Fréttablaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 49
Hagnaður fjármálafyrirtækisins
GAMMA Capital Management nam
411 milljónum króna á fyrstu sex
mánuðum ársins og dróst saman um
8,5 prósent á milli ára. Mestu munaði
um hærri rekstrargjöld en þau voru
um 604 milljónir króna á tímabilinu
og hækkuðu um 65 prósent á milli
ára. Hreinar rekstrartekjur námu
1.118 milljónum króna á fyrri helm-
ingi ársins og jukust um tæpar 200
milljónir á milli ára.
Eigið fé félagsins var 1.839 milljónir
króna í lok júnímánaðar og jókst um
liðlega 6 prósent á milli ára. Voru
eignirnar á sama tíma 2.730 milljónir
króna og eiginfjárhlutfallið 35,2 pró-
sent. Til samanburðar var hlutfallið
52,2 prósent í lok síðasta árs.
Alls störfuðu 22 manns að meðal-
tali hjá GAMMA á fyrstu sex mán-
uðum ársins, borið saman við 20
á sama tíma í fyrra, og námu laun
samtals 230 milljónum króna. Til
samanburðar námu þau 163 millj-
ónum á sama tíma 2016 og hækkuðu
þau þannig um 41 prósent á milli ára.
Annar rekstrarkostnaður hækkaði
hins vegar enn meira eða úr 156 millj-
ónum króna í rúmlega 316 milljónir.
GAMMA hefur á undanförnum
tveimur árum haslað sér völl erlendis,
fyrst með opnun skrifstofu í Lundún-
um árið 2015 og síðan í Zürich í Sviss
fyrr á þessu ári. Stefnt er að opnun
skrifstofu í New York síðar á árinu. – kij
Rekstrargjöld GAMMA jukust um 65 prósent á fyrri árshelmingi
Valdimar Ár-
mann, forstjóri
GAMMA á
Íslandi.
411
milljónir var hagnaður
GAMMA á fyrri árshelmingi
Veldu samferðamann
sem nær lengra
Arion eignastýring býður fjölbreytt úrval
sjóða fyrir ólík fjárfestingarmarkmið.
Við mætum þínum þörfum með traustri
ráðgjöf og djúpri þekkingu á möguleikum
markaðarins.
Saman stefnum við að árangri
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að
höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers
sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður.
Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða
tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.
Greiningardeild Arion banka spáir því
að hagnaður smásölufélagsins Haga
verði 746 milljónir króna á öðrum
fjórðungi rekstrarársins og dragist
þannig saman um tæplega 39 prósent
á milli ára. Félagið mun birta uppgjör
fyrir fjórðunginn í næstu viku.
Í afkomuspá greiningardeildar-
innar, sem Markaðurinn hefur undir
höndum, kemur fram að líklegt sé að
fátt muni koma á óvart í uppgjörinu.
Öllu athyglisverðara verði að sjá með
hvaða hætti stjórnendur félagsins
munu fjalla um rekstrarhorfurnar á
síðari hluta rekstrarársins. Er bent
á að eftir að hafa sent frá sér tvær
afkomuviðvaranir í sumar, vegna
samdráttar í sölu, hafi ekkert heyrst
frá stjórnendum Haga í tvo mánuði.
Því megi reikna með því að staða
félagsins sé lítið breytt frá síðustu
afkomuviðvörun.
Greiningardeildin gerir ráð fyrir
því að rekstrarhagnaður Haga fyrir
afskriftir, fjármagnsliði og skatta
verði 1.224 milljónir
króna á öðrum
fjórðungi og
dragist þannig
saman um 32
prósent á milli
ára. – kij
Spá miklum
samdrætti
hjá Högum
Finnur Árnason,
forstjóri Haga.
Félagið K2B fjárfestingar ehf., sem er í
eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur
fjárfestis, skilaði rúmlega 25 milljóna
króna hagnaði í fyrra borið saman við
360 milljóna króna hagnað árið áður.
Í nýbirtum ársreikningi kemur
fram að eignir fjárfestingafélagsins
hafi numið tæplega 3,8 milljörðum
í árslok 2016. Þar munar mestu um
eignarhluti í öðrum félögum og
verðbréf upp á samtals 3,3 milljarða
króna. Einu skuldir félagsins eru við
tengda aðila að fjárhæð 245 milljónir.
Eigið fé K2B nemur því rúmlega 3,5
milljörðum króna.
Félagið er meðal annars í hópi
stærstu hluthafa í tryggingafélag-
inu VÍS og Kviku banka. Svanhildur
Nanna er stjórnarformaður VÍS en
eiginmaður hennar, Guðmundur Örn
Þórðarson, er hins vegar varaformað-
ur stjórnar Kviku. Þau hjónin voru á
sínum tíma aðaleigendur Skeljungs
en seldu olíufélagið í árslok 2013 með
milljarða hagnaði. – hae
Með 3,5 milljarða
í eigið fé
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir.
11M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . o K t ó b e R 2 0 1 7 MArkAðurinn
1
8
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
0
-D
7
3
0
1
E
0
0
-D
5
F
4
1
E
0
0
-D
4
B
8
1
E
0
0
-D
3
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K