Fréttablaðið - 24.11.2017, Side 58
Bakað brie með þurrkuðum
ávöxtum og hnetum.
Nú eru jólaostar að koma á markaðinn. Er ekki upplagt að gera eitthvað jólalegt með
þá? Brie er til dæmis einstaklega
góður þegar hann hefur verið bak-
aður í ofni með ávöxtum, hnetum
og fljótandi hunangi. Osturinn er
síðan borðaður með góðu snittu-
brauði.
Það sem þarf er einn stór brie-
ostur, 250 grömm af þurrkuðum
ávöxtum og hnetum og 2 desilítrar
af fljótandi hunangi.
Leggið ostinn í eldfast mót og
bakið hann við 180°C í 20 mínútur.
Skerið þurrkaða ávexti í minni
bita, fíkjur, apríkósur, rúsínur og
trönuber, og blandið með hnetum í
skál. Setjið hunangið yfir og hrærið
allt saman. Setjið bakaðan ostinn á
disk og setjið hnetur og ávexti yfir
hann. Berið fram með góðu brauði.
Jólaostur
með hnetum
og ávöxtum
Volg eplakaka er alltaf í uppáhaldi.
Æðisleg eplakaka sem einfalt er að gera. Deigið er bara hrært saman. Kakan er löguð í ílöngu formi.
Það sem þarf
1 egg
1,5 dl sykur
1,5 dl hveiti
50 g smjör
Fylling
2 epli
2 msk. sykur
1 tsk. kanill
1 msk. möndluflögur
Hrærið saman egg og sykur þar til blandan
verður létt og ljós. Bætið hveiti og bræddu
smjöri saman við. Hrærið allt saman í
létta og jafna blöndu. Setjið deigið í vel
smurt form eða á bökunarpappír. Afhýðið
eplin og takið kjarnann úr. Skerið í helm-
inga og síðan í sneiðar. Leggið sneiðarnar
eftir miðri kökunni og dreifið kanilsykri
og möndlum yfir. Bakið við 180°C í 35-40
mínútur.
Einföld og góð eplakaka
Stór hópur fólks heldur að jörðin sé í
raun flöt. NORDICPHOTOS/GETTY
Mike Hughes, 61 árs gamall limmósínubílstjóri frá Kaliforníu, ætlar að
skjóta sér tæplega 550 metra upp í
himininn í heimagerðri eldflaug til
að sanna að jörðin sé flöt.
Í Bandaríkjunum er stór hópur
fólks sem trúir því að jörðin sé flöt
og að allar ljósmyndir sem sýna
hnöttótta jörð séu falsaðar af geim-
förum og geimvísindastofnunum.
Eldflaugarskotið er styrkt af hópi
sem kallast Research Flat Earth,
sem samanstendur af slíku fólki.
Eldflaugin mun ferðast á um 800
kílómetra hraða á klukkustund.
„Ef þú ert ekki dauðhræddur,
ertu vitleysingur,“ segir Hughes.
„En ekkert okkar kemst lífs af úr
þessum heimi.“
Hughes segist hafa smíðað
eldflaugina sína úr málmrusli í bíl-
skúrnum sínum. Verkefnið kostaði
um tvær milljónir króna.
Takmark Hughes er að komast
nokkra kílómetra frá jörðinni
og taka ljósmynd sem sannar að
geimfarar hafi komið sér saman
um að falsa lögun jarðar.
„Ég trúi ekki á vísindi,“ segir
Hughes. „Ég hef vit á loftflæði og
straumfræði og hvernig hlutir
hreyfast í gegnum loftið og eld-
flaugatækni. En það eru ekki
vísindi, það er bara uppskrift. Það
er enginn munur á vísindum og
vísindaskáldskap.
Ég trúi að jörðin sé flöt,“ sagði
Hughes. „Ég kannaði málið mán-
uðum saman. John Glenn og Neil
Armstrong eru frímúrarar. Þegar
þú skilur það, skilurðu rót blekk-
ingarinnar.“
Eldflaugarskot
á að sanna að
jörðin sé flöt
GILDIR TIL
8. OKT
EÐA Á MEÐAN
BIRGÐIR ENDAST
MARGFALT SKEMMTILEGRI
JÓLIN KOMA SNEMMA Í ÁR!
APPLE TV 4K að andvirði 29.990 KR.
FYLGIR MEÐ PÖKKUM 365
365.is 1817
MEIRI HRAÐI, SKARPARI MYND OG BETRA VIÐMÓT
GILDIR TIL
30. NÓV
EÐA Á EÐAN
BIRGÐI DAST
50 FYRSTU FÁ
10.000 KR.
INNEIGN
Í ICELAND
Framundan er stútfull dagskrá af öllu því helsta í innlendri
og erlendri dagskrárgerð. Við leggjum metnað í að þú njótir
fyrsta flokks skemmtunar á sem bestan hátt og því fylgir
Apple TV 4K með pökkum 365.
14 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . N ÓV E m B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
2
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
5
1
-3
5
C
0
1
E
5
1
-3
4
8
4
1
E
5
1
-3
3
4
8
1
E
5
1
-3
2
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K