Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 40
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Starri Freyr Jónsson starri@365.is Það eru bara svo mikil forréttindi að fá að ferðast um heiminn og gera það sem manni finnst skemmtilegast. Ég hef túrað og unnið með fjölmörgum listamönnum og lært mikið á því að fylgjast með hvernig þeir vinna og hugsa. MYND/SAGA SIGURÐARDÓTTIR Tónlistarmaðurinn Arnar Guð-jónsson, löngum kenndur við rokksveitina Leaves, fór í fyrsta gítartímann tíu ára gamall og vissi um leið hvert hugur hans stefndi. Hann hefur starfað við tónlist stærstan hluta fullorðinsára sinna, lengstum sem gítarleikari og söngvari Leaves. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2013 og hefur Arnar ein- beitt sér að öðrum og spennandi verkefnum undanfarin ár. Á síðasta ári gaf hann út plötuna Grey Mist of Wuhan sem er eins konar óður til kínversku iðnaðarborgarinnar Wuhan. Einnig hefur hann hafið samstarfsverkefni með Hrafni Thoroddsen úr Ensími undir heitinu Warmland og gefið út þrjú lög. Fyrsta sólóplata hans er líka í vinnslu þannig að enginn skortur er á verkefnum þessa dagana. Auk lagasmíða rekur hann eigið hljóðver, Aeronaut Studios, þar sem hann hefur starfað með fjöl- mörgum innlendum og erlendum tónlistarmönnum undanfarin ár. Sameiginlegur þráður Nýjasta afurð hans er hins vegar plata með tónlist úr heimildar- myndinni L’homme qui voulait plonger sur Mars (Maðurinn sem vildi kafa á Mars). Leikstjóri myndarinnar, Thierry Robert, og Arnar eiga sameiginlegan vin á Íslandi og þegar Thierry var að leita að tónlist fyrir mynd á síðasta ári benti sameiginlegi vinurinn honum á Arnar. „Thierry hlustaði á Grey Mist of Wuhan og tónlistin smellpassaði þar inn. Hann notaði hana því sem hljóðmynd (e. sound- track) heimildarmyndarinnar. Fljótlega eftir að því verkefni lauk vildi Thierry fá mig til að gera tón- listina við næstu mynd og hana gerði ég alveg frá grunni.“ Arnar segir að Thierry hafi viljað hafa tónlistina stóra og drama- tíska, ekki ósvipaða og í stórri Hollywood-mynd. „Þótt tónlistin úr myndinni sé ólík Grey Mist of Wuhan þá er þarna einhver þráður sem tengir plöturnar tvær en ég beiti svipaðri aðferðafræði þegar ég bý tónlistina til. Myndin flakkar á milli þess að vera nokkuð hefð- bundin heimildarmynd yfir í að vera mjög draumkennd og því fær tónlistin að spila stóra rullu og vera oft í forgrunni.“ Small allt saman Platan Grey Mist of Wuhan varð einhvern veginn til í höndunum á honum segir Arnar. „Ég var að túra með Bang Gang og seinna Leaves í Kína og þessi borg, Wuhan, sat einhvern veginn í mér. Mér fannst hún drungaleg og grá iðnaðarborg, sveipuð einhverri dulúð sem varð svo kveikjan að þessu verkefni sem átti að vera smá hvíld frá popp- inu. Platan var seinna tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í opnum flokki.“ Samstarfsverkefnið Warmland varð til fyrr á þessu ári en þeir Hrafn hafa leigt stúdíórými saman í nokkur ár. „Ég var byrjaður að vinna nokkur lög þar sem ég trommaði sjálfur, spilaði á bassa og notaði hljóðgervla. Lagið Lyda fæddist og nafnið Warmland var tilbúið. Þá hóaði Hrafn í mig á fund og langaði að leyfa mér að heyra nokkrar hugmyndir sem hann var með. Þetta small bara allt saman og við tókum ákvörðun um að sameina krafta okkar undir nafninu Warmland.“ Sveitin spilaði á fyrstu tónleikum sínum á Iceland Airwaves hátíðinni í síðustu viku við mjög góðar undirtektir. Þeir félagar vinna nú hörðum höndum að plötu í fullri lengd sem á að koma út á næsta ári. Óvæntur frami Frami Leaves var skjótur og óvæntur á sínum tíma. Eftir að söngkonan Emilíana Torrini tók demóupptökur þeirra á fund í Bandaríkjunum fór boltinn að rúlla og eins og Arnar hefur sagt áður í viðtölum, „við vorum rétta bandið á réttum tíma“. Sveitin skrifaði undir samning við nýlega stofnað útgáfufyrirtæki, Dreamworks, og fyrsta plata þeirra, Breathe, kom út árið 2003. Hún komst m.a. í 71. sæti á