Fréttablaðið - 24.11.2017, Page 36
Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvem-
ber/desember. Afgreiða þarf fjár-
lög fyrir áramót. Væntanlega tekur
nýtt Alþingi betur á kjaramálum
aldraðra og öryrkja en gamla þingið
gerði. Því miður hafði gamla þingið
lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra
og öryrkja. Það, sem var gert á því
sviði, var of lítið og of seint.
Lífeyrir hækki í 320 þúsund
á mánuði eftir skatt
Miðað við kosningastefnuskrár
stjórnmálaflokkanna er ekki að
búast við miklum afrekum Alþingis
á þessu sviði. Það sem stjórnmála-
flokkarnir boðuðu fyrst og fremst
var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja
fylgja lágmarkslaunum verkafólks.
Það er of lítið. Það dugar ekki. Það
þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera
við fátæktarmörk. Tveir flokkar
boðuðu róttækari stefnu, Flokkur
fólksins og Píratar, en þeir komast
ekki í stjórn.
Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund
kr. eftir skatt, hjá einstaklingum.
Þau eiga að hækka um 12 þúsund
kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg
hækkun og skiptir engu máli. Eftir
sem áður verða lægst launuðu
verkamenn með laun við fátæktar-
mörk.
Það er til skammar, að verkalýðs-
hreyfingin skuli líða svo lág laun.
Hún mun afsaka sig með því, að
mjög fáir séu á lágmarkslaunum.
Aðeins um 5 prósent munu vera á
þessum lægsta taxta og sem betur
fer komast flestir á hærri taxta. En
því ámælisverðara er það að miða
lífeyri aldraðra og öryrkja við papp-
írstaxta. Alþingi verður að grípa hér
í taumana og hætta að miða við lág-
markslaun, sem fáir eru á, og ákveða
lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé
að lifa sómasamlegu lífi af honum.
Ég hef lagt til, að lífeyrir verði
ákveðinn 320 þúsund kr. á mán-
uði eftir skatt. Það er myndarleg
hækkun eða um 90 þúsund kr. á
mánuði eftir skatt. Ef það þykir of
mikil hækkun í einum áfanga má
veita þessa hækkun í tvennu lagi,
þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr.
hækkun. Það er aðeins brot af þeirri
hækkun sem þingmenn sjálfir fengu
en hún nam nokkur hundruð þús-
und krónum og laun þeirra fóru
í 1,1 milljón, miðað við 197-230
þúsund á mánuði hjá öldruðum og
öryrkjum. Þingmenn ættu að fara
að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri
upp fyrir fátæktarmörk og ákveða
þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir
ráðherrunum.
Frítekjumark vegna
atvinnutekna hækkar
Allir stjórnmálaflokkar kváðust
vilja hækka frítekjumark vegna
atvinnutekna. Flokkarnir vildu
ýmist hækka það í 100 þúsund
kr. eða 109 þúsund á mánuði eða
afnema frítekjumarkið alveg, þann-
ig að það væri frjálst fyrir eldri borg-
ara að vinna á vinnumarkaðnum án
þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins
vegar var lítið talað um að afnema
skerðingar vegna annarra tekna.
Mikilvægast er að afnema skerð-
ingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði
enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í líf-
eyrissjóðunum og því er það fáheyrt
að stjórnvöld skuli skerða lífeyri
þeirra frá almannatryggingum
vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálf-
sagt og eðlilegt að eldri borgarar
geti farið út á vinnumarkaðinn að
vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem
misst hafa heilsuna eða eru lélegir
til heilsunnar geta ekki nýtt sér
það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga
náðugt ævikvöld og vilja því ekki
vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka
búnir að skila sínu vinnuframlagi til
þjóðarbúsins.
Veita þarf öldruðum
húsnæðisstuðning
Staða aldraðra er mjög misjöfn og
fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostn-
aði. Þeir, sem eiga skuldlítið hús-
næði, eru mun betur settir en þeir
sem þurfa að leigja sér húsnæði.
Húsaleiga hefur hækkað gífurlega
mikið síðustu árin og er orðið mjög
erfitt fyrir aldraða að leigja sér hús-
næði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er
nauðsynlegt að hækka húsaleigu-
bætur verulega til þess að aldraðir
og láglaunafólk geti leigt sér hús-
næði. Einnig þyrfti að hækka vaxta-
bætur til þess að koma til móts við
aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt
með að greiða af íbúðum sínum.
Hækka þarf skattleysismörkin en
þau hafa ekki hækkað í samræmi
við hækkun neysluvísitölu. Hækkun
skattleysismarka væri góð kjarabót
bæði fyrir aldraða og láglaunafólk.
