Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 28
Eyjamenn fyrstir til þess að leggja FH að velli í vetur Alvöru hasar. Stórleikur FH og ÍBV í gær stóð algjörlega undir væntingum. Var frábær skemmtun og æsispennandi allt til enda. FH-ingar voru búnir að vinna alla átta leiki sína í deildinni þar til í gær er þeir urðu að sætta sig við tap fyrir frábæru liði ÍBV sem sýndi sínar bestu hliðar. Fréttablaðið/ernir SArA á SkotSkónum Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka Wolfsburg í gær er liðið komst í átta liða úrslit í Meistaradeild- inni. Liðið gerði þá 3-3 jafntefli við Fiorentina en vann einvígi liðanna, 7-3. Sara kom af bekknum á 70. mínútu og var búin að skora aðeins einni mínútu síðar. Glódís Perla Vig- gósdóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård eru aftur á móti úr leik eftir 0-1 tap fyrir Chelsea. Chelsea vann rimmuna 4-0 saman- lagt. Undankeppni EM 2019 Slóvakía - Ísland 78-62 Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 22, Hildur Björg Kjartansdóttir 9, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9, Thelma Dís Ágústsdóttir 8, Emelía Gunnarsdóttir 4, Sandra Þrastar- dóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 3. Þetta var annar leikur Íslands í undankeppninni og báðir hafa tapast. Stelpurnar voru lengi vel inni í leiknum en byrjuðu síðasta leik- hlutann mjög illa og náðu aldrei að koma til baka eftir það. Nýjast Í dag 17.50 Valur - ÍbV Sport 2 18.30 PGS rSM Classic Golfstöðin 19.00 Kr - Haukar Sport 19.00 lPGa CMe Globe Sport 4 Domino’s-deild karla: 19.15 Höttur - Keflavík Egilsst. 19.15 Kr - Haukar DHL-höllin 19.15 Stjarnan Þór ak. Ásgarður 19.15 Ír - Valur Hertz-h. 19.15 tindastóll - Þór Þ. Sauðárkr. Olís-deild kvenna: 18.00 Valur - ÍbV Valshöll 19.30 Selfoss - Fjölnir Selfoss Coca-Cola-bikar kvenna afturelding - Haukar 15-22 Ír - Víkingur 34-27 HK, KA/Þór, Stjarnan, ÍBV, Fjölnir, ÍR og Haukar eru komin í 8-liða úrslit. Stjörnukonur Í tékklAndi Stjarnan mætir í kvöld Slavia Prag í síðari viðureign liðanna í 16-liða úr- slitum Meistaradeildar Evrópu kvenna. Leikurinn fer fram ytra en þeim fyrri lauk með 2-1 sigri tékknesku meistaranna á Samsung-vellinum í Garðabæ í síðustu viku. Stjarnan getur orðið fyrsta íslenska liðið til að komast í 8-liða úrslit keppninnar eftir að núverandi fyrir- komulag var tekið upp. Íslenskum liðum hefur áður tekist að fara svo langt í forverum keppninnar. Golf „Ég skal fúslega viðurkenna það, að ég sá þetta ekki fyrir í byrjun árs en þetta er svo flottur árangur hjá henni,“ segir Karen Sævars- dóttir, sigursælasti kvennakylfingur Íslands, um Ólafíu Þórunni Kristins- dóttur en hún hefur leik á lokamóti LPGA-mótaraðarinnar klukkan 15.20 að íslenskum tíma í dag. Aðeins 82 efstu kylfingar móta- raðarinnar fá boð í CME Group Toure Championship eins og það heitir á enskunni en það fer fram á Flórída í Bandaríkjunum. Þeir kylfingar sem komast á mótið eru jafnframt öruggir með fulla aðild að mótaröðinni á næsta ári. „Það sem hún hefur gert svo vel er að spila sig inn á mótin á loka- metrunum. Það er bara frábært og sýnir að þó okkur finnist skorið hjá henni ekki alltaf það besta er það á Hún kemur ekki lengur á óvart Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilar á lokamóti LPGA-mótaraðarinnar sem hefst í dag. Staðfesting