Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 106

Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 106
„Þar fór í ver,“ sagði Konráð. „Okkur liggur á en þurfum að komast í gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann dæsti og bætti við vonsvikinn, „við verðum of sein.“ „Of sein, of sein,“ sagði Kata pirruð. „Hvað gerir til að vera aðeins of sein?“ bætti hún við. En Lísaloppa og Konráð voru ekki sammála. Þau vildu mæta á réttum tíma. Konráð á ferð og flugi og félagar 275 Getur þú hjálpað þeim að komast í gegnum völundarhúsið? ? ? ? Aldís Gyða Davíðsdóttir  er söng- kona, brúðugerðarkona, leikkona og textahöfundur. Hvað  skyldi vera skemmtilegast? Það er bara svo dásamlega gaman að skapa og ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem ég get gert. Get ómögulega valið á milli. Hvað finnst þér heillandi við brúðugerð? Þegar ég held ég sé að fara að búa til einhvers konar brúðu en enda svo með allt öðruvísi brúðu, svolítið eins og brúðurnar hjálpi til með hvernig þær koma út á end- anum En erfiðast? Þegar ég þarf að vinna með eitthvað mjög tæknilegt eins og vængina hjá hrafninum Íó sem ég þurfti að endurgera sex sinnum. Hafðir þú áhuga á að búa til brúð- ur þegar þú varst lítil? Ég var alltaf að föndra eitthvað þegar ég var lítil og gera ýmiskonar föndurtilraunir: Brúður og önnur listaverk. Á hverju byrjar þú þegar þú býrð til brúðu? Fyrst finn ég út hvernig tegund af brúðu ég vil gera, stangar- brúðu, strengjabrúðu, handbrúðu, bland af þessu öllu eða eitthvað alveg nýtt. Býrðu til grímur? Ég er mikil grímukona og hef búið til margar grímur, fólks- og dýragrímur. Hvaða efni notar þú? Ég vinn mest með pappamassa því hann er svo léttur og þægilegur. Hefur þú stjórnað brúðum á sýn- ingum? Ég hef stjórnað mörgum brúðum í ennþá fleiri sýningum. Ég var í Brúðubílnum og Leikbrúðu- landi fyrst, svo setti ég sjálf upp brúðu- og grímusýningu fyrir börn sem hét Fiskabúrið, svo brúðusýn- inguna Tröll síðasta vor og núna Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói. Átt þú börn? Já, ég á tvær stelpur, Iðunni þriggja ára og Emblu átta ára. Hafa draumar þínir ræst? Draumar eru uppáhaldið mitt. Sumir hafa ræst en ég á eftir að læra á básúnu og eiga risastóran hund og lita hárið á mér blátt og dansa með górillum og eignast ofurhetjuskikkju og milljón aðra drauma. Draumar eru uppáhaldið mitt Aldís með hrafninn Íó og Hafrúnu. Þau eru aðalsöguhetjur í Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói og ætluð börnum á grunnskólaaldri. FréTTAblAðið/HAnnA Hæ gosi Spilararnir eru tveir. Þeir stokka spilin, skipta þeim til helminga á milli sín og hafa bunkana á hvolfi fyrir framan sig. Síðan skiptast þeir á að fletta upp einu spili í einu hvor af sínum bunka og leggja í kast- bunka á mitt borðið. Sá sem ekki gaf, byrjar. Þegar spilin tía til ás koma upp hjá öðrum hvorum spilaranum gefa þeir eftirfarandi merki. Tía: Skella flötum lófa ofan á bunkann. Gosi: Hrópa Hæ, gosi! Drottning: Blístra Kóngur: Bera hönd að enni að her- mannasið. Ás: Standa upp Sá tekur bunkann sem er fyrri til að gefa merki og vinningsspilin eru sett neðst í bunkann sem spilarinn hafði fyrir framan sig. Ef báðir spilararnir eru alveg jafn fljótir að gefa merki er bunkinn látinn liggja áfram á borðinu. Sá vinnur sem endar með bunkann allan í lokin. SpiliðHann Almar Hólm Skúlason í 3. bekk sendi okkur þessa mynd.Listaverkið Ég var alltaf að fönDra eitthvað þegar Ég var lítil og gera ýmiskonar fönDur til- raunir. Brúður og önnur listaverk. 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r46 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð krakkar 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 1 -8 9 2 4 1 E 3 1 -8 7 E 8 1 E 3 1 -8 6 A C 1 E 3 1 -8 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.