Fregnir - 01.10.2009, Síða 39

Fregnir - 01.10.2009, Síða 39
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009 39 nýopnuðu veitingahúsi Drottningholms (Slottskaféet) og á leiðinni þangað þá hlotnaðist okkur sú óvænta ánægja að sjá hann Daníel, tilvonandi drottningarmann Svía, unnusta Viktoríu krónprinsessu. Að málsverði loknum fór hluti hópsins að skoða Kínverska listihúsið og höggmyndasafnið Museum de Vries sem hefur að geyma höggmyndir eftir hollenska myndhöggvarann Adriaen de Vries sem uppi var um aldamótin 1600. Undirrituð var hins vegar búin að fá nóg af list og tók tunnelbanan til Stokkhólms enda var þá farið að rigna drjúgt. Það var gott að fá sér heitt sturtubað heima á hóteli og smá lúr áður en við, hinar li(y)stsólgnu íslensku konur, fórum á næsta veitingahús, Bakfickan, sem framreiddi fyrir okkur dýrðlegan gotlenskan aspas með tilheyrandi meðlæti. Bragðið af honum og öllu öðru því sem skynfæri mín brögðuðu á í þessari ferð sitja enn eftir í minni líkama og sálar. Gróa Finnsdóttir fagstjóri Bóka- og heimildasafns Þjóðminjasafns Íslands Við minnum á að: 10 ára afmæli Upplýsingar ber upp á 10. október 2010 10.10.10

x

Fregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.