Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 16

Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 16
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009 1 Landskerfi bókasafna hf. pistill í lok sumars Flaggskip Landskerfis bókasafna er bókasafnskerfið Gegnir, sem byggir á Aleph 500 frá hugbúnaðar framleiðandanum Ex Libris. Frá árinu 2008 hefur útgáfa 18 af Gegni verið í notkun. Einnig rekur fyrirtækið tenglakerfið SFX fyrir rafrænar greinar og tímarit, en kerfið kemur frá sama framleiðanda og Gegnir. Á umliðnum mánuðum hefur Landskerfi bókasafna beint kröftum sínum í að halda áfram að þróa Gegni og SFX til hagsbóta fyrir notendur, auk þess að fylgjast með nýjungum í umhverfi upplýsingatæknilausna fyrir bókasöfn. Þetta er gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu, bæði í nútíð og framtíð. Nýjungar og viðbætur við Gegni Gegnir hefur verið efldur með margvíslegum hætti á undanförnum mánuðum. Í fyrsta lagi voru teknir upp þrír þjónustupakkar fyrir útgáfu 18 á vordögum. Í kjölfarið fylgdu margvíslegar umbætur á nafnmyndastjórn ásamt breytingum á vinnulagi við skráningu og efnisorðagjöf í Gegni, sem kynntar voru á fræðslufundi skrásetjara í apríl. Auk þessa urðu smávægilegar breytingar á kerfisþáttum s.s. aðfanga- og tímaritaþætti, og millisafnalánaþætti. Í öðru lagi má nefna breytingar á indexum í bókfræðigrunni Gegnis. Þær breytingar þjóna einkum þeim tilgangi að auðvelda og gera leitir í gegnir.is skilvirkari. Nýr orðaleitarindex á forsíðu gegnir.is afmarkar leitarniðurstöður betur en áður var. Einnig gera nýir indexar nú kleift að afmarka við frummál þýðinga og útgáfuland í skipanaleit gegnir.is og starfsmannaaðgangi. Fjölmargar viðbætur og breytingar á notendaaðgengi var þriðja viðfangsefnið. Útbúinn var leitargluggi sem bókasöfn geta sett upp á heimasíðu sína. Hann er hugsaður fyrir söfn sem vilja bjóða upp á leit í Gegni beint af heimasíðu sinni. Efnisorð í Gegni voru gerð sýnilegri með því að virkja tilvísanir í tengd efnisorð. Sjá í þessu samhengi “meira?” í “Efnislisti A-Ö” í gegnir.is. Síðast en ekki síst, hefur verið unnið að því að gera rafrænt efni, og efni án eintaka, sýnilegra og gera kleift að afmarka það eftir söfnum í gegnir.is. Verður niðurstaða kynnt nánar síðar þegar vinnunni lýkur. Í fjórða lagi var unnið að því að auka við úrvinnslu á gögnum í gagnagrunni Gegnis. Um nokkurt skeið hafa verið útbúnar tölfræðilegar upplýsingar sem taka til eintaka, titla, lánþega og útlána skráð í Gegni á tilteknu tímabili, flokkað eftir söfnum. Það er hins vegar ekki fyrr en nú sem ráðist hefur verið í að vinna tölulegar upplýsingar sem byggja á formati og kóðum í markfærslum Gegnis. Fyrsta áfanga þessarrar vinnu lauk í sumar og hefur skýrslan, Tölur úr bókfræðigrunni Gegnis – Greinargerð um söfnun og úrvinnslu tölulegra upplýsinga, verið gerð aðgengileg á heimasíðu Landskerfis bókasafna. Ýmsar athyglisverðar niðurstöður koma í ljós þegar tölfræðin er túlkuð. Til að mynda sést að aðeins ríflega þriðjungur af gögnum í Gegni er gefinn út hérlendis. Vægi gagna á ensku í Gegni fer vaxandi, en Norðurlandamálin önnur en íslenska hafa látið undan síga. Annað verkefni, sem einnig byggðist á gagnaúrvinnslu úr Gegni, var unnið fyrir Unesco sem heldur til haga alþjóðlegum bókfræðigrunni, Index Translationum, um þýdd rit í aðildarlöndum samtakanna. Dregnar voru út rúmlega 3000 bókfræðifærslur fyrir þýdd rit útgefin á Íslandi undanfarin ár og mun Unesco bæta þessum færslum í Index Translationum á næstunni. Í fimmta lagi má nefna beinar viðbætur við Gegni, kerfiseiningarnar námsbókasafnsþátt (Course Reading and Reserves) og eignatalningarþátt (Inventory Management). Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur í sumar notað síðarnefnda þáttinn við eignatalningu á söfnum sínum. Öll aðildarsöfn Gegnis

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.