Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 36
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: AFS á Íslandi Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Árið 1957, þegar Elvis Presley var upp á sitt besta, Hand-knattleikssamband Íslands var stofnað, Brekkukotsannáll Halldórs Laxness kom út og Pálmi Gestsson leikari fæddist, voru AFS samtökin stofnuð á Íslandi. Alþjóðasamtök AFS eru raunar mun eldri en svo því það voru bílstjórar sjúkrabíla í fyrri heim- styrjöldinni sem stofnuðu þau upphaflega. Í grunninn eru AFS samtök sjálfboðaliða sem trúa því að menningarlæsi sé lykillinn að heimsfriði. Hvorki meira né minna. En það hefur margt breyst á 60 árum og að svo mörgu leyti. Það er í raun ógjörningur að telja það upp hér. Það er þó enn sem fyrr þetta sama markmið sem drífur AFS áfram og þörfin líklega aldrei meiri en nú. Það sem ég er einna stoltust af í starfi samtakanna hér á Íslandi, fyrir utan að eiga frábæran hóp sjálfboðaliða, dásamlegt starfsfólk og þann kærleika sem einkennir samtökin, þá er það sú staðreynd að við vöndum okkur við að hafa fjölbreytni í sendingu og hýsingu, þ.e. að nemarnir okkar íslensku fari til sem flestra landa og þeir nemar sem við tökum að okkur komi frá sem flestum löndum. Þannig kynn- umst við best umheiminum og aukum sannarlega skilning á milli menningarheima. Í tilefni af þessum 60 viðburða- ríku árum AFS á Íslandi stöndum við fyrir hátíðahöldum í Perlunni þann 2. desemer nk. og hvet ég alla þá sem tengst hafa samtökunum einhverjum böndum að skrá sig til leiks í gegnum Facebook-síðu AFS á Íslandi. Ég hlakka óskaplega mikið til að sjá sem flesta AFS-ara samankomna til að fagna þessum stóra áfanga! AFS á Íslandi 60 ára  AFS eru alþjóðleg, sjálfstæð félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. AFS er opið samfélag skipti- nema, fjölskyldna og sjálfboðaliða sem vinna markvisst að því að tengja saman menningarheima. Samtökin bjóða upp á námstæki- færi tengd menningarlæsi þar sem hægt er að öðlast þá þekkingu, færni og skilning sem þarf til að vinna að réttlátari og friðsamari heimi. Samtökin bjóða upp á fjölbreytt skiptinám í yfir 40 löndum, víðs- vegar um heim: l Sumarnámskeið (13-18 ára) l 3 mánaða dvöl (15-18 ára) l Hálfsárs dvöl (15-18 ára) l Heilsárs dvöl (15-18 ára, 18+) Fjölbreytt flóra sjálfboðaliða tekur þátt í skemmtilegu starfi og gefst tækifæri til að efla leiðtogafærni með raunþjálfun og námskeiðum, koma á fót samfélagsverkefnum og láta til sín taka. AFS vinnur einnig með skólum við að þróa þvermenningar- legar vinnustofur, bekkjaskipta- heimsóknir og margs konar viðburði sem auðga allt skólasamfélagið. Þar sem AFS er ekki einkafyrir- tæki er aldrei greiddur út arður í neinu formi og allir fjármunir fara því í verkefni sem stuðla að því að auka skilning á milli menningar- heima. Heimurinn bíður þín!  Í tilefni af 60 ára afmæli AFS verður blásið til veislu í Perlunni laugar- daginn 2. desember kl. 20.00. Nú er kjörið tækifæri til að mæla sér mót við árganginn sinn eða hitta gamla vini úr starfsemi AFS og rifja upp góða tíma! Miðaverð er 4.000 kr. á mann og boðið verður upp á léttar veitingar. Skráning fer fram á Facebook-síðu AFS á Íslandi og þarf hún að berast fyrir 20. nóvember. Afmælishátíð í Perlunni  Halldóra Guðmundsdóttir, formaður AFS. Rafræn Nafnleysa Skráðu þig á póstlista AFS og fáðu fréttabréf- ið okkar, Nafnleysu, sent í tölvupósti! Skráning á info-isl@afs.is eða www.nafnleysa.org Haukur og Agnes höfðu bæði mikla ánægju af því að verða hluti af nýju samfélagi. MYND/STEFÁN Haukur Harðarson var 16 ára þegar hann fór til Minne-sota í Bandaríkjunum árið 2003 og Agnes Hjaltalín Andra- dóttir var 17 ára þegar hún fór út til Úrúgvæ árið 2016. Þegar Haukur fór út voru samfélagsmiðlar ekki til, en nú er öldin önnur. Þau nutu þess samt bæði að verða hluti af nýju samfélagi og telja að það sé hollt og gott að skilja gamla lífið eftir heima og sökkva sér í eitthvað nýtt. Stórkostlegt og frábært „Þetta var í einu orði sagt stór- kostlegt ár og ég endaði hjá líflegri og yndislegri fjölskyldu,“ segir Haukur. „Þar sem ég hafði æft fót- bolta í meira en 10 ár var ég, hægri bakvörður úr KR, allt í einu besti sóknarmaður á svæðinu og vakti athygli fjölmiðla. Það var algjör- lega ný tilfinning. Þetta ár var allt ótrúlega óraunverulegt og áhyggju- laust.