Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 48
Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal fauk af grunni og gjöreyðilagðist í aftaka norðan veðri þennan dag árið 1624. Kirkjan var 230 ára gömul en hún var byggð árið 1394. Hún var síðasta kirkju- byggingin á Hólastað fyrir siðaskiptin árið 1550. Kirkjan var kennd við Pétur Nikulásson biskup, sá var danskur mað- ur og var biskup á árunum 1391 til 1411. Hann lét byggja timburkirkju með fram- kirkju, kór og stöpli og tveimur stúkum, hvorri á sinni framhliðinni, skrúðhúsi og kapellu. Á henni voru 38 glergluggar og hefur hún verið ákaflega vegleg dóm- kirkja og með stærstu timburkirkjum í Evrópu á þeim tíma. Hóladómkirkjur hafa alls verið sjö talsins. Eftir að Péturs- kirkjan fauk var byggð kirkja Halldóru Guðbrandsdóttur árið 1627 og síðar núverandi steinkirkja árið 1763. Þ ETTA G E R Ð I ST : 1 6 . N ÓV E M B E R 1 6 2 4 Hóladómkirkja fauk í óveðri Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Gyða Bergs andaðist laugardaginn 11. nóvember á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 17. nóvember kl. 11.00. Jón H. Bergs Magnús Helgi Bergs Klara Zelei Jón Gunnar Bergs María Soffía Gottfreðsdóttir Björn B. Alfreðsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæri Guðfreður Hjörvar Jóhannesson Möðrufelli 1, Reykjavík, lést 10. nóvember sl. Útför hans verður auglýst síðar. Vinir hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Elísar R. Helgasonar Vesturbergi 21. Inga G. Guðmannsdóttir Guðmann Elísson Anne Katrine Hame Valborg Huld Elísdóttir Björn Geir Ingvarsson Úlfhildur Elísdóttir Snæbjörn Tr. Guðnason Elsa Kristín Elísdóttir Gunnar Viggósson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Reynir Sigurðsson áður til heimilis að Skildinganesi 30, lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. nóvember. Svala Thorarensen Ragnheiður H. Reynisdóttir Níels Eyjólfsson Sigurður Reynisson Signý Guðbjartsdóttir börn, barnabörn og langafabörn. Okkar ástkæra Jóhanna Sigurðardóttir frá Leiti, Dýrafirði, lést 5. nóvember á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Svanhildur Árnadóttir Hilmar Jóhannsson Hilmar Daði Hilmarsson Andri Freyr Hilmarsson Jóhann Rafn Hilmarsson Sandra María Filippusdóttir Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigrúnar Sigurgeirsdóttur Flókagötu 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Mánateig Hrafnistu, Brúnavegi 9, Reykjavík, fyrir góða umönnun. Þórdís Ingvarsdóttir Sverrir Guðmundsson Sigrún Sverrisdóttir Kevin Brennan Jón Óskar Sverrisson Erna Sigfúsdóttir Ingvar Þorsteinn Sverrisson Ása Ingólfsdóttir Aðalsteinn Sverrisson Guðný Guðleif Einarsdóttir langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Karlsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. nóvember sl. Útförin fer fram frá Neskirkju 22. nóvember kl. 13.00. Rósalind Alvarsdóttir Karl Alvarsson Guðrún Hannele Henttinen Rebekka Alvarsdóttir Óskar Sigurðsson Edith Alvarsdóttir Óskar Alvarsson Alvar Alvarsson barnabörn og barnabarnabörn. Í dag eru hundrað ár síðan fram-kvæmdum við Gömlu höfnina í Reykjavík lauk. Hafnargerðin hófst þann 8. mars 1913 og lauk svo þann 16. nóvember árið 1917. Elsti hluti hafnarinnar er Ingólfsgarður og lauk gerð hans 1915 en Örfiriseyjar- garður kláraðist 1917. Járnbraut var lögð frá Öskjuhlíð að höfninni til að flytja efni til hafnargerðarinnar. Höfnin skiptist í tvennt – Vesturhöfn og Austurhöfn. Nú til dags fer mesta atvinnustarfsemin fram í Vesturhöfn- inni. Uppskipun úr flutningaskipum var áður í Austurhöfn en fluttist í Sundahöfn árið 1968 enda kom fljótt í ljós eftir síðari heimsstyrjöld að aðstað- an við Austurhöfn væri ófullnægjandi. Austurhöfnin er auðvitað þar sem Harpan stendur meðal annars í dag. Mikið hefur verið um húllumhæ á árinu í tilefni þessara tímamóta. Í allt sumar var boðið upp á gönguferðir fyrir almenning þar sem gengið var um hafnar svæðið undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar. Útbúnir voru þættir á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem var fjallað um hafnir Íslands. Í byrjun mánaðar var opnuð ljósmyndasýning fyrir almenning í Ráðhúsi Reykja- víkur en hún mun standa yfir fram í desember. Í dag verður svo sérstök gönguferð fyrir starfsmenn og hádegisverður. stefanthor@frettabladid.is Gamla höfnin 100 ára Í dag á Degi íslenskrar tungu eru einnig önnur merkileg tímamót en það eru hundrað ár frá því að framkvæmdum við Gömlu höfnina í Reykjavík lauk árið 1917. Þessu seglskipi hefur verið komið haganlega fyrir uppi í fjöru til botnhreinsunar en myndin er tekin um það leyti sem hafnar­ gerðinni var að ljúka árið 1917. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, Kristján Sigurjónsson múrarameistari, Reykjavík, lést mánudaginn 6. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 20. nóvember klukkan 13.00. Þökkum starfsfólki líknardeildar Kópavogs og Karitas fyrir góða umönnun. Sigurjón Heiðar Kristjánsson Inga Hanna Gísladóttir Liljar Már Kristjánsson Sóley Jóhannesdóttir systkini, makar og barnabörn hins látna. 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r32 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð tímamót 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 B -8 B B 4 1 E 3 B -8 A 7 8 1 E 3 B -8 9 3 C 1 E 3 B -8 8 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.