Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 28

Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 28
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009 2 Síðastliðið vor tókum við nokkrir starfsmenn bókasafns Menntavísindasvið að okkur að gera heimildalista yfir ritrýnt efni um íslenskar menntarannsóknir frá árunum 2005 til 2008. Þetta hefur verið lærdómsríkt verkefni og þess vegna teljum við ástæðu til að deila reynslu okkar með fleirum í þeirri von að vekja fólk til umhugsunar um hvernig við bókasafnsfræðingar framreiðum upplýsingar fyrir viðskiptavinina. Heimildalistinn er hluti af rannsókn sem Norræna ráðherranefndin hefur falið NIFU STEP (Norsk institutt for studier av innovasjon, forskning og utdanning) að hafa forgöngu um í samvinnu við Technopolis í Stokkhólmi. Ástæðan er sú að Norræna ráðherranefndin mun hafa hlutverki að gegna við áframhaldandi uppbyggingu menntarannsókna á Norðurlöndum og hefur því hug á að kanna rannsóknarvirkni og birtingar í ritrýndum ritum á sviði menntamála á síðustu árum. Skipaður var vinnuhópur með fulltrúum allra Norðurlandanna til að gera þessa úttekt. Rannsóknin felur í sér sambland af megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum. Fyrsta skrefið sem féll í okkar hlut, er að gera bókfræðilegan lista yfir efni sem gefið var út á árunum 2005 til 2008 með það að markmiði að finna út hvaða fræðimenn eru virkastir og hvaða stofnanir. Upplýsingarnar verða síðan notaðar til að skoða rannsóknir nánar og helstu rannsóknarstofnanir með eigindlegum aðferðum. Bókfræðilegi heimildalistinn nær yfir allt það efni sem gefið hefur verið út um menntarannsóknir hér á landi og af Íslendingum í erlendum ritum á þessu tímabili. Leitað er heimilda um menntarannsóknir í mjög víðtækum skilningi, þ.e. leitað er að öllum þeim rannsóknum sem tengjast menntamálum á einn eða annan hátt. Samkvæmt fyrirmælum var ætlast til að leitað yrði fyrst og fremst í ISI-gagnasafninu og þjóðbókaskrám, en vegna þess að einungis lítill hluti fræðirita um menntarannsóknir eru í ISI safninu þá var einnig leitað að ritrýndum greinum í öðrum erlendum gagnasöfnum. Og þá hófst leitin. Við áttuðum okkur fljótt á því að efnisorðið rannsóknir nær engan veginn yfir allt efni sem tengist rannsóknum. Við veltum því fyrir okkur hvernig við notuðum þessi efnisorð, hvað væri í rauninni rannsókn? Teljast einungis „empírískar“ rannsóknir til rannsókna eða hefur orðið víðtækari merkingu? Má ekki segja að á sérfræðisafni eins og hér byggi allur ritakosturinn meira og minna á rannsóknum? Fulltrúa okkar Íslendinga í vinnuhópnum fannst þetta verðugt umhugsunarefni og kastaði fram þeirri hugmynd að halda ráðstefnu þar sem fjallað væri um hvað væri rannsókn og hvernig nota ætti orðið sem efnisorð. Eftir að hafa legið yfir skráningarfærslum, innlendum sem erlendum, teljum við reyndar að við notum efnisorðið mjög svipað og starfsbræður okkar erlendis. Það þarf líka að gæta þess að ofnota ekki orðið þannig að það verði marklaust. Við byrjuðum því á því að leita að öllum færslum sem hafði efnisorðin rannsóknir og/eða menntarannsóknir. Vegna þess að okkar leit miðaðist við mjög víða skilgreiningu á orðinu rannsókn, skoðuðum við síðan fagtímarit, útgáfur háskólanna og að lokum flettum við upp íslenskum fræðimönnum í uppeldis- og menntunarfræðum. Það reyndist full þörf á því að leita á svo marga vegu og eflaust hefur eitthvað orðið útundan þrátt fyrir það. En það eru ekki bara efnisorðin sem geta vafist fyrir manni í heimildaleit. Þegar sækja átti upplýsingarnar úr Gegni komu upp ýmis vandkvæði. Það er raunar enginn vandi að fletta upp í Gegni og fá út lista yfir heimildir. Gallinn er bara sá að hann er lítur ekki þannig út að fagfólk geti látið hann frá sér. Við getum enn ekki flutt færslurnar yfir í EndNote eða álíka heimildaskráningarforrit sem er mjög bagalegt. Við höfum einungis þann kost að merkja við færslur og senda eða vista, eða búa til Hugleiðing um heimildaleit - Raunir rannsakenda -

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.