Fréttablaðið - 20.11.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.11.2017, Blaðsíða 18
Þema vikunnar að þessu sinni „Að gera gott úr hlutunum“. Nýtnivikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vit- undar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að nýta hluti betur frekar en að þeir endi sem úrgangur. Vikan er haldin árlega með ýmsum atburðum sem stuðla að vitundavakningu um sjálfbæra auðlinda- og úrgangs- stjórnun. Nýtnivikan er hluti af umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. Þær Hólmfríður Þorsteinsdóttir hjá Umhverfisstofnun og Eygerður Margrétardóttir hjá Reykjavíkur- borg hafa haft veg og vanda af skipulagningu nýtnivikunnar. „Samkvæmt Hagstofunni er magn einstaklingsbundinnar neyslu á Íslandi sú áttunda mesta samanborið við aðrar Evrópu- þjóðir eða 14% yfir meðaltali ESB ríkja,“ segir Hólmfríður. „Okkur nútímamönnum stendur til boða ótrúlegt úrval af vörum og þjónustu sem á að gera líf okkar ánægjulegra og auðveldara. Rannsóknir benda þó til þess að miklum fjármunum sé sóað í mat sem ekki er neytt, fatnað sem lítið eða aldrei er notaður og ýmsa hluti sem koma að litlum eða engum notum. Aukin neysla byggir á því að hráefni og orka er sótt í auðlindir jarðar til fram- leiðslu á varningi sem eftir notkun endar sem úrgangur. Notkun einnota umbúða hefur farið stig- vaxandi frá iðnbyltingu, plast- og pappaumbúðir hafa leyst fjölnota umbúðir af hólmi og matvara sem áður var seld í lausu er nú í „handhægum“ neytendaum- búðum“. Eygerður bendir á að það sé mikilvægt að hafa í huga að neysla okkar hefur áhrif á jörðina okkar. „Við þurfum auðlindir til að framleiða, flytja og geyma hluti sem um leið losar gróðurhúsa- lofttegundir. Þegar þessir hlutir eyðileggjast eða koma ekki lengur að notum, er þeim fargað með tilheyrandi mengun. Þess vegna skiptir miklu máli að í hvert skipti sem við ætlum að kaupa eitthvað, veltum við fyrir okkur eftirfarandi: Þurfum við raunverulega á þessum hlut að halda? Get ég gert við það sem ég á eða notað hlutinn til einhvers annars á heimilinu? Get ég mögulega fengið hluti lánaða eða leigt þá í stað þess að kaupa alltaf nýtt?“ Hólmfríður tekur undir þetta og bætir við: „Ef við þurfum nauðsynlega að kaupa vörur, þá eigum við að skoða hvort hægt sé að kaupa vörur sem hafa minni neikvæð áhrif á umhverfið við framleiðslu og notkun. Slíkar vörur eru t.d. umhverfisvottaðar, Eldri stóla er gott að nýta. Það má til dæmis hafa alla borðstofustólana ein- staka eða kaupa ólíka stóla og hafa þá alla í sama lit. Hólmfríður Þorsteinsdóttir á Umhverfis- stofnun og Eygerður Mar- grétardóttir hjá Reykjavíkurborg hvetja alla til að nýta hlutina sína betur. MYND/EYÞóR Leikfang sem einhver er vaxinn upp úr getur verið öðrum til ómældrar gleði. Þau sem hafa auga fyrir skemmtilegum uppstillingum geta búið til afskaplega fallega veggi með ólíklegasta dóti. Framhald af forsíðu ➛ við: „Á Íslandi er margs konar við- halds- og viðgerðarþjónusta í boði til dæmis fyrir töskur, skó, raftæki, síma, húsgögn, fatnað og svo má lengi telja. Við þurfum bara að tileinka okkur það að láta gera við hjólin á ferðatöskunni frekar en að kaupa nýja og kaupa okkur frekar klassísk og endingarbetri húsgögn í stað einhvers sem við viljum síðan skipta út eftir aðeins stuttan notkunartíma.