á frábærri spilamennsku á þessu ári. Ungur kylfingur vann lokamótið í fyrra þannig að allt getur gerst. meðal þeirra bestu á hverjum tíma. Hún er að spila vel undir pressu en það eru margir sem eiga það til að brotna undan pressunni. Þetta er þannig mót að ef hún kæmist ekki fengi enginn annar boð. Þetta er bara fyrir þær bestu,“ segir Karen sem mun lýsa mótinu á Golfstöð- inni. bara á bleiku skýi Ólafía er nú þegar búin að spila á 25 mótum á mótaröðinni, þar af þremur af fimm risamótum ársins sem er svakalega gott fyrir nýliða. „Hún hefur verið svo öflug undir lokin eins og núna á síðustu mót- unum þar sem hún keppti á fjórum af fimm mótunum sem voru í Asíu. Það er alveg frábært og ég hef bara mikla trú á henni núna,“ segir Karen sem þorði ekki að vera svona bjart- sýn í byrjun árs. „Ef þú hefðir spurt mig þegar þetta allt saman byrjaði hvort Ólafía væri að fara að spila í Asíusveiflunni og á lokamótinu hefði ég átt erfitt með að segja það. Ekki nema bara svífandi á einhverju bleiku skýi. En hér er hún, stjarnan okkar, og það er bara frábært. Hún er að spila með bestu stelpunum.“ Ólafía hefur verið að spila undir mikilli pressu undanfarið og staðið sig vel. Mun hún njóta sín undir minni pressu eða er hún orðin vön mikilli pressu, að mati Karenar? „Bæði og. Maður vill alltaf vera hógvær með væntingarnar en mér finnst það afrek þó að hún verði í neðri hlutanum,“ segir Karen. Þorir að vona Alls eru 250 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé á lokamóti LPGA- mótaraðarinnar og sigurvegarinn tekur heim 65 milljónir. Þetta er hæsta verðlaunaféð á mótaröðinni ef undan eru skilin risamótin fimm. Alls hefur Ólafía þénað 22 milljónir króna í verðlaunafé á mótunum 25 og hún getur bætt ríkulega í sarpinn um helgina gangi allt vel. Karen stillir væntingum sínum í hóf en bendir á eina staðreynd um mótið. „Í fyrra vann þetta tvítug ensk stelpa sem heitir Charley Hull. Það var og er hennar eini sigur á LPGA- mótaröðinni. Þetta er stelpa sem hefur bara slegið í gegn í Solheim- bikarnum en er engin stórstjarna þannig að augljóslega er allt hægt,“ segir Karen. „Ég er alls ekki að segja að Ólafía sé endilega að fara að vinna mótið en ég er hætt að kippa mér upp við það þegar hún stendur sig vel. Hún kemur mér ekki lengur á óvart. Maður verður bara að bíða spenntur þar til þetta hefst og vona það besta en það er allt hægt“ segir Karen Sævars dóttir. tomas@365.is Ég er alls ekki að segja að Ólafía sé endilega að fara að vinna mótið en ég er hætt að kippa mér upp við það þegar hún stendur sig vel. Karen Sævarsdóttir olís-deild karla FH-ÍbV 33-34 FH: Gísli Kristjánsson 7, Einar Eiðsson 7, Óðinn Ríkharðsson 5, Ásbjörn Friðriksson 4. ÍbV: Kári Kristján Kristjánsson 10, Theodór Sigurbjörnsson 10, Agnar Smári Jónsson 4, Róbert Hostert 4, Sigurbergur Sveins 3. efst FH 16 Valur 15 ÍBV 14 Haukar 13 Stjarnan 11 Selfoss 10 neðst Fram 8 Afturelding 7 ÍR 6 Fjölnir 3 Víkingur 3 Grótta 2 Full búð af nýjum vörum! Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34 Síðan 1918 1 6 . n ó v E M b E r 2 0 1 7 f I M M T U D A G U r28 S p o r T ∙ f r É T T A b l A ð I ð sport 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 B -A 4 6 4 1 E 3 B -A 3 2 8 1 E 3 B -A 1 E C 1 E 3 B -A 0 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.