Fréttablaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 15
Hluthafafundur N1 hf.
Stjórn N1 hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 26. október 2017
klukkan 16:00 á aðalskrifstofu félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.
Dagskrá fundarins
1. Tillaga um að samþykkja kaup félagsins á öllu hlutafé Festi hf.
2. Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé til að mæta hluta kaupsamningsgreiðslna
við kaupin á Festi hf., ef tillaga undir 1. tl. verður samþykkt.
3. Önnur mál.
Nánar um dagskrá fundarins:
Hinn 3. október 2017 var undirritaður kaupsamningur á milli N1 hf. og SF V slhf. um kaup á öllu hlutafé
í Festi hf., eins og komið hefur fram í tilkynningu til kauphallar. Viðskiptin eru m.a. háð samþykki
hluthafafundar N1 hf. sem jafnframt verður að veita stjórn heimild til útgáfu nýrra hluta í N1 hf. til
SF V slhf. til að hægt verði að efna kaupsamninginn. Af því tilefni er eftirfarandi tillaga lögð fyrir fundinn:
„Hluthafafundur í N1 hf. sem haldinn er fimmtudaginn 26. október 2017 samþykkir að veita stjórn
félagsins heimild til þess að gefa út nýja hluti í félaginu að nafnverði allt að kr. 84.782.609 á genginu 115.
Forkaupsréttur hluthafa að hækkuninni er felldur niður, en þess í stað, ef til kemur, er SF V slhf. veittur
áskriftarréttur að allri hækkuninni, eins og nauðsynlegt reynist, til þess að hægt verði að standa við
uppgjör á kaupsamningi um kaup N1 hf. á öllu hlutafé í Festi hf., frá 3. október 2017, en hluti kaupverðsins
er greiddur með nýjum hlutum í N1 hf. Heimild þessi til stjórnar stendur til 31. desember 2018. Gerð skal
skráningarlýsing vegna hinna nýju hluta ef til útgáfu þeirra kemur“
Aðrar upplýsingar:
Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins www.n1.is/
fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi
10-14, Kópavogi, virka daga milli klukkan 9:00-16:00. Fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn
jafnframt á íslensku.
Hluthafar geta látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram
skriflegt umboð.
Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthöfum gefst kostur á að greiða
atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist
skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@n1.is eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir
kl. 16.00 laugardaginn 21. október 2017.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 15:30 þann dag
sem hluthafafundurinn verður haldinn.
Stjórn N1 hf.
Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálf-stæðis og fullveldis Íslands
en með gildistöku sambandslag-
anna 1. desember 1918 varð Ísland
frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er
litið á þennan áfanga sem einn
þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar.
Af þessu tilefni samþykkti Alþingi
fyrir sléttu ári þingsályktun (nr.
70/145) um hvernig aldarafmælinu
skuli fagnað. Að tillögunni stóðu
formenn allra flokka sem sæti áttu
á 145. þingi, þau Birgitta Jónsdóttir,
Bjarni Benediktsson, Katrín Jak-
obsdóttir, Oddný G. Harðardóttir,
Óttarr Proppé og Sigurður Ingi
Jóhannsson. Ályktunin var sam-
þykkt með 56 atkvæðum en sjö voru
fjarstaddir.
Í ályktun Alþingis er að finna tíu
atriði um það hvernig fagna beri
afmælinu og standa að því, og er
áhersla lögð á menningu, tungu,
náttúru og þátttöku landsmanna.
