Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 20
Við viljum byggja brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hag-
nýttar þannig að úr verði tækifæri
sem leiði til verðmætasköpunar.“
Samtök iðnaðarins í aðdraganda
kosninga 2017.
Þessi ósk atvinnulífsins er ekki
tilkomin að ástæðulausu. Oft
koma óvæntustu uppgötvanirnar
út frá grunnrannsóknum og geta
leitt til byltingarkenndrar (en. dis-
ruptive) nýsköpunar. Við búum
vel að frábærum og frumlega hugs-
andi vísindamönnum sem skara
fram úr þegar litið er til birtinga
vísindagreina í alþjóðlega virtum
tímaritum og alþjóðasamstarfi
og við eigum að hlúa vel að þeim.
Ísland er hins vegar eftirbátur ann-
arra þjóða þegar kemur að hagnýt-
ingu rannsókna, hugverkavernd og
tengslum vísinda við atvinnulífið.
Þetta kemur skýrt fram í erlendum
úttektum sem gerðar voru m.a. á
vegum Evrópusambandsins og
OECD á vísinda- og nýsköpunar-
umhverfinu hérlendis og í saman-
burði við önnur lönd.
Ein meginorsök er almennur
skortur á skipulegu og faglegu
tækniyfirfærslustarfi meðal
háskóla og rannsóknastofnana.
Í öllum löndum í kringum okkur
er tækniyfirfærslu sinnt af skrif-
stofum með sérhæfðu starfsfólki,
brúarsmiðum, sem hafa bak-
grunn og þekkingu á vísindum,
lögfræði, hugverkarétti, við-
skiptum og frumkvöðlastarf-
semi. Þetta er sjaldnast að finna í
einum einstaklingi og því byggja
þessar tækniyfirfærsluskrifstofur á
teymum sem saman tryggja nauð-
synlega þekkingu og reynslu til
þess að brúa bilið á milli vísinda
og atvinnulífs.
Mikilvæg tækifæri fara forgörðum
Slíka skrifstofu/brú er hvergi að
finna á byggðu bóli á Íslandi, ekki
einu sinni einbreiða. Hugverka-
nefnd Háskóla Íslands og Land-
spítala – háskólasjúkrahúss hittist
vissulega reglulega til að sinna
tækni yfirfærslu en það er gert með-
fram fullu starfi nefndarmanna á
öðrum vettvangi. Á meðan fara
mikilvæg tækifæri innlendra vís-
indastofnana til verðmætasköp-
unar og nýsköpunar um allt land
forgörðum.
Því er ástæða til að hefja brúar-
smíði milli vísinda og atvinnulífs,
og það strax. Við erum nú þegar
áratugum á eftir öðrum löndum í
þessum efnum, en erum þá um leið
í stöðu til þess að draga lærdóm af
óförum og árangri annarra í þeim
efnum og getum tekið mið af þróun
tækni- og þekkingaryfirfærslu og
væntinga til hennar. Fyrir aldar-
fjórðungi áttu tækniyfirfærsluskrif-
stofur (technology transfer offices,
TTO) við háskóla og rannsókna-
stofnanir erlendis að vera þeim
mikilvæg tekjulind.
Í dag er ljóst að það er samfélagið
sem hagnast mest á starfi þeirra
með hagnýtingu vísinda í formi
starfa, framþróunar í atvinnulífi
og samkeppnishæfni samfélagsins
alls. Tækni- og þekkingaryfirfærslu-
skrifstofur, eða tækniveitur, eru því
í raun verkfæri til að efla og miðla
samfélagslegum áhrifum vísinda
í samfélaginu. Og jú, stundum fá
stofnanirnar ríkulegt endurgjald
fyrir sitt vísindastarf. Miði er mögu-
leiki. Til þess að eignast miða þarf
að stofna tækniveitu sem sinnir
tækniyfirfærslu fyrir alla háskóla
og rannsóknastofnanir landsins.
Stjórnvöld sem fjárfesta milljarða í
rannsóknir og þróun ættu að sjá sér
hag í því að tryggja eftir mætti að
fjárfestingin skili sér til samfélags-
ins. Við höfum ekki efni á öðru.
Góðu fréttirnar eru þær að undir-
búningur er hafinn, allir háskólar
landsins og helstu opinberu rann-
sóknastofnanirnar eru sammála
um þörfina og vinna saman undir
merki „Auðnu“ að því að steypa
annan brúarstöpulinn, fjárfestar
og atvinnulífið bíða við hinn
stöpulinn. Nú þurfa stjórnvöld að
koma að fjármögnun og rekstri
sjálfrar brúarinnar svo hún standi
ávallt opin fyrir umferð. Þetta eru
nauðsynlegir innviðir nýsköpunar
í landinu til að hindra að tækifærin
skolist ekki á haf út fyrir augum
okkar. Lokum hringveginum!
