Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 36

Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 36
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009 3 ljósmyndin hefði þannig verið - og væri - vel fallin til þjóðfélagslegrar gagnrýni og því gott tæki róttæklinga sem vildu benda á það sem miður færi í samfélaginu. Benti hann á takmörkun hins ritaða máls þegar lýsa þyrfti raunverulegum aðstæðum og að þar skilaði ljósmyndin mun sterkari skilaboðum. Eftir kaffihlé flutti síðan dr. Anna Dahlgren frá Nordiska museet sinn fyrirlestur (Fotografiska drömmar och digitala illusioner: fotobearbetning - från visitkortsmosaiker till digitala montage) um hvenær ljósmynd telst ekta eða fölsuð og hversu langt megi ganga í að breyta hinni upprunalegu ljósmynd. Sagði hún að vissar aðferðir við að meðhöndla og breyta ljósmynd væru viðurkenndar meðan aðrar væru gagnrýndar, sérstaklega þær rafrænu (digitala) aðferðir sem gera það kleift að breyta myndum verulega. Sýndi hún þó að þetta væri ekki nýtt fyrirbæri, því allt frá upphafi ljósmyndunar hefðu ljósmyndarar fengist við að breyta, laga og setja saman myndir á ólíka vegu, allt frá þeim tíma þegar fólk leit á ljósmyndina sem „... limstrukit papper som man fångar fjärilar på“ (Aftonbladet, 1839). Í klukkutímalöngu matarhlé í matsal Moderna museet gafst okkur tækifæri til að skoða einstaka ljósmyndasýningu sem bar heitið Åter till verkligheten sem hafði sterkan samhljóm með erindi Niclas Östlind. Allar myndirnar, um 300 talsins, voru úr eigu safnsins, flestar frá 7. og 8. áratug síðustu aldar, og flestar eftir bandaríska ljósmyndara eins og Larry Clark, Ralph Gibson, Charles Harbutt o.fl. Hægt var að líta á myndirnar sem listrænar heimildaljósmyndir (dokumentär) þar sem þær sýndu flestar þjóðfélags- og félagslegar meinsemdir á mjög nærgöngulan hátt. Einstök og falleg sýning og faglega upp sett. Eftir hádegishléið flutti Stephen Bury, yfirmaður evrópsk/ameríska safnsins hjá British library, sitt erindi um ljósmyndabækur sem bókverk, „The Photo- book as artist´s book“. Fannst undirritaðri þetta mjög áhugavert efni og minntist athyglisverðrar ráðstefnu sem haldin var um bókverk hér á Íslandi árið 1998 á vegum ARLIS/Norden. Þar var hins vegar ekki fjallað sérstaklega um hlutverk ljósmyndarinnar í því samhengi og var því áhugavert að hlusta á Bury lýsa þróun ljósmyndabókverka allt frá því um 1920 þegar avant-garde-istar gerðu sínar fyrstu tilraunir á þessu sviði. Hugtakið artist´s book var lítt þekkt þar til eftir 1960 þegar ljósmyndarar fóru að vinna markvisst að gerð slíkra verka og nefndi Bury þar fólk eins og Ed Ruscha, Christian Boltanski, Anselm Kiefer, Susan Hiller o.fl., og einnig nefndi hann sérstaklega pólska nútímaljósmyndarann Alexöndru Mir, sem m.a. sýnir á Feneyjabiennalnum í ár. Að síðustu lagði Bury það til að gerð yrði stöðluð skráning á ljósmyndabókverkum

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.