Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 29
eru ekkjur, einstæðar mæður með mörg börn. Mjög margar hafa orðið fyrir ofbeldi,“ segir Eliza. „Og ýmsar hættur steðja að, svo sem barnahjónabönd sem fjölgar í flóttamannabúðum. UN Women starfrækja griðastaði í búðunum þar sem konur og stúlkur eru öruggar. Þær geta sett börnin í gæslu, fengið menntun og hjálp. Mestu máli skiptir fræðsla um hversu skaðlegt það er að gifta ungar stúlkur eða jafnvel börn eldri mönnum.“ Getum gert betur „Ég tók viðtal við unga stúlku sem á sér stóra drauma. Hún stundar nám í ensku og hana dreymir um að verða túlkur. Þarna eru ungar konur sem eru að læra á tölvur, saumaskap og margt fleira. Þarna geta konur líka hist og átt stundir saman. Talað saman. Kvennasam- staðan skiptir mjög miklu máli. Það þarf að fjölga úrræðum á þess- um griðastöðum og styrkja þá. Það var ein af ástæðum þess að ég slóst í för með UN Women þangað, “ segir Eliza en samtökin segja hundruð kvenna á biðlista eftir þjónustu griðastaðanna. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heimsæki flóttamannabúðir. Það sem kom mér mest á óvart var umfangið. Þarna fæðast 80 börn á viku. Þarna eru skólar, vinnustaðir og aðalgata þar sem er hægt að kaupa ýmislegt. En þetta eru gámar staðsettir í eyðimörk. Þarna er ekki gott aðgengi að vatni og rafmagni. Fólk hélt að það væri að koma til nokkurra vikna dvalar en er svo búið að vera þarna í fimm ár. Ég komst fljótt að því að auðvitað vilja þau öll fara heim. Þau eru sárafá sem fara til Evrópu úr búðunum. Íbúar í búðunum taka ekki einu sinni eftir því þegar fjölskyldur hverfa úr hópnum.“ Fólk taki afstöðu Eliza hefur brennandi áhuga á jafn- réttismálum og skýra sýn í þeim efnum. „Ég hef alltaf talið það mikil- vægt að konur fái jafngóð tækifæri í þessu lífi og karlar. Við erum öll þegnar í þessari ver- öld, karlar og konur, og tækifærin eiga að vera jöfn. Ég reyni að kenna börnum mínum um jafnréttismál og vona að ég hafi náð einhverjum árangri. Strákarnir mínir taka t.d. eftir því þegar þeir fá nýtt legódót að í því eru langoftast legókarlar en sjaldan konur og það særir réttlætis- kenndina. Um daginn þegar við vorum að borða kvöldmat voru elstu strák- arnir mínir að karpa um hvor þeirra væri betri femínisti. Þá varð ég mjög stolt,“ segir Eliza. „Uppeldið hefur skilað einhverju. Mér finnst líka nauðsynlegt að fólk viti að það hefur rödd og allar raddir skipta máli. Ef fólk er óánægt á það að taka afstöðu, láta í sér heyra, skrifa fyrirtækjum eða stofnunum. Segja skoðun sína á opinberum vettvangi. Ég reyni líka að vera rödd í mínu starfi, enda er ég meira í sviðsljósinu núna.“ Karlmenn með í liði Konum fækkaði umtalsvert á þingi í nýafstöðnum kosningum. Hvað finnst henni um það og hver er leiðin fram á við? „Þetta er aftur- för. Það er alveg ljóst. En ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa karl- menn með okkur konum í liði. Við getum ekki ýtt þeim út á jaðarinn, þeir þurfa að taka þátt í að koma á jafnrétti. Við erum mjög framarlega á heimsvísu hvað varðar jafnréttis- mál en getum alltaf gert betur.“ Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Mögnuð glæpasaga úr samtímanum Arnaldur eins og hann gerist bestur „Maður er hreinlega með stjörnur í augunum eftir lesturinn ... hittir svo sannarlega í mark ...“ S T E I N Þ Ó R G U Ð B J A R T S S O N / M O R G U N B L A Ð I Ð Metsölulisti Eymundsson Heildarlisti – 1. – 7. nóv. 1. Sterkar raddir með hreim Hún segist sannfærð um að stjórnarmyndun fari vel. „Guðni er sérfræðingur í sögu stjórnmála á Íslandi og þekkir þetta vel. Hann hefur góða yfirsýn og rólega lund. Tekur bara eitt skref í einu. Þetta er í öruggum höndum frá mínum sjónarhóli séð. Við þurfum að læra að vinna saman, finna það sem sameinar frekar en það sem sundr- ar. Það er nefnilega mjög margt sem sameinar.“ segir Eliza. „Það er allajafna gott fólk sem tekur þátt í íslenskum stjórnmálum. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið okkar.“ Henni eru að sjálfsögðu málefni innflytjenda afar hugleikin. „Það eru forréttindi að fá að vera í þessu hlutverki. Ég get valið mér verkefni og hef tækifæri til að vekja athygli á brýnum málum með því að ræða um þau. Taka þátt í málefnastarfi. Ég geri það sem kona og auðvitað líka  sem innflytjandi. Ég tala með hreim og ber orð fram rangt. Ég er ekki með sama orðaforða og aðrir Íslendingar sem eru fæddir hér og uppaldir. En það er mikil- vægt að við sem tölum með hreim og beygjum stundum vitlaust og svona, höfum samt sterka rödd. Við þurfum að hvetja innflytj- endur til að læra tungumálið,“ segir Eliza. Sátt við lífið Helsta áhugamál Elizu eru bók- menntir. Hún hefur haft nóg að lesa upp á síðkastið því hún er í val- nefnd fyrir kanadísk bókmennta- verðlaun, BC National Award for Canadian Non-Fiction. Og sjálfri finnst henni gaman að skrifa. Ætlar hún að skrifa bók á Bessastöðum? „Ég hef aldrei skrifað bók og get heldur ekki sagt að ég gangi með bók í maganum. Jú, mér finnst gaman að skrifa en er nú samt ekki að skrifa skáldsögu. Ég geri það ekki nema ég fái góða hugmynd. Kannski gerist það á morgun? Hver veit? En ég er hins vegar mjög sátt við líf mitt hér.“ Íbúar Í búðunum taka ekki einu sinni eftir þvÍ þegar fjölskyldur hverfa úr hópnum. ↣ Zaatari-búðirnar 1 af hverjum 3 konum í Zaatari- búðunum hefur verið gift á barnsaldri. 1 af hverjum 5 konum í búðunum er fyrirvinna fjölskyldu sinnar. Atvinnutækifæri fyrir konur í Zaatari eru sárafá. Þú getur sent sms- KONUR í 1900 (1.490 kr.) og veitt þeim atvinnu og öruggt skjól. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 29l A U g A R D A g U R 1 1 . n ó v e m B e R 2 0 1 7 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 1 -6 6 9 4 1 E 3 1 -6 5 5 8 1 E 3 1 -6 4 1 C 1 E 3 1 -6 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.