breska breiðskífulistanum auk þess að vera valin ein af bestu plötum ársins hjá breska tónlistar- tímaritinu Q Magazine. Næstu árin einkenndust af fleiri plötum og fjöl- mörgum tónleikaferðalögum um allan heim þar sem Leaves hitaði m.a. upp fyrir heimsfrægar sveitir á borð við Stereophonics, Doves og Supergrass. Þegar Arnar lítur til baka segir hann að upp úr standi allir þeir vinir sem hann hefur eignast á þessum tíma. „Það eru bara svo mikil forréttindi að fá að ferðast um heiminn og gera það sem manni finnst skemmtilegast. Ég hef túrað og unnið með fjölmörgum listamönnum og lært mikið á því að fylgjast með hvernig þeir vinna og hugsa. Það getur nefnilega verið hættulegt að loka sig inni einn í sínum pælingum. Mér finnst ég líka ótrúlega heppinn að fá svona marga flotta listamenn og listakon- ur inn í stúdíóið mitt. Það hefur hjálpað mér að þróast og vaxa sem tónlistarmaður.“ Af hljómleikaferðum um heim- inn segir hann að ferðirnar til Kína séu sérstaklega eftirminnilegar. „Menningin er svo ólík og það er svo stutt síðan landið var alveg lokað. Það var frábært að spila fyrir Kínverjana, þeir voru mjög þakk- látir og skemmtilegir áhorfendur. Svo fóru allir í röð eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritun.“ Fjölskyldan mikilvæg Eftir að hafa starfað við tónlist svo lengi segist Arnar lítið hafa hugsað út í annan starfsvettvang. „Ég er ekki með neitt varaplan ef ég verð leiður á tónlistinni. Enda get ég alveg séð mig sem áttræðan að semja einhverja framúrstefnu- tónlist. Tónlistin á vafalaust eftir að verða stór hluti af mér út ævina þótt maður viti aldrei hvaða tæki- færi bjóðast í framtíðinni.“ Aðspurður hvort það freisti hans stundum að starfa erlendis segir hann vissulega oft erfitt að vinna á svona litlum markaði. „Hugurinn hefur oft leitað út og ég ætla ekki að útloka það að flytja einhvern tíma og freista gæfunnar annars staðar. En það eru bara svo mikil lífsgæði hér á Íslandi. Hér er fjöl- skyldan og vinir og hér er gott að búa þótt verðlagið sé orðið fárán- lega hátt.“ Þrátt fyrir mikið annríki reynir Arnar að vinna eins lítið og hann getur um helgar. „Mér finnst mikil- vægt að eyða tíma með konunni minni og tveimur börnum. Mitt helsta áhugamál fyrir utan tón- listina er fótboltinn. Reyndar horfi ég ekki á enska boltann og á ekkert uppáhaldsfélag. Ég spila þó fót- bolta 2-3 sinnum í viku og ætla að gera það þangað til líkaminn segir stopp. Annars fer helgin líklega í það að undirbúa afmæli barnanna sem verður haldið á sunnudaginn. Svo er dóttir mín með tónleika í Salnum ásamt Stúlknakór Reykja- víkur á laugardagskvöldið.“ Ein öflugustu meltingarensím á markaðnum í dag • Áttu við meltingarvandamál að stríða? • Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. • Betri melting, meiri orka! • Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum. • 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða annarra flæðiefna. Útsölustaðir: Fæst í flestum apótekum, heilsuverslunum og Fjarðarkaupum. Ekki lengur útblásin eftir máltíðir! „Ég hef haft psoriasis gigt í meira en 20 ár og hef tekið töluvert af lyfjum þess vegna. Fyrir nokkrum árum fór ég að eiga við magavandamál sem eru líklegast tilkomin vegna lyfjanotkunar en fyrir utan magaónot og uppþembu var ég alltaf þreytt og orkulaus. Ég hef prófað svo margt gegnum tíðina en fundið lítinn mun, þar til ég kynntist Enzymedica ensímunum. Þvílíkur munur og það besta er að ég fann muninn strax. Ég er ekki lengur útblásin eftir máltíðir, hægðir urðu fljótt reglulegar, orkan margfaldaðist og ég er ekki að kljást við magavandamál lengur“. Enzymedica 2x200 copy.pdf 1 22/09/2017 13:41 Hrafn Thoroddsen (t.v.) og Arnar Guðjónsson mynda dúettinn Warmland. Fyrsta plata þeirra kemur út á næsta ári. MYND/JEANEEN LUND 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -D 3 3 4 1 E 3 1 -D 1 F 8 1 E 3 1 -D 0 B C 1 E 3 1 -C F 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.