Fregnir - 01.10.2009, Síða 26
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða
34. árg. - 2. tbl. 2009 2
Hin hliðin ...
Í byrjun október tók Óskar Guðjónsson,
Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi við
starfi umdæmisstjóra Kiwanisumdæmisins
Ísland-Færeyjar, sem er æðsta staða innan
Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi. Óskar
er fæddur í Reykjavík 10. júní árið 1952.
Hann er kvæntur Konnýju R. Hjaltadóttur
leikskólasérkennara. Þau eiga tvö börn og eitt
barnabarn.
Óskar er menntaður bókasafnsfræðingur frá
HÍ (BA) og Rutgers University (MLS) og
hefur frá 2004 starfað hjá Borgarbókasafni
Reykjavíkur sem safnstjóri í Sólheima- og
Ársafni. Áður starfaði hann um 18 ára skeið
hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli sem
forstöðumaður almenningsbókasafns og
deildarstjóri tómstundadeildar. Þar gegndi hann
einnig stöðu formanns FÍSK (Félags íslenskra
stjórnunarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli)
um 8 ára skeið. Þegar vallarvistinni lauk lá
leiðin í stjórn SBU (Stéttarfélag bókasafns og
upplýsingafræðinga), þar sem hann er formaður
nú. Hann tók sæti í stjórn Upplýsingar fyrir 4 árum
en hvarf þaðan á vordögum. Mjög skemmtilegt og
ögrandi starf með frábæru og gefandi fólki. Einnig
hefur Óskar reglulega kennt námskeið við BSU-
skor HÍ og kenndi einnig við útibú University of
Maryland á Keflavíkurflugvelli.
Óskar gekk til liðs við Kiwanishreyfinguna
1992, er hann gekk í Kiwanisklúbbinn Brú á
Keflavíkurflugvelli. Þetta var fjölþjóðaklúbbur, sem
átti sér fáa líka, vikulegir fundir fóru fram á ensku,
og mikið var um að íslenskir klúbbar heimsóttu
Brú, hvort sem það var vegna félagskaparins eða
þess sem til skamms tíma var einungis veitt á
vallarsvæðinu. Þar gengdi Óskar flestum störfum
og var forseti klúbbsins 1994-1995.
Þegar Brú hætti starfsemi árið 2003 lá leiðin í
Kiwanisklúbbinn Eldey í Kópavogi þar sem Óskar Forseti Eldeyjar með Kiwanisfélögum og mökum í Karabíska hafinu
Umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar