Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 64
Heilsan
okkar
Hvaða fita er holl?
Almennt er ekki mælt með því að borða mikið af mat-vælum sem innihalda hátt
hlutfall af mettaðri fitu (hörð fita)
svo sem feitar kjötvörur, feita osta,
rjóma, smjör, smjörlíki og kókos-
fitu. Embætti landlæknis mælir
með að nota frekar mjúka fitu
í staðinn fyrir harða fitu. Mjúk
fita er í jurtaolíum, feitum fiski,
avókadói, hnetum og fræjum
en einnig í viðbiti sem er gert úr
jurtaolíum, hnetum og möndlum.
Ef maður er ekki viss hvaða vöru
ætti að velja þá er hægt að athuga
hvort hún sé merkt með skráar-
gatsmerkinu en það er opinbert
merki sem uppfyllir ákveðin skil-
yrði, til dæmis að vera með lágt
hlutfall af mettaðri fitu.
Ástæða þess að við ættum að
takmarka mettaða fitu í mataræði
okkar er til að minnka hættuna á
hjarta- og æðasjúkdómum. En það
er ekki nóg að forðast mettaða fitu,
við þurfum að velja vel hvað við
borðum í staðinn. Mjúka fitan er
talin hafa jákvæð áhrif á blóðfituna
og þar fáum við einnig lífsnauðsyn-
legar fitusýrur.
Við þurfum líka að meta hvernig
mataræði okkar er í heild sinni.
Gott er að hafa í huga diskamódelið
í hverri máltíð þar sem þriðjungur
disksins er próteingjafi, þriðjungur
er ávextir og/eða grænmeti og
þriðjungur heilkornavörur. Fituna
fáum við með því að nota jurtaolíu
við matreiðsluna og einnig fylgir
oftast fita með próteingjafanum.
Því er lögð áhersla á fituminni
kjöt- og mjólkurvörur (hörð fita)
en mikil áhersla á fisk, sjávarfang
og vörur úr jurtaríkinu (mjúk fita).
Niðurstaða: Mælt er með
því að nota frekar mjúka fitu í
staðinn fyrir harða fitu í dag-
legu fæði.
Lesendum er bent á að senda
sérfræðingum okkar spurningar
tengdar heilsu og lífsstíl á
heilsanokkar@frettabladid.is.
Mjúka fitan
er talin Hafa
jákvæð áHrif á
blóðfituna.
jóhanna e. torfadóttir,
næringarfræðingur og
doktor í lýðheilsu-
vísindum.
Orri Páll Ormars-son, blaðamaður og rithöfundur, mætti í útgáfuhóf vegna nýrrar bókar sinnar, ævisögu
Gunnars Birgissonar, í fatla. Orri
slasaðist á fjölmiðlamótinu í fót-
bolta síðastliðinn laugardag þegar
hann reyndi að ná boltanum af
syni sínum, Nökkva Fjalari, sem er
einn af forsprökkum Áttunnar. Ekki
vildi betur til en að Orri var aðeins
of seinn, flæktist einhvern veginn
í löppunum á Nökkva og steinlá.
„Mér tókst að slíta liðband í öxlinni
en það hefði getað verið verra sögðu
sérfræðingarnir. Viðbeinið stóð
þarna eitthvað út í loftið. Ég þarf
ekki að fara í aðgerð en verð í fatla í
einhverjar vikur,“ segir Orri.
Mikið fjölmenni var í hófinu og
var mikið hlegið og mikið brosað
enda Orri annálaður gleðigjafi.
Hann segir að Nökkvi eigi alveg
heimboð áfram í sunnudagslærið.
„Þetta skrifast alfarið á mig. Ég
hljóp einhvern veginn aftan á hann.
Ég var aðeins of seinn og flæktist í
honum og hann steinlá líka. Ég get
ekki bent á nokkurn annan nema
kannski Kristófer, kokkinn hér
uppi í Morgunblaði. Hann er alltaf
með svo helvíti góðan mat að það
er farið að hægjast á manni,“ segir
hann. benediktboas@365.is
Slasaði pabba
sinn á fótboltamóti
Orri Páll Ormarsson hefur ritað ævisögu Gunnars Birgissonar. Útgáfu
bókarinnar var fagnað í vikunni og mætti Orri þar í fatla enda
stórslasaður á öxl eftir viðskipti sín og sonarins á fótboltamóti.
Feðgarnir Nökkvi Fjalar og Orri Páll voru glæsilegir sem fyrr – þrátt fyrir fatlann. Fréttablaðið/Vilhelm
Ofbeldi á grænlandi
„Árið 1987 tókum við að okkur að
reisa sútunarverksmiðju í Qaqor-
toq á Grænlandi. Verkinu miðaði
vel og ég fór út til að afhenda hluta
verksmiðjunnar ásamt Einari heitn-
um Þorsteinssyni, tæknimanni hjá
Blikkási. Að afhendingu lokinni
skruppum við á barinn og þar sem
þetta var um hávetur og kalt í veðri
ætluðum við að taka leigubíl heim
á hótel. Við vorum komnir inn í bíl-
inn þegar hóp Grænlendinga dreif
að og reif okkur út úr bílnum. Ég
reyndi að streitast á móti en mátti
ekki við margnum, þeir voru fimm
eða sex saman. „Þú ert dauður!“
gall í einum þeirra þegar þeir óku
á braut. Ekki var annað í stöðunni
fyrir okkur Einar en að ganga heim,
upp brekku nokkra í bænum. Þegar
upp hana var komið sáum við hvar
þrjótarnir biðu eftir okkur. Það
þýddi bara eitt; þeir ætluðu að
sýna okkur í tvo heimana. Einar var
ekki mikið fyrir slagsmál þann-
ig að þetta lenti að mestu leyti
á mér og ég fann strax að ég
var að berjast fyrir lífi mínu
enda árásarmennirnir fullir
af dópi og drasli. Höggin
gengu á víxl, með höndum
og fótum, en eftir nokkra
rimmu kom styggð að
mönnunum sem létu sig
hverfa. Á því augnabliki
var adrenalínfram-
leiðslan mikil.
Ég var allur blár og
marinn eftir atgang-
inn og með brotnar
tennur. Slapp þó við
beinbrot. Einar fékk
högg á augað og
missti
við
það fókusinn. Það gekk aldrei til
baka. Ég fór ekki á spítala fyrr en
morguninn eftir og það voru frum-
stæðar aðstæður; röntgentæki frá
sjötta áratugnum og þar fram eftir
götunum.
Ég ræddi við lögregluna en fann
að það þýddi ekkert að kæra. „Hér
gilda bara gömlu lögmálin,“ sagði
varðstjórinn.
Forsprökkunum tveimur var
nuddað út úr samfélaginu og voru
síðar báðir skotnir til bana. Annar á
austurstöndinni en hinn á Suður-
Grænlandi.“
Úr ævisögu Gunnars birgissonar
Þetta SkrifaSt
alfarið á Mig. Ég
Hljóp einHvern veginn
aftan á Hann. Ég var aðeinS
Of Seinn Og flæktiSt í
HOnuM Og Hann Steinlá
líka. Ég get ekki bent á
nOkkurn annan.
Hágæða amerísk heilsurúm
sem auðvelt er að elska
Sofðu rótt í alla nótt
1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r48 l í F I ð ∙ F r É T T A b l A ð I ð
Lífið
1
6
-1
1
-2
0
1
7
0
5
:4
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
3
B
-9
5
9
4
1
E
3
B
-9
4
5
8
1
E
3
B
-9
3
1
C
1
E
3
B
-9
1
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K