Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 6

Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 6
® Basarinn verður haldinn laugardaginn 11. nóvember frá kl. 13-16 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9, Reykjavík. Á boðstólum verða fallegar handunnar prjónavörur, munir sem tengjast jólunum og heimabakaðar gómsætar tertur. Allir hjartanlega velkomnir og hvattir til að taka með sér gesti. Nánari upplýsingar á www.raudikrossinn.is/reykjavik Allur ágóði af sölunni rennur til Vinjar. Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík sem fræðslu- og batasetur. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu okkar og annarra á málefnum geð- sjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins. Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins Reykjavík - Kvennadeild Auglýsing Sérfróðir meðdómsmenn Á grundvelli 2. mgr. 39. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016, auglýsir dóm- stólasýslan eftir umsóknum vegna tilnefninga sérfróðra meðdómsmanna. Þeir umsækendur sem tilnefndir verða fara á sérstakan lista sem nýttur verður við kvaðningu sérfróðra meðdómsmanna. Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið serfrodir.meddomsmenn@domstolar.is og innihalda ferilskrá, staðfestingu hæsta námsstigs á viðkomandi sérfræðisviði og sakavottorð. Dómstólasýslan mun varðveita allar umsóknir og tilnefna meðdómsmenn eftir þörfum á hverjum tíma. Sérfróðir meðdómsmenn eru kallaðir til í málum þar sem sérkunnáttu er þörf til þess að leysa úr máli. Hlutverk sérfróðra meðdómsmanna er meðal annars að yfirfara og gagnrýna þau sérfræðigögn sem fyrir liggja í málum. Meðal annars er þörf á bygginga- og húsasmíðameisturum, tæknifræðing- um, verkfræðingum, skipulagsfræðingum, efnafræðingum, endurskoðen- dum, læknum af hinum ýmsu sérfræðisviðum og sálfræðingum. Almennar hæfniskröfur koma fram í 3. mgr. 39. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 og eru m.a.: • Að viðkomandi sé svo á sig kominn andlega og líkamlega að hann geti gengt störfum sérfróðs meðdómanda. • Íslenskur ríkisborgararéttur og lögræði. • Að viðkomandi hafi náð 25 ára aldri. • Að viðkomandi hafi forræði á búi sínu. • Að viðkomandi hafi hvorki gerst sekur um refsivert athæfi sem má telja svívirðilegt að almenningsáliti né sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta. Aðrar kröfur: • Haldbær þekking og starfsreynsla á viðkomandi sérfræðisviði. • Lágmarksþekking á réttarfari og meðferð dómsmála. Launakjör munu fara eftir reglum dómstólasýslunnar. Nánari upplýsingar veitir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri, olof@domstolar.is. Stjórnmál Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar­ flokks. Viðmælendum Fréttablaðs­ ins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þess­ ara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkur­ inn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Fram­ sóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálf­ stæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálf­ stæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að for­ maðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þing­ mönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherra­ reynsluna í þingliðinu og viðmæl­ endum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magn­ ússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Frétta­ blaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­ dóttir er vonarstjarna flokksfor­ ystunnar og helsta varaformanns­ efni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunn­ arsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. Margir eru um hituna í þingliði Sjálfstæðismanna. Forsætið kostar Katrínu fleiri ráðuneyti til Bjarna. Bjarni Benediktsson n Fjármálaráðherra 2013-2016.  n Forsætisráðherra frá 2016. n 1. þingmaður SV.  Kristján Þór júlíusson n Heilbrigðisráðherra 2013 - 2016. n Mennta- og menningarmálaráð- herra frá 2016. n 1. Þingmaður NA Guðlaugur Þór Þórðarson n Heilbrigðisráðherra 2007 - 2009. n Utanríkisráðherra frá 2016. n 1. þingmaður RvkN. Sigríður Andersen n Dómsmálaráðherra frá 2016. n 1. þingmaður RvkS. Páll magnússon n Formaður atvinnuveganefndar 2016-2017. n 1. þingmaður S. Haraldur Benediktsson n Formaður fjárlaganefndar 2016- 2017.  n 1. þingmaður NV. Þórdís Kolbrún r. Gylfadóttir n Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar ráð herra frá 2016  n 5. þingmaður NV jón Gunnarsson n Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra n 5. þingmaður SV. ✿ ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins og Sigríði Andersen dómsmálaráð­ herra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherra­ stól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sig­ ríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm. adalheidur@frettabladid.is Sádi-ArABíA Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al­Hariri, fráfar­ andi  forsætisráðherra Líbanons sem  tilkynnti um afsögn sína  um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi­Arabíu. Þetta hefur CNN eftir heimildarmönnum sínum innan ríkisstjórnarinnar. Vitnaði bandaríski miðillinn í gær í ónefndan heimildarmann sem sagði al­Hariri ekki fá að tjá sig frjáls­ lega í samskiptum sínum við ríkis­ stjórnina, sem alla jafna er hliðholl Sádi­Arabíu.  Jafnframt vissi  ríkis­ stjórn Líbanons ekkert hvað væri á seyði. Fjölmargir miðlar greindu frá því í vikunni, og höfðu eftir nafnlausum heimildarmönnum, að al­Hariri hefði ekki sagt af sér af fúsum og frjálsum vilja. Sádi­Arabar hefðu neytt hann til þess vegna meints árangursleysis í baráttunni við Hez­ bollah­samtökin. Er hin meinta afsagnarþvingun sögð liður í eins konar köldu stríði Sádi­Arabíu og Írans en Hezbollah eru á bandi Írana. CNN hélt því fram að ummæli hins nafnlausa heimildarmanns væru líkleg til þess að valda titringi innan sádiarabísku ríkisstjórnar­ innar. Ráðamenn þar í landi neita því að hafa þvingað al­Hariri til að segja af sér og að halda honum þar í landi gegn vilja sínum. Al­Hariri er með tvöfalt ríkis­ fang. Auk þess að vera líbanskur ríkisborgari er hann einnig með sádiarabískt ríkisfang. Hann á hús í Riyadh, höfuðborg Sádi­Arabíu, þar sem talið er að hann dvelji um þessar mundir. – þea Forsætisráðherra Líbanon sagður fangi Sádi-Araba Saad al-Hariri, fráfarandi forsætis- ráðherra Líbanons. NordicpHotoS/AFp 1 1 . n ó v e m B e r 2 0 1 7 l A U G A r d A G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -7 0 7 4 1 E 3 1 -6 F 3 8 1 E 3 1 -6 D F C 1 E 3 1 -6 C C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.