“ Hólm- fríður bendir enn fremur á kosti þess að fá hluti að láni. „Hversu oft erum við til dæmis að nota bor- vélina, saumavélina, sláttuvélina, háþrýstidæluna, tjaldið, slípi- rokkinn? Það er sennilega hægt að halda endalaust áfram með svona upptalningu. Við höfum vanið okkur á að við þurfum öll að eiga allt, en af hverju er það? Hvernig væri nú frekar að treysta nágranna- og fjölskylduböndin og fá lánað og eiga í ánægjulegum samskiptum um leið? Eða að athuga með leigumarkað í stað þess að eyða pening, tíma, plássi og auðlindum í að kaupa enn eitt tækið?“ Í viðhorfskönnun sem Reykja- víkurborg og SORPA stóðu að árið 2014 sögðust 90% aðspurðra til- búnir til að láta gera við hluti í stað þess að kaupa nýja og 59% voru til í að samnýta hluti. Það að fólk vilji gjarnan gera við eða fá lánað virðist síðan ekki endurspeglast í því sem fólk endar á að gera sem er að henda eins og fram kemur í aukningu á úrgangi. Þess má geta að magn heimilisúrgangs er nátengt neyslu en aukning úrgangs hefur haldist í hendur við hagvöxt og neyslu. Þar má sjá að magn heimilisúrgangs á íbúa á Íslandi hefur aukist úr 413 kg árið 2009 í 658 kg (bráðabirgðatala) árið 2016 eða um heil 245 kg. Magn heimilis- úrgangs á hvern íbúa er því orðið jafn mikið og það var árið 2008. Nýtnivikan er á Facebook þar sem meðal annars má taka þátt í leik þar sem þátttakendur senda inn mynd af hlut sem þeir hafa haldið við eða látið laga í stað þess að fleygja og kaupa nýjan. Leitað er eftir skemmtilegum og frum- legum hugmyndum um hvernig best er að lengja líf hluta eins og húsgagna, fatnaðar, hjóla o.s.frv. Leikurinn hefst í dag og besta hug- myndin verður verðlaunuð föstu- daginn 24. nóvember að sjálfsögðu í anda nýtnivikunnar. Sjá nánar á http://reykjavik.is/nytni- vikan-2017 og Facebook Nýtni- vikan 2017. lífrænar og siðgæðisvottaðar. Við ættum að kaupa frekar vandaðri vörur sem hafa lengri endingar- tíma, spyrja verslunaraðila hvort ekki sé hægt að fá vandaðri vörur eða umhverfisvottaðar. Með því að gera það getum við haft áhrif á vöruúrval og vöruþróun.“ Eygerður segir að lausnirnar á ofneyslu séu einfaldar en geti verið snúnar fyrir marga. „Í þeim felst að við þurfum öll að breyta hegðun okkar. Við þurfum að vera með- vitaðri neytendur og í stað þess að kaupa og henda, þá eigum við að nýta hlutina betur, fá lánað og lána öðrum. Og það þarf að hafa í huga að ódýrustu og umhverfis- vænstu innkaupin eru þau sem ekki eru gerð.“ Nýtnivikan byggir á þátttöku ýmissa áhugasamra aðila sem halda viðburði sem stuðla eiga að vitundarvakningu um sjálfbæra auðlinda- og úrgangsstjórnun m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist fram- haldslíf, frekar en að enda sem úrgangur. „Það sem við getum gert núna strax til að draga úr neyslu er að nýta hlutina okkar betur og fara með þá frekar í viðgerð heldur en að henda þeim,“ segir Hólmfríður og Eygerður bætir Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 2 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . N óV E M B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U RNýtNIVIKAN 2 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 1 -4 3 A C 1 E 4 1 -4 2 7 0 1 E 4 1 -4 1 3 4 1 E 4 1 -3 F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.