Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 4
FRAKKLAND Airbnb-heimagistingin hefur ákveðið að frá og með 2018 megi ekki leigja út heilar íbúðir í fjórum hverfum miðborgar Parísar lengur en í 120 nætur á ári. Ákvörð- unin var tekin eftir að borgaryfir- völd höfðu margsinnis hert reglur um útleigu til þess að takmarka brask. Í mörgum stórborgum Evrópu hafa braskarar keypt íbúðir mið- svæðis til þess að leigja ferðamönn- um. Afleiðingarnar eru sagðar snar- hækkun íbúðaverðs. – ibs Airbnb boðar takmarkanir á útleigu í París Koma á í veg fyrir brask með íbúðir í París. NORDICPHOTOS/AFP HeiLbRigðismáL Íslendingar á bið- lista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líf- færaígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskóla- sjúkrahússins í Svíþjóð í nóvem- ber í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. Ófremdarástand var í þessum málaflokki í fyrra þar sem aðeins ein aðgerð hafði verið framkvæmd þegar teymið óskaði eftir fundi með fulltrúum sjúkrahússins til að krefj- ast skýringa. Það skilaði sér í því að algjör viðsnúningur hefur orðið í ár. „Við vorum óánægð með hversu fá nýru við vorum að fá úti í Gauta- borg því við höfðum verið að gefa heilmikið af nýrum í verkefnið. Þeir brugðust mjög vel við og árangurinn talar sínu máli,“ segir Runólfur Páls- son, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðslu- teymis Landspítalans. „Allir íslensku einstaklingarnir á biðlistanum voru settir í forgang og það hafa verið níu nýrnaígræðslur frá látnum gjöfum í Gautaborg á þessu ári. Á sama tíma hafa verið átta frá lifandi gjöfum þannig að þetta hafa verið 17 ígræðslur alls og það er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið á einu ári.“ Samstarfið sem um ræðir er undir merkjum ígræðslustofnunarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líf- færabanka. Líffæri sem Íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska-háskóla- sjúkrahúsinu í Svíþjóð, sem er sam- starfssjúkrahús verkefnisins. Að meðaltali höfðu Íslendingar verið að fá um fimm til sex nýrna- ígræðslur á ári í gegnum samstarfið, átta árið 2015 en síðan aðeins eina í fyrra.  Fundurinn virðist því hafa verið mikilvægur vendipunktur. „Samt sem áður eru enn ellefu Íslendingar á biðlistanum í Gauta- borg sem sýnir hvað þörfin er mikil. Svo erum við með í kringum 15 einstaklinga í undirbúningi fyrir nýrnaígræðslu frá lifandi gjafa sem gerðar eru á Landspítalanum. Þannig að það er eins gott að það var hægt að bregðast við þessu.“ – smj Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu 9780997895810_GNSRG_FIN_6.0_12_6_16.indd 2 12/6/16 9:42 AM LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 Bók sem hefur slegið í gegn um allan heim – loksins á íslensku! Sögur sem efla, fræða og fylla okkur bjartsýni – fyrir alls konar stelpur „Kvöldsögur sem skipta prinsessum út fyrir konur sem breyttu heiminum.“ HUFFINGTON POS T FRÁBÆRAR FYRIRMYNDIR KATAR Arabísku flugfélögin Qatar Airways og Emirates, sem fara ört stækkandi, sárvantar flugmenn. Þau reyna nú að lokka danska flugmenn til sín með háum greiðslum. Samkvæmt frétt á vef Berlingske getur danskur flugmaður sem flytur til Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna eða Katar þénað yfir eina milljón danskra króna á ári skattfrjálst eða um 16,5 milljónir íslenskra króna. Fulltrúi félags danskra flugmanna segir danska flugmenn duglega og að mikil eftirspurn sé eftir þeim. Mörg hundruð danskir flugmenn séu við störf í fjölda landa. – ibs Flugfélög á hausaveiðum sAKAmáL Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðal- meðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maður- inn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Sam- starfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svo- kallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslu- töku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfs- maður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að bátur- inn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síð- ustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó sam- stundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þenn- an dag sagði fyrir dómi að á malar- planinu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malar- planið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið. – vdó Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maður- inn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Eiginmaður og sonur konunnar voru hætt komnir. Slysið átti sér stað við Jökulsárlón í ágúst 2015. Skipstjórinn var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. FRéTTAblAðIð/PJeTuR Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos. Þyrluflugmaður sem flaug með kanadísku fjölskylduna Runólfur Pálsson. 1 6 . N ó v e m b e R 2 0 1 7 F i m m T U D A g U R4 F R é T T i R ∙ F R é T T A b L A ð i ð 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 B -5 F 4 4 1 E 3 B -5 E 0 8 1 E 3 B -5 C C C 1 E 3 B -5 B 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.