Brúin á milli vísinda
og atvinnulífs
Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evr-ópu tengist oft umræða um
aukna hryðjuverkaógn sem Evr-
ópa stendur frammi fyrir. Ekki er
beint samhengi þarna á milli en þó
er ekki hægt að líta fram hjá þeirri
staðreynd að hryðjuverkamenn
hafa komið til Evrópu undir því
yfirskyni að vera flóttamenn. Í því
felst mikil áskorun fyrir löggæslu-
yfirvöld sem og samfélögin öll.
Stundum heyrist í fjölmiðlum
eða á samskiptamiðlum á netinu
að einstaklingum sem koma til
landsins og óska eftir alþjóðlegri
vernd ætti að snúa við á Kefla-
víkurflugvelli þá þegar. Slík fram-
kvæmd er ekki viðhöfð en fyrir því
eru tvær meginástæður. Í fyrsta
lagi er löggæsluyfirvöldum ekki
heimilt að senda einstakling til
þess lands sem hann kom frá nema
hann uppfylli skilyrði fyrir komu
í því landi. Auk þess gera lög um
útlendinga þá kröfu að umsókn
hvers einstaklings um alþjóðlega
vernd skuli skráð og lagt á það mat
hvort viðkomandi falli undir skil-
greiningu á flóttamanni.
Margar efasemdaraddir eru um
ágæti Schengen-samstarfsins. Að
auki halda margir því fram að það
muni ekki lifa af þær áskoranir
sem fram undan eru. Framtíðin
ein mun leiða það í ljós. Hins
vegar hafa viðbrögð til þess að
draga úr öryggisógninni í Evrópu
verið margs konar. Ísland er þátt-
takandi í margvíslegum aðgerð-
um Evrópusambandsins sem
miða að því að draga úr öryggis-
ógninni og efla landamæravörsl-
una á grundvelli Schengen-sam-
starfsins.
Með aðild Íslands að Schengen-
samstarfinu hefur m.a. verið lögð
áhersla á hert eftirlit á ytri landa-
mærunum. Þann 7. október sl. var
verklagi við landamæraeftirlit á
Keflavíkurflugvelli breytt m.a. á
þá leið að persónu- og skilríkja-
upplýsingar allra farþega sem fara
um ytri landmærin eru athugaðar
í upplýsingabanka Schengen-
samstarfsins (SIS) og gagnabanka
Interpol. Þá hélt sjálfvirknivæð-
ing landamæraeftirlitsins innreið
sína á Keflavíkurflugvelli 10. júní
sl. þegar sett voru upp 10 sjálfvirk
landamærahlið. Heimild til þess
að nota sjálfvirku hliðin hafa þeir
sem eru 18 ára eða eldri, eru ríkis-
borgarar innan Evrópska efna-
hagsvæðisins og eru handhafar
lífkennavegabréfs. Á næsta ári er
stefnt að því að fjölga sjálfvirkum
hliðum og útvíkka notkun á þeim
til ríkisborgara Bandaríkjanna
og Kanada. Sjálfvirknivæðing
við landamæraeftirlit stuðlar að
auknu öryggi.
Samhliða aukinni sjálfvirkni-
væðingu er framundan bylting í
notkun á lífkennaupplýsingum við
landamæraeftirlit. Unnið er að því
að innleiða notkun lífkennaupp-
lýsinga í grunnkerfi Schengen-sam-
starfsins en að undanförnu hefur
verið lögð á það áhersla að hraða
þeirri þróun. Almenn notkun á líf-
kennaupplýsingum mun stuðla að
auknu öryggi. Ísland er virkur þátt-
takandi í þessari þróun á grundvelli
Schengen-samstarfsins.
Þrýstingur á landamæri Evrópu
og þar með talið Íslands mun að
öllum líkindum aukast enn frekar
á næstu árum. Með aðild Íslands
að Schengen-samstarfinu er það
tryggt að við stöndum ekki ein
þjóða frammi fyrir áskorunum
framtíðarinnar.
Öryggisógn og þátttaka
Íslands í Schengen-samstarfinu
Fyrir frekar löngu síðan bjó ég í lítilli stúdíóíbúð og þar bjó við hliðina fullorðin kona. Ég heim-
sótti hana daglega og fór fyrir hana í
útréttingar því hún treysti sér ekki út
úr húsinu ein síns liðs. Systir hennar
sem var ennþá spræk kom stundum
í heimsókn og þá tókum við gömlu
konuna á milli okkar, fórum á krá og
þær fengu sér hvítvínsglas og höfðu
frá mörgu að segja.
Gamla konan átti lítinn páfagauk
og sá var henni ómetanlega góður
félagi. Hann var mjög gæfur, sat oft á
öxl hennar og nartaði í eyrnasnepil-
inn. Eða hann trítlaði yfir borðið og
reyndi að smakka á því sem hún var
að borða. Hann kunni líka að tala
smávegis og það vakti alltaf mikla
lukku. En svo dó litli vinurinn einn
daginn – það var rétt áður en ég var
að flytja. Gamla konan grét mikið og
var óhuggandi. Seinna þegar ég var
komin í annað húsnæði vildi ég heim-
sækja hana en þá var mér tjáð að hún
hefði skyndilega látist skömmu áður.
