Fréttablaðið - 24.11.2017, Page 34
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Sú vitneskja
hefði átt að
vekja bank-
ann til
umhugsunar
á þeim
tímapunkti
um hvort rétt
væri að halda
áfram með
verkefnið.
Þó það geti verið erfitt að hlusta á og lesa frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er jákvætt að nú séu þessi mál loksins að komast
upp á yfirborðið. Þolendur hafa rofið þögnina og munu
vonandi halda því áfram.
BSRB og önnur heildarsamtök launafólks sendu
á miðvikudag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar
sem hvatt er til aðgerða. Við verðum sem samfélag
að senda skýr skilaboð. Fórnarlömbin verða að vita
að þau fái stuðning og úrlausn sinna mála. Gerendur
þurfa að vita að þeirra hegðun verður ekki liðin.
Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk. Lög og reglur um
skyldur launagreiðenda eru skýr en það þarf að fram-
fylgja þeim. Við köllum eftir því að eftirlit verði haft
með því að atvinnurekendur fari eftir nýlegri reglu-
gerð sem skýrir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra
þegar kemur að kynferðislegri áreitni og ofbeldi á
vinnustöðum. Efla þarf Vinnueftirlitið svo það hafi
bolmagn til að heimsækja vinnustaði til að tryggja að
þar séu til staðar verkferlar sem starfsfólk þekkir og
yfirmenn fara eftir.
Stjórnendur þurfa að taka upp samtalið við sitt
starfsfólk og gera því ljóst hvar mörkin liggja, hvað má
og hvað má ekki. Starfsmenn þurfa að hafa vissu fyrir
því að unnið verði úr umkvörtunum þeirra þegar þeir
stíga fram og að málum verði ekki sópað undir teppið
eða þau hafi neikvæð áhrif á störf þeirra eða starfs-
frama. Það að stíga fram á að vera jafn eðlilegt og að
óska eftir hlífðarfatnaði á vinnustað. Öll vinnuvernd
miðar að því að tryggja að allir séu öruggir og líði vel.
Stéttarfélögin hafa unnið ötullega í þessum mála-
flokki en þar verðum við augljóslega að gera betur.
Við höfum veitt konum og körlum sem orðið hafa
fyrir áreitni ráðgjöf, veitt fræðslu, gefið út bæklinga og
fræðsluefni og notað net trúnaðarmanna til að auka
þekkingu. Við verðum að halda þessari vinnu áfram
og einsetjum okkur að gera það. Kynferðisleg áreitni
og ofbeldi á vinnustöðum er óásættanleg og óþolandi
hegðun sem verður ekki liðin.
Áreitni og ofbeldi
upp á yfirborðiðVintris og miðjumaðurinnFyrir um það bil einu og hálfu ári
varð uppi fótur og fit í íslensku
samfélagi vegna aflandsfélagsins
Wintris, sem er í eigu eiginkonu
þáverandi forsætisráðherra.
Félagið kom svo aftur til umræðu
í aðdraganda síðustu alþingis-
kosninga. Eftir það hefur lítið
verið rætt um félagið. Hið sama
verður ekki sagt um snyrti-
stofuna Vintris í Fákafeni, sem
býður brasilískt súkkulaðivax á
tilboðsverði þessa dagana. Það er
spurning hvort Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson og pólitískir skoð-
anabræður hans fari ekki þangað
í stríðum straumum þessa
dagana. Það hljóta auðvitað allir
að vilja hafa miðjumanninn vel
snyrtan.
Umvandanirnar
Ragnar Önundarson viðskipta-
fræðingur skrifaði kjánalega
færslu um Áslaugu Örnu Sigur-
björnsdóttur alþingismann eftir
að umræða hafði farið fram í
sjónvarpinu um stöðu kvenna
í pólitík. Fletti Ragnar upp fés-
bókarmynd af Áslaugu, lýsti
hneykslan sinni og fékk vægast
sagt bágt fyrir. Ragnar hefði getað
látið þar við sitja en taldi frekar
betri hugmynd að halda áfram
að moka sig ofan í holu, með
nýrri færslu á Facebook í gær
þar sem hann sakar Áslaugu um
dómgreindarbrest. Það er greini-
lega mjög misjafnt hversu vel
mönnum líkar að hafa storminn í
fangið. jonhakon@frettabladid.is
Elín Björg
Jónsdóttir
formaður BSRB
Stjórnendur
þurfa að taka
upp samtalið
við sitt starfs-
fólk og gera
því ljóst hvar
mörkin liggja,
hvað má og
hvað má ekki.
