Fréttablaðið - 24.11.2017, Síða 20

Fréttablaðið - 24.11.2017, Síða 20
NáttúruverNd Auðveldara yrði að ráða við aukið álag vegna fjölg­ unar ferðamanna með heildstæðri aðgangsstýringu á viðkomandi svæðum til að koma í veg fyrir hnignun náttúru svæðisins ef Mið­ hálendisþjóðgarður yrði að veru­ leika. Miðhálendi Íslands nær yfir um fjörutíu prósent flatarmáls landsins. Ef þjóðgarðurinn yrði að veruleika yrði hann stærsti þjóð­ garður í Evrópu en einnig einn af stærstu þjóðgörðum sem hlutfall af flatarmáli lands. Miklar náttúruminjar Miðhálendið á sér nokkra sérstöðu. Bæði er um að ræða stærstu eyði­ mörk í Evrópu en jafnframt er þetta eitt stærsta samfellda landsvæðið í álfunni þar sem ekki er föst búseta allt árið um kring. Mannvirki á þessu svæði eru fá og afar dreifð yfir svæðið. Náttúruminjar svæðisins eru hins vegar ófáar og einstæðar í heiminum. Settar voru upp fjórar sviðsmyndir um stjórn svæðisins sem hægt yrði að vinna með áfram. Framtíðarfyrirkomulag svæðis­ ins hefur verið rætt innan stjórn­ sýslunnar um langan tíma. Sam­ hæfa þarf stjórnun svæðisins, landnýtingu, vernd hálendisins og hvernig uppbyggingu innviða verður háttað á þessu svæði. Fjöldi ferðamanna sem sækir miðhálendið heim ár hvert hefur aukist gríðar­ lega á síðustu árum og því brýnt að stefna stjórnvalda verði klár sem allra fyrst. Til að átta sig á stærð mögulegs þjóðgarðs á 21 sveitarfélag aðal­ skipulagsáætlun sem nær inn á mið­ hálendi Íslands, allt frá Borgarbyggð í vestri til Djúpavogshrepps í austri. Stjórnsýslan á leik „Byggja þarf upp kjarnastarfsemi sem fylgt getur eftir aukinni áherslu á vernd hálendisins samhliða sjálf­ bærri nýtingu sem rúmast innan verndarsvæða,“ segir í áfangaskýrslu nefndarinnar. Nefndin var skipuð 14. júlí, 2016 og var falið að kort­ leggja svæðið innan miðhálendis­ línu með tilliti til stofnunar þjóð­ garðs, annaðhvort með stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs eða með öðrum hætti. „Ég lagði mikla áherslu á þetta í mínu starfi sem umhverfisráðherra og nú er kominn fyrsti áfanginn í ljós. Unnið verði áfram úr þessu,“ segir Björt Ólafsdóttir. „Í stjórnar­ sáttmála síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að unnin yrði sérstök áætlun um vernd miðhálendisins. Mikil vinna er nú fram undan til að svo megi verða að við sjáum þennan þjóðgarð verða að veruleika.“ Leggjast gegn áherslu sveitar- félaga Í skýrslunni kemur fram að ein helsta áhersla sveitarfélaganna sé að þjóðgarður komi ekki í veg fyrir þróun samgangna eða orku­ flutninga um svæðið sem nauð­ synlegt væri fyrir atvinnustarf­ semi og þróun byggðar í landinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir það skipta miklu máli að þjóðgarðurinn verði að veruleika sem ein heild en leggst gegn orku­ flutningum í lofti um svæðið. „Það er alveg ljóst að við erum mótfallin orkuflutningi með háspennulínum í lofti á svæðinu. Einnig leggjumst við gegn stórum mannvirkjum á svæð­ inu eins og frekari virkjunum,“ segir Guðmundur Ingi. Einnig er talað um að tryggja skuli óbeinan eignarrétt sem felst í veiði og beit búfjár innan þjóðgarðsins. Veiði á miðhálendinu hefur tíðkast um langt skeið sem og að bændur hafa sett á fjall sauðfé í miklum mæli síðustu árhundruð. Að mati Landverndar er það æskilegt með þeim fyrirvörum að það komi ekki niður á sjálfbærni svæðisins. „Hefð­ bundin landnýting er eðlileg. Hins vegar þarf að gæta að verndargildi svæða og að nýting sé sjálfbær. Þetta fyrirkomulag hefur að mestu gengið ágætlega innan Vatnajökulsþjóð­ garðs og því ætti sama fyrirkomulag að geta gengið á þessu svæði. Ofbeit er hins vegar aldrei ásættanleg, hvorki á láglendi né hálendi.“ sveinn@frettabladid.is Aðgangsstýring möguleg fyrir nýjan miðhálendisþjóðgarð landsmanna Nýr miðhálendisþjóðgarður myndi ná yfir fjörutíu prósent landsins, stærstu eyðimörk, stærsta jökul og stærsta landsvæði Evrópu án samfelldrar búsetu. Alls á 21 sveitarfélag aðalskipulagsáætlun sem nær inn á svæðið eða allt frá Borgarbyggð í vestri til Djúpavogs- hrepps í austri. Mun auðveldara yrði að stýra aðgangi fólks inn á hálendið með nýjum þjóðgarði þar sem eru einstæðar náttúruminjar. Landvernd leggst gegn landnámi lúpínu á miðhálendi Íslands. Landverndarmenn vinna nú að aðgerða áætlun til að stemma stigu við dreifingu tegundarinnar á miðhálendinu sem þeir segja ágenga þar sem aðrar tegundir víkja fyrir henni og einsleitni gróðurs eykst með breyttri ásýnd landsins. „Ég held að við ættum að reyna að sameinast um að halda lúpínu utan miðhálendisins,“ segir framkvæmdastjóri Landverndar. „Ef við erum sammála um að hún eigi ekki heima einhvers staðar þá sé það þar.“ 1. Miðhálendisþjóð- garður sem felur í sér að stofnaður verði þjóð- garður sem tekur til þjóðlendna og friðlýstra svæða innan mið- hálendisins. Þjóðgarður- inn yrði valddreifður en með samræmda stefnu, skipulag, leyfisveitingar og stjórnsýslu. 2. Jöklagarðar, en sú sviðsmynd felur í sér að þjóðgarðar verði stofn- aðir um friðlýst svæði og jökla með möguleikum á stækkun í samræmi við opinbera stefnumótun um verndun og nýtingu lands. 3. Þjóðgarðar á mið- hálendinu á núverandi friðlýstum svæðum. Byggir þessi sviðsmynd á því að slíkir þjóðgarðar hefðu hver eigið svæðis- ráð. Hver garður tæki jafnframt breytingum í samræmi við náttúru- minjaskrá, rammaáætlun og aðra opinbera stefnu- mótun. 4. Óbreytt fyrirkomulag. ✿ Mögulegar sviðsmyndir ✿ Leggst gegn landnámi lúpínu 2 4 . N ó v e M b e r 2 0 1 7 F Ö S t u d A G u r18 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 0 -D 7 F 0 1 E 5 0 -D 6 B 4 1 E 5 0 -D 5 7 8 1 E 5 0 -D 4 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.