Fréttablaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 46
Nokkuð ítarleg grein birtist í Mark- aði Fréttablaðsins hinn 11. október sem vísað er til á forsíðu með yfir- skriftinni „Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þar segir einnig að ströng túlkun Fjár- málaeftirlitsins á reglum um kaup- aukagreiðslur hafi það í för með sér að fjármálafyrirtæki eigi þess ekki lengur kost að umbuna starfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum. Í tilefni greinarinnar langar mig að koma á framfæri nokkrum atrið- um til að skýra afstöðu Fjármála- eftirlitsins varðandi eftirlit með kaupaukum. Fyrst af öllu vil ég benda á að það er hlutverk Fjármálaeftirlitsins að framfylgja lögum um fjármálafyrir- tæki sem Alþingi hefur sett, þ. á m. ákvæðum þeirra er varða kaup- auka. Ákvæði um hámark kaup- auka og bann við að greiða vissum starfsmönnum fjármálafyrirtækja kaupauka er að finna í 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki, auk þess sem ákvæðið skyldar einnig Fjár- málaeftirlitið til að setja reglur um frestun kaupauka. Þá vil ég benda á að smæstu fjár- málafyrirtækin (verðbréfafyrir- tæki sem bera takmarkaðar starfs- skyldur) eru nú þegar undanþegin takmörkunum á kaupaukum og kaupaukakerfum, sbr. e-lið 4. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Enn fremur vil ég undirstrika að Fjármálaeftirlitið hefur ekki bann- að að hlutafé fjármálafyrirtækja sé skipt í flokka eða að starfsmenn eigi hluti í fjármálafyrirtækjum. Telji Fjármálaeftirlitið hins vegar að með slíkri skiptingu sé verið að komast undan ákvæðum laga og reglna um kaupauka og kaupauka- kerfi mun eftirlitið bregðast við. Að því er varðar málið sem vísað er til í grein Markaðarins, og teng- ist Arctica Finance hf., þá var Fjár- málaeftirlitinu ekki kunnugt um það fyrr en nýlega að starfsmenn hefðu fengið að kaupa B, C og D bréf á nafnverði (þ.e. þeir greiddu samtals 200 þúsund krónur fyrir hlutina) en fengið á sex ára tíma- bili 668 milljónir króna í arð vegna sömu bréfa. Þetta taldi Fjármála- eftirlitið ástæðu til að rannsaka og í kjölfarið að bregðast við með stjórnvaldssekt og úrbótakröfu. Ítarlegan rökstuðning fyrir þessari ákvörðun er að finna í gagnsæis- tilkynningu sem Fjármálaeftirlitið gaf út á vef sínum hinn 5. október síðastliðinn. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið framfylgir ákvæðum laga um kaupauka Fjármálaeftirlitið sektaði nýlega verðbréfafyrirtækið Arctica Finance um 72 milljónir króna vegna brota á reglum um kaupaukagreiðslur. Bókin Chase your shadow: The trials of Oscar Pistorius eftir Íslandsvininn John Carlin er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið í lengri tíma. Við þekkjum flest söguna í grófum dráttum. Vinsælasti fatlaði íþróttamaður heims skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoríu í Suður-Afríku á Valentín- usardaginn 2013. Réttarhöldin vöktu heimsathygli og mörkuðu endalok ferils þessa magnaða íþróttamanns. Helsti styrktaraðili Pistorius var íþróttavörumerkið Nike. „I am the bullet in the chamber“ stóð við hlið mynda af hlauparanum í auglýsingum en þegar hann var loks fundinn sekur um manndráp lauk Nike-samstarfinu sem hefði getað fært Pistorius hundruð milljóna króna í tekjur. Ekkert fyrirtæki eyðir hærri upp- hæðum í að tengjast íþróttafólki en Nike. Það þarf því ekki að koma á óvart að endrum og sinnum komi tengslin sér illa, eins og í tilviki hlauparans frá Suður-Afríku. En þetta gerist ekki endr- um og sinnum heldur furðulega oft. Enginn hjólagarpur hefur vakið viðlíka athygli og Lance Armstrong. Nike seldi vörur undir vörumerki góðgerðarsjóðs hans, Livestrong, og greiddi honum persónulega um fimm milljarða króna í tengslum við markaðssetningu. Í kjölfar þess að upp komst um lyfjaneyslu Arm strongs rifti Nike samstarfinu og aðrir styrktarað- ilar fylgdu í kjölfarið. Áætlar tímaritið Forbes að Armstrong hafi með þessu orðið af allt að 15 milljörðum króna í framtíðartekjur. Það vantar ekki hneykslismálin hjá magnaðasta kylfingi sögunnar. Þrátt fyrir framhjáhald, lyfjanotkun og lélegan árangur hefur Nike stutt við bakið á íþróttamanninum sem á sínum tíma varð fyrstur til að þéna milljarð dollara á einu ári. Hann fær enn um tvo og hálfan milljarð króna frá aðilum á borð við Monster, Bridge- stone og Taylor Made og Nike greiðir honum annað eins. Þetta er innan við helmingur þess sem hann fékk frá styrktaraðilum á meðan allt