Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 37
Jóhanna Gréta Hafsteins- dóttir fór til Ítalíu 2014 Ég fór í skiptinám innan Evrópu í eina skólaönn í gegnum AFS-prógramm sem kallast ECTP. Það er mikið á því að græða þótt það sé bara þrír mánuðir. Fyrir mér var þetta svo sannarlega betra en ekki neitt. Á svo stuttum tíma nær maður kannski ekki tungumálinu full- komlega en reynslan sem ég fékk út úr því að standa á eigin fótum og kynnast nýju fólki er dýrmæt. Ég bjó heima hjá ítalskri fjölskyldu og sótti skóla með jafnöldrum mínum. Í enda dvalarinnar er farið á stórt sameiginlegt námskeið um Active Citizenship sem haldið er í Brussel. Maður fær því að heim- sækja tvö lönd. Á námskeiðinu hittast allir ECTP-nemarnir víðs vegar að úr heiminum og læra hvernig má verða virkari í sam- félaginu og leggja sitt af mörkum. Við fengum að ferðast um Brussel og skoðuðum Evrópuþingið, stóra fundarsalinn og safn um Evrópu- sambandið. Þetta er hreinlega besta ákvörðun sem ég hef tekið og ég mæli hiklaust með þessu.“ Hverjir eru kostir ECTP?  Hollvinir AFS á Íslandi er styrktarsjóður sem stofn-aður var árið 2013 með það að markmiði að styrkja nemendur til þátttöku í nemendaskiptum AFS. „Styrkveitingar Hollvina skipta suma einstaklinga sem koma frá efnalitlum heimilum afar miklu, en einnig eru veittir styrkir til nemenda sem hafa sýnt framúr- skarandi árangur í námi, listum eða íþróttum. Þannig aðstoða Hollvinir efnileg ungmenni í því að láta drauminn sinn um skiptinám rætast,“ segir Erlendur Magnússon formaður Hollvina. Umsækjendur um skiptinema- dvöl hjá AFS geta sótt um styrk hjá Hollvinum. Á fyrstu fjórum starfs- árum Hollvina hefur sjóðurinn veitt 42 skiptinemum námsstyrki vegna lengra og skemmra skiptináms, en heildarstyrkveitingar á tímabilinu nema rúmlega 9 milljónum króna. Sjóðurinn er m.a. fjármagnaður með árlegum framlögum hollvina, ávöxtun höfuðstóls og gjöfum frá gömlum AFS-urum. Hollvinir hittast árlega á aðalfundi sjóðsins og hefur þar myndast skemmtilegur vett- vangur eldri AFS-ara til að eiga sam- skipti í góðra vina hópi og treysta tengslanetið. Aðild að Hollvinum er því gullið tækifæri fyrir fyrrverandi skiptinema til að halda tengslum við AFS og fylgjast með því sem þar er að gerast hverju sinni, samhliða því að leggja starfseminni lið með hóflegu fjárframlagi. Áhugasamir geta sent inn beiðni um inntöku til skrifstofu AFS á Íslandi á netfangið info-isl@afs.org. Aðstoða við að láta drauminn um skiptinám rætast „AFS leggur mikla áherslu á menningarlæsi og hvernig hægt sé að byggja upp friðsöm samfélög þar sem fólk hefur jöfn tækifæri í lífinu,“ segir Alma Dóra. Skiptinám er ómetanleg lífs-reynsla sem maður býr að alla ævi. Ég lærði nýtt tungumál, kynntist nýrri menningu og fékk tækifæri til að kynnast sjálfri mér betur um leið og ég lærði margt um menningarlæsi,“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir en þegar hún var 17 ára fór hún sem skiptinemi á vegum AFS til Ítalíu og hefur verið sjálf- boðaliði hjá AFS síðan. „Ég bjó í ítölsku fjallaþorpi í tæpt ár og varð hluti af ítalskri fjölskyldu. Ég gekk í ítalskan menntaskóla og komst mjög vel inn í samfélagið sem ég lifði og hrærðist í. Ég lifði í raun sama lífi og dæmigerður ítalskur menntaskólanemi. Þessa reynslu er ekki hægt að öðlast nema vera partur af samfélaginu. Það stækkar þægindahringinn verulega að vera skiptinemi og gefur manni kost á að læra eitthvað nýtt. AFS hefur þá sér- stöðu að skiptinemarnir búa inni á heimilum og fá fræðslu frá reyndum sjálfboðaliðum en þannig aðlagast þeir nýju landi miklu fyrr og betur en ella,“ segir Alma brosandi. Hún mælir hundrað prósent með skiptinámi á vegum AFS. „Það er risastór áskorun, oft erfið, en maður kemur sterkari til baka og búinn að stækka heiminn hundrað- falt með því að stíga aðeins út fyrir þægindarammann. Maður öðlast líka dýrmætt tengslanet, sem er ómetanlegt.“ Í sumar sat Alma svokallað VSS- þing en það stendur fyrir Volunteer Summer Summit og er sjálfboðaliða- sumarmót á vegum AFS. „AFS leggur mikla áherslu á menningarlæsi og hvernig hægt sé að byggja upp friðsöm samfélög þar sem fólk hefur jöfn tækifæri í lífinu. Í sumar komu saman 100 sjálfboðaliðar á vegum AFS þar sem þessi málefni voru rædd frá ýmsum sjónarhornum í heila viku. Þingið var haldið á Íslandi að þessu sinni. Að loknu þingi fóru sjálfboðaliðarnir heim með ákveðnar hugmyndir um hvernig hægt er að styðja við jöfn tækifæri í sínu eigin samfélagi.“ Sjálfboðaliðar AFS vinna því ekki einungis að skipulagi skiptináms heldur margs konar fræðslutæki- færum tengdum menningu og mál- efnum sem stuðla að því að skapa réttlátari og friðsælli heim. Það geta allir orðið sjálfboðaliðar hjá AFS og Alma mælir hiklaust með því að allir sem hafa áhuga hafi samband við AFS og taki þátt í starfinu.  Sjálfboðaliðar AFS vinna að réttlátari og friðsælli heimi Stjórn Hollvina AFS á Íslandi: Þorvarður Gunnarsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir og Erlendur Magnússon. PEACE Project er nýtt sam- starfsverkefni á milli Evrópu- og Asíulanda AFS en skammstöfunin stendur fyrir Peace in Europe and Asia through Global Citi- zenship Education. Markmiðið er að búa til sjálfbært þriggja mánaða prógramm milli Asíu og Evrópu. Fyrstu PEACE-nemarnir fara frá Asíu til Evrópu í lok janúar 2018 og mun dvöl þeirra enda á námskeiði í Brussel í Belgíu. Fyrstu nemarnir frá Evrópu fara svo haustið 2018 til Asíulanda og enda sína dvöl á námskeiði í Kúala Lúmpúr í Malasíu. Áætlað er að á fyrsta árinu muni Ísland hýsa einn nema og senda einn. Frá Asíu til Evrópu  Jóhanna Gréta, lengst til hægri, ásamt vinkonum. KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 1 6 . n óv e m b e r 2 0 1 7 AFS á ÍSLANDI 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 B -6 4 3 4 1 E 3 B -6 2 F 8 1 E 3 B -6 1 B C 1 E 3 B -6 0 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.