Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 96
Benedikt Bóas Benediktboas@365.is Kevin de Bruyne hefur þegar gefið sex stoð-sendingar í ensku úrvalsdeildinni og af 752 sendingum hans hafa ófáar splundrað vörn andstæðinganna. Belginn er enginn David Beckham og er frekar hlédrægur að eðlisfari en þegar hann stígur inn á völlinn stenst honum enginn snúning. Ekki það sem af er tímabilinu. De Bruyne er fæddur í Drongen í Belgíu, sem er úthverfi Gent en mamma hans er fædd í Búrúndí og flutti til Ealing í Englandi um stund. „Mamma hefur þetta enska element í sér en ég er Belgi,“ sagði kappinn í viðtali við BBC árið 2013. Hann byrjaði með KVV Drongen árið 2003 og það var ljóst snemma að þarna fór afburðafótboltamaður. Sjö árum síðar spilaði hann sinn fyrsta landsleik en þeir eru orðnir 53 og hefur hann skorað 12 mörk. Hann færði sig til Gent og þaðan til Genk þar sem hann kom í gegnum unglingastarfið og spilaði sinn fyrsta leik árið 2009 í tapleik gegn Charleroi. Tímabilið á eftir var hann kominn með byrjunarliðs- sæti og var lykilmaður þegar Genk tryggði sér sinn þriðja titil tímabilið 2010-2011. Á síðasta degi félagaskipta- gluggans árið 2012 var hann keyptur til Chelsea en lánaður strax til Genk aftur. Hann kostaði sjö millj- ónir punda. Hann var uppgötvaður í leik Genk og Chelsea í Meistara- deildinni í október 2 0 1 1 a f M i c h a e l Emenalo, njósnara f é l a g s - ins, sem benti á að þarna f æ r i g ó ð u r fótbolta- m a ð u r . E m e n a l o átti einnig hlut að máli þegar kom að kaupum á Thibaut Courtois og Romelo Lukaku en allir eru þeir Belgar. Genk tapaði þessum leik 5-0 og de Bruyne sýndi lítið en það var greinilega eitt- hvað sem vakti áhuga Emen alo. Andre Villas- Boas var þá stjóri Chelsea og de Bruyne vakti litla lukku hjá kauða sem lánaði hann til Werder Bremen. Það reyndust vera góð skipti því þrátt fyrir að Bremen væri frekar slakt þetta tímabil stóð de Bruyne sig vel og skoraði 10 mörk í 33 leikjum auk þess sem hann lagði upp önnur níu mörk. José Mourinho tók við Chelsea og sagði strax að Belginn væri í sínum plönum. Hann sneri því aftur til Lundúna en það fóru strax að ber- ast sögur um að Mourinho og de Bruyne væru ekki líklegir til að senda hvor öðrum jólakort. Hann byrjaði reyndar fyrsta leik tímabilsins 2013- 2014 gegn Hull og bjó til eitt mark í 2:0 sigri. En hann var fljótur að missa sæti sitt í liðinu og í janúar var hann seldur til Þýskalands til Wolfsburg sem borgaði um 18 milljónir punda. Chelsea keypti Nemanja Matic í staðinn. Belginn ungi spilaði aðeins fimm leiki með Chelsea og kom fjórum sinnum inn á sem varamaður. De Bruyne var ekki lengi að láta til sín taka í Þýskalandi og var algjörlega magnaður í framsóknar- grænum búningi Wolfsburg. „Þeir Belginn sem er sá fjórði besti Kevin De Bruyne hefur verið stórkost- legur það sem af er tímabili með Manchester City. Trúlega er hann fjórði besti leikmaður heims, sem í eðlilegu árferði væri sá besti en hann er enn á eftir Messi, Ronaldo og Neymar. Leikvangurinn hjá Chelsea hafa fylgst með Kevin og sjá núna hvernig leikmaður hann er. Þeir sjá eftir að hafa selt hann,“ sagði Klaus Allofs, framkvæmda- stjóri Wolfsburg, eitt sinn árið 2015. Þannig hefur sagan verið. Hvernig í ósköpunum gat hann ekki komist í