Fréttablaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 36
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 Baldur Þorgilsson er for-maður Fálka, sem er hópur stoltra Valspabba sem tóku sig saman til að styðja barna- og unglingastarf Vals. Hópurinn var stofnaður árið 2009 og styður starfið bæði með fjáröflun og ýmissi annarri vinnu. „Allt í kringum barna- og unglinga- starfið er okkur viðkomandi og við styðjum það á ýmsan hátt,“ segir Baldur. „Það geta allir sam- einast í Fálkum um að hjálpa börnunum sínum. Þetta snýst um að fá sem flesta krakka í hverfinu til að stunda íþróttir, halda þeim við efnið sem lengst og láta þeim líða vel á meðan þeir æfa.“ Fálkar safna fé á tvo vegu. „Við grillum hamborgara og pylsur á leikjum meistaraflokks kvenna og karla á sumrin og svo höldum við stóra flösku- og dósasöfnun um áramót,“ segir Baldur. „Peningur- inn úr grilluninni fer í pott hjá Fálkum sem hægt er að sækja um styrki úr en peningurinn úr dósa- söfnuninni er greiddur beint út til þátttakenda. Dósa- og flöskusöfnun er risa- aðgerð,“ segir Baldur. „Við erum með yfir 100 manns að störfum. Við fyllum marga gáma og þurfum stórtækar vinnuvélar til að færa þetta allt til. Þarna skapast mjög skemmtileg stemning meðal for- eldra.“ Persónulegur ávinningur „Ég hvet foreldra til að taka þátt í fjáröflunum sjálfs sín vegna,“ segir Baldur. „Það er svo mikið tækifæri að fá að vera með. Fjáröflunin er eitt, en samveran er ekkert minna virði. Hún skapar svo mikið sam- félag og því fyrr sem maður kemur inn, þeim mun meira fær maður út úr þessu.“ „Að mínu mati á að líta á þetta sem meira en fjáröflun, þetta er samstarfsverkefni full- orðinna og barna,“ segir Baldur. „Í nútímasamfélagi fá fullorðnir og börn sjaldan tækifæri til að leysa verkefni í sameiningu því það er svo mikil skipting á milli okkar. En þetta getum við unnið saman. Í dósasöfnuninni kynnist maður vinum barnanna sinna og foreldrum þeirra og þannig um leið hverfinu. Það styrkir nær- samfélagið í kringum krakkana og fljótlega er maður farinn að heilsa öllum í hverfinu og hefur meira samfélagslegt net kringum börn. Það skiptir rosalega miklu máli til að passa upp á börnin sín. Íþróttafélag er sérstakt að því leyti að þar kemur fólk af öllum stigum samfélagsins saman og er jafnt í að hafa áhuga á íþróttum og styðja börnin sín,“ segir Baldur. „Þess vegna er það frábær staður fyrir innflytjendur til að komast inn í samfélagið. Því vorum við með verkefni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem við reyndum að fá börn innflytjenda í hverfinu til að koma og æfa með Val.“ Utanumhald mikilvægt Baldur telur sérlega mikilvægt að fullorðnir haldi vel utan um verkefni sem þeir vinna með börnum. „Það getur verið að litlir guttar sem eru ekki alveg komnir með ábyrgðartilfinningu mæti ekki eða taki þetta ekki alvar- lega,“ segir hann. „Þetta eru bara börn og okkar er ábyrgðin. Því er mikilvægt að það sé vel staðið að hlutunum, að það sem er sagt standist og, ef það er verið að selja eitthvað, að vörur sem eru seldar séu afhentar á réttum tíma og í góðu ástandi.“ Baldur leggur líka áherslu á að vörur sem eru seldar til fjáröfl- unar séu góðar, frekar en ódýrar og hann ráðleggur þeim sem fara af stað með sölu á slíkum vörum að hafa gott úrval til að byrja með og sjá svo hvað gengur vel út. „Vandamálið í fjáröflunum er að maður er alltaf að herja á sömu frænkuna,“ segir Baldur. „Það þarf að hugsa um viðskiptavininn. Það er mikilvægt að bjóða gæðavöru sem fólk vill kaupa aftur og aftur. Það getur líka verið sniðugt að vera með áskriftarkerfi þannig að þú sért til staðar þegar fólk vill vöruna. Það gæti verið betra að bjóða einhverja ákveðna gæða- vöru og vera með jafna þjónustu. En þá þarf auðvitað einhver að geta haldið utan um það.“ Sjálfboðaliðar eru auðlind „Að mínu mati þarf líka að líta á sjálfboðaliða sem mikilvæga auðlind sem íþróttafélög þurfa að halda vel um,“ segir Baldur. „Ég veit ekki nákvæmlega hver ætti að sjá um það en það þarf að halda utan um þekkinguna og reynsluna og miðla henni áfram svo hún glatist ekki. Það gerist svolítið í Á sumrin standa Fálkar vaktina við grillið á öllum leikjum meistaraflokks. MYND/BALDUR ÞORGILSSON Það er mikill hasar í dósa- og flöskusöfnun Fálka. MYND/BALDUR ÞORGILSSON Baldur segir fjáröflunarstarf vera mikilvægt tækifæri til að kynnast fólki. MYND/ERNIR Fálkum, við hittumst á fundum og fáum fyrirlesara til okkar og þá deilist þekking okkar á milli, þótt það sé ekki gert á skipulegan hátt. En við höfum rætt að gera þetta skipulega og ég held að það væri sterkur leikur. Það þarf líka að umgangast þessa auðlind varlega,“ segir Baldur. „Sjálfboðaliðarnir verða að koma að verkinu glaðir, svo það verður að passa að álag sé ekki of mikið og þetta verði ekki kvöð.“ Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is Styrktar- og félagasamtök athugið! Tökum að okkur fjáröflun fyrir styrktar- og félagasamtök. Mikil reynsla, hafðu samband og sjáðu hvort við getum orðið þínum málstað haukur í horni. Sími: 415 3600 Netfang: simstodin@simstodin.is Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . O K tó B E R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RFJÁRöFLUN 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -B E 8 0 1 E 0 0 -B D 4 4 1 E 0 0 -B C 0 8 1 E 0 0 -B A C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.