Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.11.2017, Qupperneq 4
Veður Norðanhríðarveður á Norður- og Austurlandi í dag, en annars bjart með köflum. Frost um land allt. sjá síðu 52 Seldu yfir þúsund skammta af hátíðarkalkún Fjölmenni lagði leið sína í verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ í gær til að gæða sér á kalkúni, sykurbrúnuðum kartöflum og öðru meðlæti. Seldust þá allt að 1.200 skammtar. Æ fleiri veitingastaðir hér á landi bjóða upp á slíkar máltíðir síðasta fimmtudag í nóvember ár hvert. Fréttablaðið/Ernir GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 Sunnudag 13-16 Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 grillbudin.is föstudag, laugardag og sunnudag Grill, garðhúsgögn, jólaljós, útiljós, aukahlutir, reykofnar, yfirbreiðslur, kjöthitamælar, hitarar, ljós á grill, reykbox varahlutir o.fl. o.fl. 30% afsláttur af öllum vörum Menntun Lestrarkennslu þarf að bæta á miðstigi grunnskólans. Þetta má lesa út úr niðurstöðum lesfimi- prófa fyrir september 2017. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir niður- stöðurnar í takti við það sem búast mátti við. Það sé augljóslega hópur mjög öflugra nemenda í grunnskól- anum. „Það er svolítið áhyggjuefni að eftir fjórða bekk, á miðstigi, er eins og það dragi úr lestrarkennslunni og ekki mikil bæting þar. En síðan taka menn aftur kipp á unglingastigi,“ segir Arnór. Forstjórinn segist ánægður með áhuga skólanna á lesfimiprófinu. „Það er um 80-90 prósent þátttaka og skólar og sveitarfélög eru mjög vakandi yfir þessu. Reykjavíkurborg er að fylgja þessu fast eftir með sína skóla og fleiri sveitarfélög.“ Arnór segir að áður hafi verið bent á að auka þurfi lestrarkennsl- una á miðstigi. „Almennt virðast skólar taka það alvarlega að kenna lestur vel. En svo er eins og þeir slaki á og fari að leggja meiri áherslu á aðrar greinar. En lestur og lesfimi er bara eins og að hlaupa. Þú verður að viðhalda þessu, annars minnkar þolið.“ Mögulega þurfi að skerpa betur á þessu í námskránni. – jhh Bæta þarf lestrarkennslu á miðstigi grunnskólans Það er svolítið áhyggjuefni að eftir fjórða bekk, á miðstigi, er eins og það dragi úr lestrar- kennslunni og ekki mikil bæting þar. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. saMfélag „Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varafor- maður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmála- konur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórn- málakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kyn- bundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og sam- félaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“  Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagn- rýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að ein- blína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að  hættan á þöggun innan stjórn- málaflokka  um þessi mál  sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðis- brot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um  að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokks- hagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veik- leikamerki bæði fyrir flokka og ein- staklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg. adalheidur@frettabladid.is Munu ekki greina frá nöfnum gerendanna Birting nafna gerenda er ekki markmið herferðar stjórnmálakvenna segir Heiða Björg Hilmisdóttir, forsprakki hópsins. Konur hafa líkt og karlmenn tekið þátt í þöggun um kynferðisbrot innan stjórnmálaflokka og líta í eigin barm. Heiða björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Fréttablaðið/StEFán Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Heiða Björg Hilmisdóttir, varafor- maður Samfylkingarinnar stjórnMál Viðræður um myndun ríkisstjórnar munu dragast fram- yfir helgi. Stefnt er að því að mál- efnavinnunni ljúki um helgina og verkaskipting milli stjórnmála- flokkanna þriggja verði látin bíða jafnvel fram í næstu viku. Þrýstingur á formenn Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um skiptingu ráðuneyta er sagður mestur innan úr flokkunum. Samn- ingaviðræður um verkaskiptingu muni því  að mestu  færast úr við- ræðum milli flokkanna og inn í þá sjálfa um helgina. Enda hafa bæði flokksmenn og ráðherraefni þeirra ólík viðhorf til þess hvaða ráðuneyti eru fýsilegust. Stefnt er því að flokksráðin verði kölluð saman um miðja næstu viku. Þá munu þau taka afstöðu til stjórnarsamstarfsins sem unnið hefur verið að síðustu vikur. – aá Viðræður færast inn í flokkana 2 4 . n ó v e M b e r 2 0 1 7 f Ö s t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 0 -C E 1 0 1 E 5 0 -C C D 4 1 E 5 0 -C B 9 8 1 E 5 0 -C A 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.