lék í lyndi. Rannsókn University of Cali fornia, Davis, á fjárhagslegum afleiðingum framhjáhaldshneykslisins árið 2009 leiddi í ljós að tap hluthafa styrktarað- ila Woods nam á bilinu 600 til 1.450 milljörðum króna, meiru en hann hefur nú þegar, og mun, geta þénað á ferlinum. Nike hefur kosið að tengja vöru- merki sitt við fremsta íþróttafólk heims en reglulega kemur eitthvað miður skemmtilegt upp. Meðal þess íþróttafólks sem Nike hefur stutt á þeim tímapunkti sem ferillinn fuðr- aði upp eru Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi árið 2004, Justin Gatlin, og hlaupadrottningin Marion Jones. Bæði bættu þau árangur sinn með ólöglegum aðferðum og Nike sleit samstarfinu fljótlega. NFL-stjörn- urnar Michael Vick og Adrian Peterson misstu auk þess samninga sína við Nike vegna hneykslismála, sem og þau Maria Sharapova og Manny Pacquiao. Vel má vera að ávinningurinn af sam- starfi við fremsta íþróttafólk heims hafi fært Nike hærri upphæðir en tapast hafa vegna þeirra sem hér er nefndir, en óheppnin virðist þó elta íþróttavöruris- ann á röndum. Nú segir Kanye West að Nike hafi gert milljarðs dollara samning við besta körfuknattleiksmann heims, LeBron James. Það er þá eins gott að hann haldi sig á mottunni. Vandræðabörn Nike Björn Berg Gunnarsson Brynhildur Pétursdóttir, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð á árun-um 2013 til 2016, var í síðasta mánuði ráðin f ra m k væ m d a st j ó r i Neytendasamtakanna. Brynhildur þekkir vel til samtakanna en hún starfaði þar og var ritstjóri Neyt- endablaðsins frá 2005 til 2013. Hún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég sá hvorki fyrir að það yrði kosið enn og aftur til Alþingis né að íslenska karla- landsliðið í fótbolta tryggði sér rétt á HM. Þá hefur komið mér á óvart hvað verðbólgan hefur haldist lág og eins hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl. Hvaða app notarðu mest? Mess- enger væntanlega. Síðan hlóð ég niður einhverju rosalegu skipulags- appi sem ég taldi víst að myndi breyta lífi mínu til hins betra en hef ekki komist í að læra á það. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er heimakær með afbrigðum þannig að þegar ég kem heim úr vinnu er líklegt að ég klappi kettinum, prjóni aðeins, athugi hvort eitthvert spennandi efni sé komið inn á Netflix og rölti í sund með manninum eða í göngu- túr. Svo les ég frekar mikið og get alls ekki sofnað nema glugga aðeins í bók. Hvernig heldur þú þér í formi? Almennt finnst mér gönguferðir um holt og hæðir besta hreyfingin og einnig sund. Ég keypti mér síðan eitthvert forláta flotvesti til að stunda það sem er kallað aqua run. Það eru liðnir margir mánuðir síðan og ég hef ekki enn þorað að mæta með beltið í sund. Bind samt miklar vonir við þessa græju. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta eiginlega á allt. Það er eitt- hvað við eighties tónlist og Euro- vision-smelli sem gerir mig glaða og jólalögin mega alveg byrja að hljóma snemma mín vegna. Nema íslenska jólaútgáfan af Gente di mare – hverjum þótti það eiginlega góð hugmynd? Ef ég ætla í alvöru að koma mér í stuð set ég Drop the World með Lil Wayne í græjurnar, stilli á hæsta og syng með. Ertu í þínu draumastarfi? Ég er svo heppin að hafa verið í mörgum draumastörfum. Starfið mitt núna er skemmtilegt og krefjandi en ég finn í sjálfu sér ekki mikinn mun á því og fyrri störfum hjá Neytendasamtök- unum þótt einhver titill hafi bæst við. Mér hefur alltaf fundist viss heið- ur að fá að starfa hjá Neytendasam- tökunum og hreint með ólíkindum hvað svo fámennur vinnustaður nær að áorka miklu. Ég myndi hiklaust halda því fram að hjá samtökunum starfi algert draumastarfslið. Komið á óvart hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl Svipmynd Brynhildur Pétursdóttir, Jólalögin mega alveg byrja að hljóma snemma mín vegna. Nema íslenska jólaútgáfan af Gente di mare – hverjum þótti það eiginlega góð hugmynd? Brynhildur Pétursdóttir er nýráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Nýtt öflugt bókhaldskerfi í skýinu frá manninum sem færði okkur Dynamics Ax Prófaðu frítt í 30 daga www.uniconta.is Lagast að þínum þörfum Erik Damgaard Stofnandi Uniconta Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r8 markaðuriNN 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 0 -F 9 C 0 1 E 0 0 -F 8 8 4 1 E 0 0 -F 7 4 8 1 E 0 0 -F 6 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.