Fréttablaðið - 20.11.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.11.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 7 3 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 0 . n ó v e M b e r 2 0 1 7 FrÍtt VERTU LAUS VIÐ LIÐVERKI www.artasan.is GJAFA KORT BORGAR LEIKHÚSSINS GJÖF SEM LIFNAR VIÐ 568 8000 • BORGARLEIKHUS.IS H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 Fæst án lyfseðils Fréttablaðið í dag skoðun Salvör Nordal skrifar um alþjóðlegan dag barna. 10 sport Björn Lúkas fékk silfur á HM áhugamanna í MMA. 12 lÍFið Íslandsvinurinn Gabrielle Maiden leikur Mick í Stranger Things. 26 plús 3 sérblöð l Fólk l  Fasteignir l nýtnivikan *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 HeilbrigðisMál Sykursýkislyfja- notkun Íslendinga hefur þrefald- ast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa  hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir inn- kirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heim- inum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síð- ustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukn- ingar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi ára- tugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norður- löndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skand- inavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfja- notkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“sveinn@frettabladid.is Notkun sykursýkislyfja þrefaldast á þessari öld Aukning í notkun sykursýkislyfja mun meiri en annars staðar á Norðurlöndum. Erum of feit og neytum sykurs í óhófi að mati sérfræðinga. Landlæknir segir mögulegt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með hreyfingu og betra mataræði. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir að rúta fór á hliðina á Snæfellsnesvegi við Lýsuhól á sjötta tímanum í gær. Að auki voru lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir kölluð til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins voru fimmtán í bílnum og einungis þrír kvörtuðu ekki undan eymslum. Vonskuveður var og töluverð hálka á vegum. Á myndinni sést sjúkraflutningamaður við rútuna. Mynd/Ægir Þór Þórsson Birgir Jakobsson landlæknir. lögregluMál Ákærum fyrir brot gegn valdstjórninni hefur fjölgað mjög frá því refsiramminn var hækkaður árið 2007. Dómar hafa hins vegar ekki þyngst. Verjendum og ákærendum ber saman um að þróunin sé á villigötum og ung- menni og ölvað fólk fái sama dóm fyrir fyllirísröfl og harðsvíraðir glæpamenn fyrir alvarlegar hót- anir. Varahéraðssaksóknari vill beita vægari úrræðum fyrir vægari brot, til að knýja á um þyngri dóma í alvarlegri málum. Formaður Lands- sambands lögreglumanna vill að öll mál séu tekin föstum tökum. – aá Ölvaðir ákærðir fyrir kjafthátt ÞróunarMál Hækkun á framlagi Íslands til þróunarmála skýrist að miklu leyti af komu flóttamanna og hælisleitenda til Íslands. Af þeim sjö milljörðum sem Íslendingar veittu til þróunarmála í fyrra er kostn- aður við móttöku hælisleitenda um 1,6 milljarðar króna. Kostnaður af komu þessara hópa hingað til lands flokkast einfaldlega sem alþjóðleg þróunarsamvinna. – sa / sjá síðu 6 Móttaka fólks er þróunaraðstoð 2 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 4 1 -2 1 1 C 1 E 4 1 -1 F E 0 1 E 4 1 -1 E A 4 1 E 4 1 -1 D 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.