Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 18
1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r18 S p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð sport Valsmenn vinna bara í framlengingu í Domino ś deildinni Fyrsti heimasigur Valsmanna Nýliðar Valsmanna fögnuðu sínum fyrsta sigri á heimavelli í gærkvöldi þegar þeir unnu Stjörnumenn eftir fram- lengdan leik á Hlíðarenda. Báðir sigrar Valsmanna í Domino´s deildinni í vetur hafa komið eftir framlengingu en þeir unnu einnig framlengdan leik á móti Hetti á Egilsstöðum á dögunum. Hér er Bandaríkjamaðurinn Urald King í baráttu um frákast við Tómas Þórð Hilmarsson. Fréttablaðið/anton Við förum þarna út til þess að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í 3. umferðina. Ásgeir Jónsson HAnDboLti Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kíló- metrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðla- keppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfara- teymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA- ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gisting- una og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þann- ig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir. Gaman að komast aftur áfram FH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekk- elsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækl- uðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna víta- kastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveld- lega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar. Fínasta ferðalag Ferðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskip- aði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Péturs- borgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í víta- kastkeppnina í hádeginu að írúss- neskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudags- kvöldið. tomas@365.is Tveggja nátta vítaferð FH-inga FH ferðast 5.400 kílómetra frá Íslandi til Rússlands og aftur til baka til að framkvæma eina vítakastkeppni. Liðið lendir aftur á Íslandi á sunnudagskvöldið. Sigurvegarinn mætir liði frá Slóvakíu í 3. umferðinni. Ferðalag FH-inga FöstudaGur l Flug til London um kaffileytið l Gist í London lauGardaGur l Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar l Æft í St. Pétursborg um kvöldið l Gist í St. Pétursborg sunnudaGur l Vaknað eldsnemma í morgun- mat l Farið út í keppnishöll en víta- keppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma l Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms l Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi l Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið Domino’s-deild karla Valur - stjarnan 110-104 Stigahæstir: valur: Austin Magnús Bracey 34, Urald King 32 (9 frák.), Sigurður Dagur Sturluson 10, Benedikt Blöndal 9 (10 stoðs.) Illugi Steingrímsson 8, Birgir Björn Péturs- son 8. Stjarnan: Róbert Sigurðsson 29 (10 frák., 8 stoðs.), Collin Anthony Pryor 23, Tómas Þórður Hilmarsson 16, Hlynur Elías Bæringsson 13 (12 frák.). Staðan var 99-99 eftir venjulegan leiktíma eftir að Valsmenn unnu síðustu mínútuna 9-2. Stjarnan hefur nú tapað fimm leikjum í röð í deild og bikar. Grindavík - Kr 94-84 Stigahæstir: Grindavík: Rashad Whack 28/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafs- son 20, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/14 fráköst, Dagur Kár Jónsson 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guð- mundsson 6 - Kr: Kristófer Acox 23/10 fráköst, Jalen Jenkins 20/17 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16, Björn Kristjánsson 12, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst/6 stoð- sendingar Efst ÍR 10 Tindastóll 10 Keflavík 8 Grindavík 8 KR 8 Njarðvík 8 neðst Haukar 6 Valur 4 Stjarnan 4 Þór Ak. 4 Þór Þorl. 2 Nýjast Coca-Cola-bikar karla ÍH - akureyri 21-42 Umspil um Hm-sæti - Fyrri leikur svíþjóð - Ítalía 1-0 1-0 Jakob Johansson (61.). Galopið einvígið en seinni leikurinn er í Mílanó á mánudag. Um helgina stöð 2 sport l08.00 nedbank Challenge Golfst. l12.55 F1: brasilía - æfing Sport l15.50 F1: brasilía - tímatakaSport l18.00 oHl Classic Golfstöðin l19.35 danmörk - Írland Sport s03.00 box: Jacobs vs. arias Sport s08.00 nedbank Challenge Golfst. s15.30 F1: brasilía Sport s16.50 sviss - n-Írland Sport4 s18.00 bills - saints Sport3 s19.15 Fjölnir - uMFa Sport2 s19.35 Grikkland - Króatía Sport4 s20.30 Celtics - raptors Sport s21.20 Falcons - Cowboys Sport3 olís-deild karla s17.00 Ír - stjarnan Austurberg s18.30 Valur - Fram Valshöll s19.30 Fjölnir - uMFa Dalhús s19.30 Víkingur - Haukar Víkin Coca-Cola-bikar kvenna: s16.00 Valur - stjarnan Valshöllin s16.00 Fylkir - ÍbV Fylkishöll s17.30 Fjölnir - Grótta Dalhús GETA uNNIð ÞRIðJA EVRóPu- LEIKINN Í Röð Í HöLLINNI Íslenska kvennalandsliðið í körfu- bolta hefur leik í undankeppni EM 2019 í dag þegar Svartfellingar koma í heimsókn í Laugardalshöll- ina. Íslensku stelpurnar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM í Laugardals- höllinni, 24. febrúar 2016 á móti ung- verjalandi (87-77) og 23. nóvember 2016 á móti Portúgal (65- 54). 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -5 2 D 4 1 E 3 1 -5 1 9 8 1 E 3 1 -5 0 5 C 1 E 3 1 -4 F 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.