Þann 9. nóvember var grein í
Fréttablaðinu þar sem er sagt frá
Sigurbjörgu Hlöðversdóttur sem býr
í Hátúni 10. Hún á lítinn hund, en
hundahald er ekki leyft í blokkum
Öryrkjabandalagsins í Hátúni. Henni
er gert að flytja þaðan ef hún lætur
ekki hundinn frá sér. Þvílík grimmd!
Að vilja ræna frá henni besta (og
Viðhorf til gæludýra
kannski einasta) félaga sínum. Og
skýla sér bak við einhverjar ósveigjan-
legar og sálarlausar reglur. Þessa kona
hefur líklega sinnt sínum hundi mjög
vel. Margt gamalt fólk er félagslega
einangrað og hefur svo gott af því að
hafa einhvern hjá sér, þótt sá sé bara á
fjórum fótum, með fjaðrir eða annað.
En svo hlýtur að vera allt í lagi að
menn sem búa í einbýli fái sér alls
konar dýr, sama hvort þeir hugsa
um þau nógu vel. Hundar til dæmis
þurfa að komast út að hreyfa sig. Þeir
eru félagsverur og þeim líður illa að
vera skildir eftir frá morgni til kvölds.
Áður en menn fá sér gæludýr þarf að
athuga hverjar þarfir þeirra eru. Dýr
eru ekki leikföng!
Ábyrgð á lifandi veru
Í minni bernsku úti í Þýskalandi var
alltaf talsvert af dýrum á heimilinu
enda bjuggum við úti í sveit. Við
áttum ketti, hunda, kanínur, hænur
og skjaldböku. Svo langaði mig svo
mikið í naggrís að ég ákvað að gefa
mömmu minni einn slíkan í afmælis-
gjöf. Mamma mín táraðist af hlátri.
En pabbi minn var ákveðinn eins og
alltaf þegar nýr íbúi bættist við í dýra-
safnið: „Ef þið sinnið þessu dýri ekki
eins og skyldi þá fer það samstundis!“
Við lærðum þannig að bera ábyrgð á
þeim dýrum sem við áttum. Ég held
að það geri börnunum gott að alast
upp með dýrum og læra að þau hafa
sínar þarfir eins og við.
Nú er stutt til jóla. Þá dettur
sumum foreldrum í hug að gefa
krökkunum lifandi dýr. Krúttlegan
hvolp, sætan kettling, mjúka kanínu,
hamstur eða annað. Það mun vekja
lukku, ekki spurning. En svo tekur
hvunndagurinn við. Það þarf að
hreinsa kattarkassann, kanínu- eða
hamstrabúrið. Það þarf að fara út með
hundinn. Stundum er þörf á að fara til
dýralæknis og það kostar. Og svo er
það sumarfríið. Hvert á að fara með
dýrin? Það er dýrt að fara með þau á
katta- eða hundahótel. Og allt þetta
vesen með þetta yfirhöfuð. Krúttlegi
kettlingurinn er orðinn fullorðinn,
það þarf að gera hann ófrjóan. Setjum
hann frekar út og gleymum honum.
Er ekki bara allt í lagi að henda kanín-
unni út í skóg, hún mun spjara sig?
Gott fólk, hugsið ykkur tvisvar um
áður en þið fáið ykkur dýr á heimilið.
Það fylgir þessu ábyrgð á lifandi veru
í mörg ár. Dýr eru ekki leikföng en
geta verið lífsfylling fyrir einsamalt
og gamalt fólk.
Úrsúla
Jünemann
kennari á eftir
launum og
leiðsögumaður Dýr eru ekki leikföng en geta
verið lífsfylling fyrir einsam-
alt og gamalt fólk.
Einar Mäntylä
framkvæmda
stjóri Auðnu,
undirbúnings
félags um
stofnun tækni
veitu fyrir Ísland
Nú þurfa stjórnvöld að koma
að fjármögnun og rekstri
sjálfrar brúarinnar svo
hún standi ávallt opin fyrir
umferð. Þetta eru nauðsyn-
legir innviðir nýsköpunar í
landinu til að hindra að tæki-
færin skolist ekki á haf út
fyrir augum okkar. Lokum
hringveginum!
Jón Pétur
Jónsson
aðstoðaryfirlög
regluþjónn hjá
lögreglustjór
anum á Suður
nesjum
Ísland er þátttakandi í
margvíslegum aðgerðum
Evrópusambandsins sem
miða að því að draga úr
öryggisógninni og efla landa-
mæravörsluna á grundvelli
Schengen-samstarfsins.
Skelfileg en falleg saga,
full af sársauka og átökum,
elskusemi og æðruleysi.
HÞ/Morgunblaðið
E INRÓMA
LOF
Verkfæralagerinn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæri í miklu úrvali
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
METABO Bútsög
KS216
Verðmætaskápar
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
16.995
frá 4.995
17.995
1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
1
6
-1
1
-2
0
1
7
0
5
:4
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
B
-5
5
6
4
1
E
3
B
-5
4
2
8
1
E
3
B
-5
2
E
C
1
E
3
B
-5
1
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K