byrjunarlið Chelsea? Mikið hefur verið rætt og ritað um þá ástæðu. De Bruyne sagði eitt sinn að ef hann hefði kostað meira hefði hann fengið að spila meira. Þegar ljóst var að hann væri of góður fyrir Wolfsburg var hann orðaður við flest stærstu lið Evrópu. Þá lét hann hafa eftir sér að hann færi allavega ekki til Chelsea á meðan Mourinho væri þar. Það fór illa í Portúgalann sem svaraði: „Ég hefði viljað hafa hann áfram en hann var ekki tilbúinn andlega til að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. Hann sagði að það væri ekki hans stíll að þurfa að berjast fyrir byrjunarliðs- sæti, hann vildi fara til liðs þar sem hann gæti spilað alla leiki,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í júlí. Skömmu síðar var de Bruyne seldur til Manchester City á 54 milljónir punda eftir að hafa skorað 10 mörk og lagt upp heil 20. Þá sagði Mourin- ho: „Þegar leikmaður bankar grátandi á dyrnar hjá þér á hverjum degi og vill fara, þarf að taka ákvörðun.“ Þá var komið að Belganum að svara og benti hann á að Mourinho hefði talað tvisvar sinnum við sig allan þann tíma sem hann var hjá Chelsea. „Ég er allt annar maður en þegar ég var hjá Chelsea. Ég var yngri og fékk ekki að spila mikið, ég var ekki einu sinni á bekknum. Ég fékk enga útskýringu. Mourinho talaði bara tvisvar sinnum við mig – einu sinni fyrir leik gegn Basel í nóv- ember, þar sem hann sagði að ég væri að gera góða hluti og fengi bráðum tækifæri, og aftur síðustu vikuna fyrir félagaskiptagluggann í janúar, þar sem ég sagðist vilja fara annað til að fá meiri spilatíma.“ Síðan þá hefur lítið farið fyrir þeim vangaveltum, af hverju hann komst ekki í byrjunarliðið. Allt þar til hann skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í upphafi tímabilsins. Þá var þetta rifjað upp og Antonio Conte, núverandi stjóri Chelsea, var spurður. Ítalinn sagðist hreinlega ekki vita það. Þar með lauk málinu í enskum fjölmiðlum. De Bruyne hefur sett Chelsea tímann á ís og er ekki mikið að velta honum fyrir sér. Hann ein- beitir sér að Manchester City sem er búið að vera öðrum liðum fremra það sem af er tímabili. Liðið skorar mikið af mörkum og getur nú haldið markinu hreinu. Í stórkostlegu liði Pep Guardiola er de Bruyne trúlega fyrstur á blað þegar hann velur liðið enda langbesti fjórði besti leikmaður heims. Sem gerir hann eiginlega þann besta – enda er varla hægt að snerta þá Neymar, Ronaldo og sjálfan Lionel Messi. kevin de Bruyne 28 júní 1991 Hæð: 181 cm Þyngd: 68 kíló Manchester City Leikir:75 Mörk:15 Stoðsendingar: 34 Mörk með hægri: 12 Mörk með vinstri: 3 Skot í tréverkið: 10 Stoðsendingar: 34 Tækifæri sköpuð: 40 Fyrri félög: Genk, Chelsea, Werder Bremen, Wolfsburg. Landsleikir: 53 Heimild: Premierleague.com Tímabilið 2017/2018 Leikir: 11 Mörk: 2 Stoðsendingar: 6 Sendingar: 809 Stungusendingar: 14 Kevin de Bruyne er feiki- lega vinsæll í heimalandinu enda þekktur fyrir að vera á réttum stað í lífinu. Hann talar flæmsku, frönsku, þýsku og ensku reip- rennandi, er í sambandi við Michèle Lacroix og eiga þau einn lítinn gutta, Mason Milian De Bruyne. NorDiCPHoToS/ GeTTy 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 1 -9 3 0 4 1 E 3 1 -9 1 C 8 1 E 3 1 -9 0 8 C 1 E 3 1 -8 F 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.