Lyfta þarf lífeyri langt
upp fyrir fátæktarmörk!
Mikilvægast er að afnema
skerðingar vegna greiðslna
úr lífeyrissjóði enda eiga
sjóðfélagar lífeyrinn í líf-
eyrissjóðunum og því er
það fáheyrt að stjórnvöld
skuli skerða lífeyri þeirra frá
almannatryggingum vegna
lífeyrissjóðanna.
Talsmenn atvinnurekenda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð halda því fram í
greinaskrifum sínum að hinar félags-
legu stoðir Evrópusambandsins, ESB,
grafi undan sjálfsákvörðunarrétti
þjóða og sömuleiðis norræna líkan-
inu. Við, talsmenn norrænu verka-
lýðshreyfingarinnar, getum staðfest
að atvinnurekendur hafa á röngu að
standa, ellegar að þeir kjósa, í besta
falli, að misskilja vísvitandi hinar
félagslegu stoðir. Við teljum að hin
félagslega stoð ESB sendi skýr og
mikilvæg skilaboð um að ESB setji
nú í forgang réttlátari atvinnu- og
lífskjör fyrir almenning.
Þegar í inngangi að hinni evrópsku
stoð félagslegra réttinda, þ.e.a.s. í
þeim tilmælum sem þjóðar- og ríkis-
stjórnarleiðtogar ásamt Evrópuþing-
inu og framkvæmdastjórn ESB hafa í
hyggju að kynna á leiðtogafundi ESB
um félagsleg málefni í Gautaborg,
kemur fram að þessi stoð megi ekki
„standa í vegi fyrir því að aðildar-
ríkin eða aðilar vinnumarkaðarins
setji sér metnaðarfyllri markmið“, að
hún „skuli innleidd jafnt á vettvangi
sambandsins og aðildarríkjanna eins
og hvert þeirra telur rétt að gera“ og
„í samræmi við nálægðarregluna og
meðalhófsregluna“. Þessar lýsingar
tryggja hvort tveggja; norræna lík-
anið og sjálfsákvörðunarrétt ein-
stakra ríkja.
Atvinnurekendur þurfa að átta sig
á því að félagslega stoðin er fyrst og
fremst pólitískt skjal, þar sem stofn-
anir ESB og aðildarríki þess skilgreina
sameiginleg félagsleg markmið, án
þess að tilgreina hvaða leiðir einstök
ríki skuli fara til að ná þeim. Félags-
lega stoðin er ekki lagalega bindandi,
henni er fyrst og fremst ætlað að
virka leiðbeinandi fyrir aðildarríkin
þegar þau móta eigin stefnu í vinnu-
markaðs- og félagsmálum.
Mikilvæg pólitísk skilaboð
Stoðin felur ekki í sér valdaframsal
frá aðildarríkjunum til ESB, heldur
fer um heimildina til að setja lög á
vettvangi Evrópusambandsins um
málefni vinnumarkaðarins eftir
sáttmálum ESB eins og hingað til
og í samræmi við nálægðarregluna.
Aðildarríkin bera áfram höfuðábyrgð
á félags- og vinnumarkaðsstefnunni,
en sáttmálar ESB gefa sambandinu
aðeins takmarkaða möguleika til
lagasetningar, t.d. með lágmarks-
reglum í tilskipunum.
Sú staðhæfing að félagslega
stoðin hafi nú þegar leitt af sér laga-
setningu á sviði vinnulöggjafar er
því röng. Fyrirhuguð endurskoðun
framkvæmdastjórnar ESB á upplýs-
ingatilskipuninni, sem atvinnurek-
endur vísa til, á lagastoð í sáttmálum
ESB og ekki í hinni félagslegu stoð.
Þetta er endurskoðun á gildandi til-
skipun frá 1991, en enn er ekki vitað
hvernig tillaga framkvæmdastjórnar
verður þar sem hún hefur ekki enn
verið gefin út. Við gerum ráð fyrir
því að framkvæmdastjórnin leggi
ekki neitt það til sem grafi undan
norræna líkaninu, þar sem sáttmálar
ESB tryggja að tekið sé tillit til marg-
breytileika þeirra kerfa sem einstök
ríki hafa byggt upp, þar á meðal hlut-
verk aðila vinnumarkaðarins.
