnsins virðast enn gleymast. Nú fara í hönd alþingiskosningar og þá stendur jafnan ekki á lof- orðum stjórnmálamanna. Því er eðlilegt að spurt sé hvort formenn flokkanna sem stóðu að ályktun- inni góðu, formenn Bjartrar fram- tíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, séu reiðubúnir að standa við loforðið um uppbygg- ingu Náttúruminjasafnsins? Og hver skyldi afstaða Flokks fólksins, Miðflokksins og Viðreisnar vera til þessa máls? Við stofnun lýðveldisins árið 1944 ákvað Alþingi að færa þjóð- inni að gjöf húsnæði undir starfsemi Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafns Náttúran og fullveldið – hvatning til stjórnmálaflokka Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminja- safns Íslands 2017 þjóðarinnar á sviði menningar-minja. Það var heillavænlegt skref fyrir land og þjóð. En árið 2018, mun Alþingi sem kosið verður 28.  október standa við gefin loforð í tilefni af aldarafmæli fullveldisins og færa þjóðinni að gjöf húsnæði fyrir höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða? Það væri við hæfi og löngu tíma- bært. Höfum hugfast að náttúran leggur grunn að menningu okkar og lífi – Jörðin fæðir okkur og klæðir. Menningararfurinn byggir á gjöf- ulli náttúru. Sjálfstæði Íslands og höfuðatvinnuvegir byggja á beinni nýtingu náttúruauðlinda; fiskveið- um, sauðfjárbeit, beislun vatnsfalla og jarðvarma og ásýnd lands og náttúru í tengslum við ferðaþjón- ustu. Góð umgengni við náttúruna sem gagnast öllu samfélaginu og veitir gleði, hamingju og komandi kynslóðum tækifæri til að halda við lífinu á sjálfbæran hátt, grundvallast á virðingu, vísindalegri þekkingu og skilningi á náttúrunni og gangverki hennar. Það er hér sem kemur til kasta Náttúruminjasafnsins. Nátt- úruminjasafnið telst til grunnstoða menntakerfisins og meginhlutverk þess er að stunda rannsóknir á sér- sviði sínu og miðla þekkingu og fróðleik um náttúru Íslands, nátt- úrusögu, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti. Nú er lag. Mun Alþingi sem kosið verður 28. október standa við gefin loforð í tilefni af aldarafmæli fullveldisins og færa þjóðinni að gjöf hús- næði fyrir höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða? S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15M i ð V i k u D A G u R 1 8 . o k T ó B e R 2 0 1 7 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 0 -C D 5 0 1 E 0 0 -C C 1 4 1 E 0 0 -C A D 8 1 E 0 0 -C 9 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.