Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 22
Það er alveg kolröng niðurstaða að kenna krónunni um hrun og okurvexti hérlendis, eins og Baldur Pétursson viðskiptafræðingur gerir í grein í Fréttablaðinu fyrsta nóv- ember 2017 á bls. 18 og ber heitið: „Kostnaðarsamur og hættulegur gjaldmiðill“, þó alls ekki skuli gert lítið úr hve stórar fjárhreyfingar til og frá landinu geta valdið hér mikl- um skaða með skaðlegum sveiflum í gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum með bylgju- hreyfingum um allt hagkerfið og ýmsum kostnaði fyrir markaðsaðila, heimilin og fyrirtækin, stofnanir og hagsmunasamtök, stjórnvöld og sveitarstjórnir. Slíkar skaðlegar hreyfingar jafn- gilda efnahagsárás á okkar þjóðar- gjaldmiðil, hagkerfi, land og þjóð og þarf því að taka á samsvarandi, sbr. t.d. þjóðhagsvarúðartæki Seðla- bankans sem loksins loksins varnar- viðbúnað gegn slíkum árásum sem valda miklum óþarfa kostnaði. Baldur nefnir ýmsar afleiðingar hrunsins þegar krónan hrundi niðrúr en segir fátt um orsakir, þ.e. viðskiptalega greiningu skortir, því það er gjaldeyrisskorturinn í kjölfar siðblindra viðskiptaákvarðana sem fellir bankakerfið með þeim hrika- legu afleiðingum sem flestir þekkja, ekki krónan. Bankaúlfar og meðvirk stjórnvöld, meðvirkir stjórnendur og meðvirkir sérfræðingar komust upp með það í allt of langan tíma að ofurskuldsetja bankana í erlendum gjaldmiðlum, einkum dollar og evru. Það er rót bankahrunsins. Ósjálfbær skulda- söfnun í erlendum gjaldeyri. Icesave var glæfraleg tilraun til að safna erlendum gjaldeyri með lof- orði um hávexti til þess að greiða af þessum erlendu ofurskuldum sem að lokum námu um tífaldri eða tólf- faldri þjóðarframleiðslu Íslands, eftir því við hvaða forsendur er miðað. Þegar greiningaraðilum erlendis verða loksins ljós fyrir alvöru þessi súperósköp, Lehmanbræður fallnir, vafningasölubullið upplýst og veð- köll dynjandi um alla jörð, þá er ein- faldlega lokað lánalínum í erlendum gjaldeyri á íslensku bankana og þar á ofan lokað á ríkisvaldið og Seðla- bankann af ríkissjóðum og seðla- bönkum Evrópu, Bretlands og Bandaríkjanna, sem átta sig á að á Íslandi er greinilega alls ekki allt eins og það á að vera; en bjóða ráð og áfallahjálp með góðvild í fyrstu, sem af einhverjum orsökum er ekki þegin í einhverju efristéttarmikil- mennskubrjálæðiskasti sem af og til grípur landann. Útlent fólk með viti treysti sér sem sagt ekki lengur til að taka þátt í þessu endemis bulli bankaúlfanna undir staurblindu auga ríkisvaldsins þar sem úlfarnir beinlínis gera út á stærilætið, minnimáttarkennd, með- virkni og vanþekkingu. Af þessu leiddi gjaldeyrisskort til að mæta erlendum skuldbindingum sem í framhaldi eru gjaldfelldar og þegar ljóst er að nægar greiðslur verða ekki tiltækar né bakhjarl til þrauta vara, þá falla bankarnir. Það er ekki krónunni að kenna. Það er að kenna ofurskuldsetningu í erlendum gjaldmiðlum undir nefinu á með- virkum eftirlitsaðilum, sérfræðing- um, stjórnendum, embættismönn- um og stjórnmálamönnum. Þrælsfjötrar Okurvaxtastigið hérlendis, með þrælsfjötrum verðtryggingar á íbúða lánum og námslánum, er ein- faldlega siðblind viðskiptaákvörðun sem ófögur birtingarmynd á skorti á félagsþroska og kemur krónunni lítt við í samhengi utanríkisviðskipta og afleiddrar gengisskráningar þegar lánað er í krónum, greidd eru af í krónum vextir og afborganir og lánið er ótengt erlendum gjaldmiðlum. Ef spurt er af hverju við borgum íbúðirnar okkar þrisvar og fjórum sinnum í gegnum íbúða lánin, miðað við önnur norræn ríki, borgum framhaldsnámið okkar tvisvar og þrisvar sinnum í gegnum náms- lánin, borgum alls kyns jólasveina- þjónustugjöld, innheimtugjöld, stimpilgjöld, lántökugjöld og önnur hvítflibbagjöld, þá er það vegna þess að stjórnvöld, stórfyrirtæki, bankar og lífeyrissjóðir hafa ríkisstyrkta ein- okunaraðstöðu á fjármálamarkaði á Íslandi. Löggilta einokunarverslun. Einokunarverslun sem því miður hefur verið og er enn gjörnýtt eins og mögulegt er til þess að okra á okkur viðskiptavinunum, ekki síst í skjóli samfélagslegs heilaþvottar sem ósjaldan vísvitandi þöggun og sniðganga (sbr. núna málefnalegu stjórnarmyndunarviðræðurnar), órökstuddar fullyrðingar eða yfir- borðsleg umfjöllun, hagsmuna- tengdar úttektir, álit, o.fl., oft með góðri hjálp nytsamra sakleysingja á fjölmiðlunum og miklu víðar sem aldrei virðast átta sig vel á þessari þoku sem alltaf skal þyrlað upp sam- stundis fegrað og blessað járntjald og skjól þessari endemis einokunar- verslun þegar landsmenn þora öðru hvoru að mótmæla hástöfum þessu óþolandi opinbera fjárhagslega ein- elti sem hvergi fær þrifist í okkar nágrannalöndum. Svo einfalt er það. Ósjálfbær skuldsetning og lögvarin einokunarverslun Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta. Þann 17. ágúst sl. birtist grein eftir Þorvald Gylfason í Fréttablað- inu sem bar titilinn: „Rússahatur? Nei, öðru nær.