“ Agnes fór til Úrúgvæ til að upp- lifa eitthvað nýtt. „Ég valdi Úrúgvæ af því að mig langaði að læra spænsku og enginn vissi neitt um landið. Þetta er líka fyndið nafn,“ segir hún létt. „Þetta var frábært. Ég fékk bestu fjölskylduna í Úrúgvæ og var ótrúlega heppin.“ Engir samfélagsmiðlar „Þegar ég var úti voru engir sam- félagsmiðlar og ég var ekki með síma á mér,“ segir Haukur „Ég man að ég þurfti að kaupa mér síma- kort með mílulangri talnarunu til að hringja heim og maður gerði það í mesta lagi einu sinni í viku. Svo talaði ég við vin minn sem var líka í skiptinámi annars staðar í Bandaríkjunum kannski einu sinni í viku. Þetta voru einu samskiptin sem maður hafði á íslensku. Annars var maður bara hluti af þessu samfélagi. Þetta var þitt líf þarna og áreitið var mikið minna en ég hugsa að það sé í dag. Ég get ímyndað mér að í dag sé Ísland miklu nær manni. Það er alltaf allt í beinni. Þú varst bara þarna og fékkst frið til þess, sem var rosalega þægilegt. Ég man að ég hélt úti bloggsíðu á þessum tíma, bæði fyrir mig og aðra. Það var aðallega til að leyfa fólki að fylgjast með mér,“ segir Haukur. „Maður skrifaði heilu rit- gerðirnar allt árið því það var svo mikið á seyði. Svo skrifaði ég eitt bréf sem bróðir minn las upp fyrir fjölskylduna á aðfangadagskvöld.“ Hefði viljað meiri einangrun Agnes segir að hún hafi hringt heim að minnsta kosti einu sinni í mánuði. „Mamma vildi það og svo átti ég líka nýfædda systur þegar ég fór út, sem var auka ástæða til að hafa samband,“ segir hún. „En svo á ég bæði fjölskyldu hér og í Danmörku svo ýmis skyldmenni vildu tala við mann. Maður var bara að reyna að lifa sínu lífi þarna úti en svo vildi fólkið heima alltaf sjá hvað maður var að gera. Það var indælt og auðvitað er æðislegt að geta haft samband, en þetta var stundum svolítið erfitt þegar maður var að reyna að einbeita sér að lífinu úti.“ „Ég hefði miklu frekar viljað gera þetta þegar maður hringdi kannski bara á jólum og sendi kannski einhver bréf og búið,“ segir Agnes. „Þá er þetta miklu meira alvöru. Ég hefði viljað vera meira einangruð. Ég er samt örugglega í miklum minnihluta með þá skoðun. En þetta er bara eins og með samskipti á netinu yfirhöfuð, þetta er mjög mikill kostur og ókostur,“ segir Agnes. „Það var mjög skemmtilegt að fara einn út, verða hluti af samfélaginu þar og vera ekkert að að pæla í því sem er að gerast heima hjá Íslandi.“ Lærðu mikið Haukur og Agnes segjast bæði mæla með AFS-skiptinámi fyrir alla. „Maður lærir svo ótrúlega margt,“ segir Haukur. „Ég lærði æðruleysi, ég lærði að meta Ísland og það var frábært að kynnast fólkinu úti. Svo er ótrúlega gaman að verða góður í ensku. Það er um að gera að drífa sig út.“ „Það þurfa eiginlega allir að upp- lifa þetta,“ segir Agnes. „Ég mæli með að fara út úr lífinu á svona fimm ára fresti. Fara eitthvert annað, svo maður sjái lífið frá öðru sjónarhorni. Það er mjög hollt. Ég lærði auðvitað spænsku en ég lærði líka betur að vera ég sjálf.“ Það þurfa eiginlega allir að upplifa þetta. Fara eitthvert annað, svo maður sjái lífið frá öðru sjónarhorni. Það er mjög hollt. Ég lærði auðvitað spænsku en ég lærði líka betur að vera ég sjálf. AFS á Íslandi býður upp á skiptinám í yfir 40 löndum 2 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . N óV E M B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U RAFS Á ÍSLANDI 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 B -6 4 3 4 1 E 3 B -6 2 F 8 1 E 3 B -6 1 B C 1 E 3 B -6 0 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.