Hvað náttúruna varðar er vikið að
Náttúruminjasafni Íslands og þjóð-
garðinum á Þingvöllum. Um Nátt-
úruminjasafnið stendur: „Alþingi
ályktar að fela ríkisstjórninni að
sjá til þess að í fjármálaáætlun til
næstu fimm ára, sem lögð verður
fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert
ráð fyrir uppbyggingu Náttúru-
minjasafns.“ Í greinargerð með til-
lögunni stendur um þetta atriði:
„Mikilvægt er að koma á fót hér á
landi slíkri byggingu er hýsi merkar
náttúruminjar og tryggja Náttúru-
minjasafni með því aðstöðu til
frambúðar.“
Ekki staðið við ályktunina
Skemmst er frá því að segja að ekki
hefur verið staðið við þessa ályktun
Alþingis. Því miður er hvergi í fjár-
málaáætlunum ríkisins, til eins,
þriggja eða fimm ára, að finna staf-
krók um uppbyggingu Náttúru-
minjasafns Íslands. Meðferðin á
loforði Alþingis um Náttúruminja-
safnið er undarleg í ljósi þess að öll
hin níu atriðin sem tíunduð eru í
þingsályktuninni hafa hlotið hljóm-
grunn og vinna við þau hafin á einn
eða annan hátt. Málefni safnsins
virðast enn gleymast.
Nú fara í hönd alþingiskosningar
og þá stendur jafnan ekki á lof-
orðum stjórnmálamanna. Því er
eðlilegt að spurt sé hvort formenn
flokkanna sem stóðu að ályktun-
inni góðu, formenn Bjartrar fram-
tíðar, Framsóknarflokks, Pírata,
Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og
Vinstri grænna, séu reiðubúnir að
standa við loforðið um uppbygg-
ingu Náttúruminjasafnsins? Og
hver skyldi afstaða Flokks fólksins,
Miðflokksins og Viðreisnar vera til
þessa máls?
Við stofnun lýðveldisins árið
1944 ákvað Alþingi að færa þjóð-
inni að gjöf húsnæði undir starfsemi
Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafns
Náttúran og fullveldið –
hvatning til stjórnmálaflokka
Hilmar J.
Malmquist
forstöðumaður
Náttúruminja-
safns Íslands
2017 þjóðarinnar á sviði menningar-minja. Það var heillavænlegt skref
fyrir land og þjóð. En árið 2018,
mun Alþingi sem kosið verður
28. október standa við gefin loforð í
tilefni af aldarafmæli fullveldisins og
færa þjóðinni að gjöf húsnæði fyrir
höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða?
Það væri við hæfi og löngu tíma-
bært. Höfum hugfast að náttúran
leggur grunn að menningu okkar
og lífi – Jörðin fæðir okkur og klæðir.
Menningararfurinn byggir á gjöf-
ulli náttúru. Sjálfstæði Íslands og
höfuðatvinnuvegir byggja á beinni
nýtingu náttúruauðlinda; fiskveið-
um, sauðfjárbeit, beislun vatnsfalla
og jarðvarma og ásýnd lands og
náttúru í tengslum við ferðaþjón-
ustu. Góð umgengni við náttúruna
sem gagnast öllu samfélaginu og
veitir gleði, hamingju og komandi
kynslóðum tækifæri til að halda við
lífinu á sjálfbæran hátt, grundvallast
á virðingu, vísindalegri þekkingu og
skilningi á náttúrunni og gangverki
hennar. Það er hér sem kemur til
kasta Náttúruminjasafnsins. Nátt-
úruminjasafnið telst til grunnstoða
menntakerfisins og meginhlutverk
þess er að stunda rannsóknir á sér-
sviði sínu og miðla þekkingu og
fróðleik um náttúru Íslands, nátt-
úrusögu, nýtingu náttúruauðlinda
og náttúruvernd með sýningahaldi,
útgáfu og öðrum hætti. Nú er lag.
Mun Alþingi sem kosið
verður 28. október standa
við gefin loforð í tilefni af
aldarafmæli fullveldisins og
færa þjóðinni að gjöf hús-
næði fyrir höfuðsafn sitt á
sviði náttúrufræða?
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15M i ð V i k u D A G u R 1 8 . o k T ó B e R 2 0 1 7
1
8
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
0
0
-C
D
5
0
1
E
0
0
-C
C
1
4
1
E
0
0
-C
A
D
8
1
E
0
0
-C
9
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K