Stundum er sagt að allt sem geti farið úrskeiðis geri það, fyrr eða síðar. Í tilfelli United Silicon tók það þrjú ár. Þegar fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðjunni í Helguvík í ágúst 2014 stóð til að reisa þar stærstu kísilverksmiðju í heimi. Aðeins
þremur árum síðar óskaði stjórn fyrirtækisins hins vegar
eftir greiðslustöðvun. Slökkt hefur verið á ofni kísilversins
og framleiðsla legið niðri um langt skeið. Takist ekki að
fá aðkomu nýrra fjárfesta, sem munu þurfa að leggja til
milljarða til að fullklára verksmiðjuna, er ekki útilokað að
félagið verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar.
Kostnaður vegna reksturs óstarfhæfrar verksmiðju hefur
að jafnaði numið um 200 milljónum króna í hverjum
mánuði. Það er Arion banki, stærsti hluthafi félagsins, sem
hefur þurft að taka það að sér að ábyrgjast reksturinn á
greiðslustöðvunartímanum og stendur því undir öllum
þeim kostnaði. Bankinn hefur þegar orðið fyrir gríðar-
legum fjárhagskostnaði og þurft að færa niður eignir og
lán sem tengjast United Silicon að fjárhæð 4,8 milljarðar.
Útistandandi skuldbinding bankans gagnvart félaginu í dag
nemur um 5,4 milljörðum. Óhætt er að segja að Arion banki
hafi verið alltumlykjandi við að fjármagna verksmiðjuna.
Hann hefur verið hluthafi, lánveitandi og ráðgjafi félagsins
við fjármögnun fyrirtækisins. Þá komu þrír lífeyrissjóðir
í stýringu bankans einnig að því að fjármagna kísilverið.
Hafa sjóðirnir þurft að afskrifa samanlagt meira en milljarð
króna vegna þeirrar fjárfestingar. Bankinn hefur sagt að
sú greiningarvinna sem unnin var og lá til grundvallar
ákvörðun um að lána samtals átta milljarða til kísilversins
hafi „í öllum aðalatriðum verið góð“.
Ekki skal um það efast að stjórnendur og starfsmenn
Arion banka hafi reynt að vanda sem mest til verka við
undirbúning þessa verkefnis. Margt af því sem upp hefur
komið í tengslum við erfiðleika kísilversins var ófyrirséð.
Annað hefði aftur á móti ekki átt að koma bankanum jafn
mikið á óvart. Það má setja við það spurningarmerki af
hverju hann var viljugur til að efna til viðskipta við mann,
þar sem margir milljarðar voru undir, sem vitað var að ætti
að baki afar vafasama viðskiptasögu. Þannig voru sagðar
fréttir af því í dönskum miðlum 2009 að Magnús Garðars-
son, forsprakki verkefnisins, hefði sem verkfræðingur
ráðgjafarfyrirtækisins COWI brotið samkeppnislög með því
að misnota nafn og reikninga vinnuveitanda síns. Var hann
þvingaður til að segja upp störfum vegna þessara ásakana.
Þá kom í ljós í ársbyrjun 2015 að Magnús, sem þá var
stjórnarformaður United Silicon, hefði tveimur árum áður
falsað minnisblað sem skilað var til Umhverfisstofnunar
um loftmengun kísilverksmiðjunnar. Sú vitneskja hefði átt
að vekja bankann til umhugsunar á þeim tímapunkti um
hvort rétt væri að halda áfram með verkefnið óbreytt.
Oft er látið að því að liggja að bankar séu eins og peninga-
vél sem skili ávallt gríðarmiklum hagnaði. Svo er auðvitað
ekki. Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur enda er það
beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með
viðskiptavinum sínum. Sem betur standa íslensku bankarn-
ir traustum fótum og geta því tekið á sig talsvert fjárhagslegt
högg eins og Arion banki hefur þurft að gera vegna United
Silicon. Sú sorgarsaga ætti hins vegar að vera áminning um
mikilvægi þess að íslenska ríkið, sem er með um 70 prósent
af bankakerfinu í fanginu, hefjist sem fyrst handa við að losa
um eignarhluti sína í bönkunum. Vonandi verður það eitt af
fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar.
Allt úrskeiðis
Verkfæralagerinn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæri í miklu úrvali
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
METABO Bútsög
KS216
Verðmætaskápar
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
16.995
frá 4.995
17.995
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r32 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
2
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
1
-0
9
5
0
1
E
5
1
-0
8
1
4
1
E
5
1
-0
6
D
8
1
E
5
1
-0
5
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K