Hin félagslega stoð sendir mikil-
væg pólitísk skilaboð, sem sé að
Evrópusambandið þurfi betra jafn-
vægi á milli efnahagslegs frelsis og
félagslegra réttinda. Á krepputím-
anum einblíndi ESB alltof einhliða
á aðhald og niðurskurð. Atvinnu-
og lífskjör borgara í ríkjum Evr-
ópusambandsins voru látin sitja á
hakanum. Sú ákvörðun að boða til
leiðtogafundar um félagsleg rétt-
indi í Gautaborg sýnir að það er
skilningur á því að góð kjör, samstarf
aðila vinnumarkaðarins og félagsleg
réttindi eru lykillinn að sjálfbærum
og auknum vexti og atvinnuþátt-
töku, samkeppnishæfni og auknu
trausti á samstarfi innan Evrópusam-
bandsins. Undirritun samkomulags
um hina evrópsku stoð fyrir félags-
leg réttindi er skref í rétta átt. Nor-
rænir atvinnurekendur ættu einnig
að skrifa undir það.
Félagslegar stoðir ESB grafa ekki
undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða
Formenn
heildarsamtaka
launafólks á
Norðurlönd-
unum
Björgvin
Guðmundsson
viðskipta
fræðingur
Einhvers staðar á höfuðborgar-svæðinu þrífur heimilisfaðir steikarpönnu í eldhúsvask-
inum eftir kvöldmatinn. Hann lætur
heitt vatn renna um stund til að
vera viss um að fitan setjist ekki í
lagnirnar hans, heldur renni alveg út
í götu. Annars staðar í borginni fær
lítil snót hreina bleyju og í kjölfarið
er blautþurrku sturtað niður í kló-
settið. Fitan af pönnunni og blaut-
þurrkan mætast svo í fráveitukerf-
inu, bindast þar tryggðaböndum
og sjá, fæddur er lítill fituhlunkur.
Hann kemur sér vel fyrir í lögn-
unum og smám saman berst til hans
meiri fita, fleiri þurrkur, tannþráður,
bindi og eyrnapinnar. Fituhlunkur-
inn stækkar og dafnar þar til hann
er orðinn að stóru vandamáli sem
stíflar lagnir og veldur miklum
óþægindum og kostnaði.
Svona fituhlunkar, eða „fatbergs“
upp á útlenskuna, eru sífellt stærra
vandamál í fráveitukerfum víða um
veröld. Fyrr í haust bárust fregnir af
einum slíkum undir Lundúnaborg, sá
var 250 metra langur og vó yfir 140
tonn. Borgaryfirvöld gera ráð fyrir að
það taki yfir tvo mánuði að fjarlægja
hann og að það kosti borgarbúa hátt
í 300 milljónir króna.
Vandamálið er því ekki aðeins
ógeðfellt heldur einnig mjög kostn-
aðarsamt.
Martröð í pípunum
Á hverju ári eru hátt í 300 tonn af fitu
fjarlægð úr skólpi í hreinsistöðvum
Veitna við Ánanaust og Klettagarða.
Þessari fitu, sem meðal annars er olía
og fita úr eldhúsum, þarf að farga og
er það gert með endurvinnslu eða
urðun. Fita er fljótandi þegar henni er
hellt í vaskinn eftir að eldamennsku
lýkur en þegar hún kemur í lagnirnar
þykknar hún og stífnar og verður
martröð í pípunum.
Mun æskilegra er að setja fituna
beint í sorp eða endurvinnslu frekar
en að fara með hana í gegnum frá-
veitukerfið með tilheyrandi kostn-
aði. Þrátt fyrir að fita hafi alltaf
fundið sér leið í fráveitukerfið hefur
fituhlunkavandinn aukist á undan-
förnum árum, ekki síst vegna mikillar
aukningar í notkun á blautklútum
af ýmsu tagi. Margir framleiðendur
merkja þessa vöru sína „flushable“,
það er, að óhætt sé að sturta henni
niður í klósett. Sú er þó ekki raunin.
Flestar þurrkur eru hannaðar til að
þola mun meira en venjulegur kló-
settpappír og leysast því ekki upp á
ferð sinni um kerfið.
Munum að ekkert af því sem
skolað er niður um vaska eða sturtað
niður í klósett hverfur. Allt endar
þetta einhvers staðar. Það er okkar
að velja bestu mögulegu leiðina. Hún
liggur ekki í gegnum fráveituna nema
um sé að ræða líkamlegan úrgang og
klósettpappír.
Fituhlunkurinn í
fráveitunni
Íris
Þórarinsdóttir
tæknistjóri frá
veitu Veitna
Spennandi og fróðleg bók
Illugi Jökulsson
ÖRLAGASÖGUR FRÁ HAFINU
Í SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLD
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r34 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
2
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
9
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
1
-1
D
1
0
1
E
5
1
-1
B
D
4
1
E
5
1
-1
A
9
8
1
E
5
1
-1
9
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
0
4
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K