“ Hér fjallar Þorvald- ur m.a. um viðtöl sem Oliver Stone átti við Pútín Rússlandsforseta og í því samhengi verður honum tíð- rætt um þau orð Pútíns að eftir fall Sovétríkjanna hefði sjöundi hver Rússi skyndilega átt heima utan Rússlands. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort Þorvaldur Gylfason sé reiðu- búinn til þess að skilja þetta vanda- mál frá sjónarmiði Rússa – sé reiðu- búinn til þess að setja sig í fótspor þeirra. Dæmi hver fyrir sig – því að orð prófessorsins í þessu sam- hengi eru eftirfarandi: „En hvað með það? Er það vandamál? Er það vandamál í augum Þjóðverja að sjöundi hver þýzkumælandi maður býr í Austurríki og Sviss?“ Mann setur hljóðan við að lesa þetta. Að viti Þorvalds Gylfa- sonar og skoðanabræðra hans eru Rússar slíkt annars flokks fólk að það tekur því ekki einu sinni að svara umkvörtunum þeirra af neinni alvöru. Enda eru rök- semdir prófessorsins ekkert annað en þvaður og kjaftæði – af verstu tegund. Austurríkismenn og Sviss- lendingar eru ekki Þjóðverjar, hafa aldrei verið Þjóðverjar[1] og munu aldrei verða Þjóðverjar. Hins vegar eru íbúar Austur-Úkraínu og Krímskaga Rússar, hafa alla tíð verið Rússar og munu alla tíð vera Rússar. Alvarlegasta ógnin við heims- friðinn er þetta Rússahatur Vestur- veldanna (BNA og ESB). Vegna þess að ef „Við“ – þ.e. Vesturlandabúar – getum aldrei sett okkur í fótspor annarra þá skiljum við ekki 1) að ef íbúar Vestur-Úkraínu eiga rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga í ESB – þá eiga íbúar Aust- ur-Úkraínu líka rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga ekki í ESB heldur sameinast Rúss- landi, 2) að aðfarir Rússa á Krím- skaga voru ekki landvinningastríð, heldur nauðsynleg ráðstöfun til þess að tryggja Rússum yfirráðin yfir Svartahafsflota sínum. Þetta vita ekki þeir sem vilja ekki vita. Og svo er það mál málanna: Hvað mundi gerast ef „Við“ settum okkur í spor Norður-Kóreumanna? Jú – „Við“ mundum þá gera okkur grein fyrir því að ráðamenn í Norður-Kóreu eru fyrst og síðast lafhræddir – eðlilega og ekki að ástæðulausu. Þeir hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að reyna að koma í veg fyrir að mesta herveldi allra tíma geri innrás í land þeirra. Þar af leiðir að það er í rauninni minnsta mál að lægja öldurnar á Kóreuskaga. Það eina sem til þarf er að bjóða Norður- Kóreumönnum frið; þ.e. að breyta vopnahléinu í friðarsamning – og, jú, svo líka hitt, að Bandaríkin og Suður-Kórea hætti vopnaskaki sínu við landmæri Norður-Kóreu. Þessu er hægt að koma í kring á einni viku. Vandamálið er að Bandaríkjamenn vilja ekki frið. En hvers vegna ekki? Hvers vegna vilja Bandaríkjamenn ekki frið á Kóreuskaganum? Jú – ástæðan er sú að þeir vilja ekki setjast að sáttaborði með „ómennunum“ í Norður-Kóreu. Mesta ógnin við friðinn stafar alltaf af því viðhorfi sem telur sig eiga einkarétt á mennskunni. Alvarlegasta ógnin við heims- friðinn er þetta Rússahatur Vestur- veldanna (BNA og ESB) [1] Ég undanskil árin 1938-45 sem Austurríkismenn vilja helst gleyma. Í fótspor annarra Jónas Gunnar Einarsson viðskipta­ fræðingur Þór Rögnvaldsson ellilífeyrisþegi Bankaúlfar og meðvirk stjórnvöld, meðvirkir stjórnendur og meðvirkir sérfræðingar komust upp með það í allt of langan tíma að ofurskuldsetja bankana í erlendum gjaldmiðlum, einkum dollar og evru. Það er rót bankahrunsins. Ósjálfbær skuldasöfnun í erlendum gjaldeyri. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Mosel VIÐ BÚUM TIL DRAUMASÓFANN ÞINN 900 útfærslur, engin stærðartakmörk og 3.000 tegundir af áklæðum 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 B -6 9 2 4 1 E 3 B -6 7 E 8 1 E 3 B -6 6 A C 1 E 3 B -6 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.