Fréttablaðið - 24.11.2017, Page 62

Fréttablaðið - 24.11.2017, Page 62
körfubolti „Mér líður vel með þennan hóp. Ég held að við séum með lið sem er góð blanda,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en hann verður án margra lykilmanna er Íslendingar mæta Tékkum ytra í dag í fyrsta leik liðanna í undan- keppni HM 2019. Í íslenska liðið vantar Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hörð Axel Vilhjálmsson, Elvar Má Friðriksson, Ægi Þór Steinarsson og Tryggva Snæ Hlinason. Það munar um minna. Þrír leiðtogar „Við erum með leiðtoga þarna í Hlyni, Martin og Hauki Helga. Leik- ur liðsins verður svolítið byggður upp á þeim og við höfum gert það áður. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við spilum saman eftir stuttan undirbúning,“ segir Pedersen sem hefur verið með liðið í höndunum í Tékklandi síðan á mánudag. Stærstu menn íslenska hópsins eru aðeins 200 sentimetrar að hæð en hinn 216 sentimetra hái Tryggvi Snær Hlinason er ekki með þar sem félag hans, Valencia, er að leika Evr- ópuleik sama kvöld. Það er ekkert samstarf á milli Evrópudeildarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins, FIBA, sem gerir það að verkum að Evrópuleikir eru spilaðir sömu kvöld og landsleikir með tilheyr- andi veseni fyrir landsliðin. „Tryggvi getur breytt hlutunum hjá okkur á báðum endum vallar- ins. Við erum samt að reyna að vera jákvæðir fyrir þessari stöðu hans og höfum átt góð samtöl við hans félag. Vonandi fær hann að koma heim um helgina og spila með okkur heimaleikinn gegn Búlgaríu á mánudag.“ Yngri þurfa að slá eldri út Það eru margir leikmenn að fá tæki- færi núna og hópurinn er mikið breyttur frá EM síðasta sumar. Í hvaða átt vill Pedersen fara með liðið næstu árin? „Við erum að reyna að koma ungu kynslóðinni að en ég hef alltaf haft þá sýn að þeir þurfi að slá eldri mennina út. Við höfum rætt hvort við viljum byggja upp aftur eða reyna að komast áfram á lokamót. Við viljum frekar reyna að komast á lokamót í stað þess að falla langt niður er við förum í uppbyggingar- ferli. Nú finnst mér vera góð blanda í hópnum þar sem eldri mennirnir geta kennt þeim ungu mikið,“ segir Pedersen en hann býst við því að hans lið mæti jákvætt til leiks í dag. „Ég er að vona að liðið mæti ferskt til leiks. Síðasta sumar var erfitt með miklum ferðalögum og ég vona að strákarnir líti á þetta sem frí með vinum sínum þó svo við séum að keppa. Við þurfum ekki að hafa nein- ar áhyggjur af því að koma mönnum í form því það eru allir í toppformi.“ Draumur að vinna báða leiki Pedersen segist renna frekar blint í sjóinn með þessa fyrstu tvo leiki en strákarnir eiga heimaleik gegn Búlg- aríu á mánudag. „Það væri auðvitað algjör draum- ur að vinna báða leikina en ég held að ef við spilum vel þá sé allt hægt. Eins og í öllum íþróttum er gríðar- lega mikilvægt að vinna sína heima- leiki en við tökum þetta einn leik í einu,“ segir þjálfarinn en hann er að vonum ánægður með að hafa náð góðum undirbúningi í Tékklandi fyrir leikinn. „Það var ákveðið að gera þetta svona fyrir nokkru til þess að minnka álagið á strákunum sem spila í Evrópu. Spara þeim að þurfa að fljúga heim og svo aftur út tveim- ur dögum síðar. Þá ættu þeir að vera ferskari. Svo kom auðvitað í ljós að þrír þeirra geta ekki spilað með okkur en þetta gefur okkur samt aukaæfingar ytra og vonandi gerir það gæfumuninn fyrir okkur,“ segir Pedersen en leikurinn hefst klukkan 17.00. henry@frettabladid.is Vona að strákarnir verði ferskir Pedersen landsliðsþjálfari þarf að taka á Tékkunum án aðstoðar margra lykilmanna. fréTTablaðið/ernir Hlynur bæringsson er einn af reynsluboltunum í landsliðinu og það mun mæða mikið á honum í leik dagsins. fréTTablaðið/ernir Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í undankeppni HM 2019 í Tékklandi í dag. Lands- liðsþjálfarinn er nokkuð brattur fyrir leikinn þó svo það vanti marga lykilmenn í íslenska landsliðið. Hann segist vera með góða blöndu af yngri og eldri leikmönn- um sem vonandi dugi til sigurs í Tékklandi. Síðasta sumar var erfitt með miklum ferðalögum en ég vona að strákarnir líti á þetta sem frí með vinum sínum þó svo þeir séu að keppa. Craig Pedersen Í dag 19.50 West Ham - leicester Sport krISTINN á LEIð TIL FH Fótboltamaðurinn kristinn Stein- dórsson er á heimleið frá Svíþjóð og mun ganga frá samningum við FH á næstu dögum, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Hann kemur í kaplakrikann frá Sundsvall í Svíþjóð. kristinn og Sundsvall hafa náð samkomulagi um að hann yfirgefi herbúðir sænska félagsins sem rétt hélt sér í úrvalsdeildinni þar í landi á síðustu leiktíð. Þetta kom fram í gær. kristinn gekk í raðir Sundsvall frá MLS-liðinu Columbus Crew í fyrra en hann fór út í atvinnumennsku frá Breiðabliki til Halm stad árið 2012. Honum tókst ekki að skora mark í 41 deildarleik með Sunds- vall. Þessi 27 ára gamli vængmaður varð Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki þar sem hann lék undir stjórn Ólafs kristjánssonar, en Ólafur, sem sneri heim frá Danmörku fyrr í vetur, virðist heilla meira en Blikarnir. Annar leikmaður Íslands- og bikarmeistaraliðs Blika, Guð- mundur kristjánsson, ákvað eins og kristinn að semja við FH og munu þeir báðir spila með Hafnarfjarðar- liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Hann kom 16 ára inn í lið Breiðabliks í efstu deild og á að baki 94 leiki og 35 mörk í deild og bikar. FH er búið að fá til sín Guð- mund kristjánsson og Hjört Loga Valgarðsson og nú bætist kristinn í hópinn. HAFA áHyGGJur AF ErLINGI kennarar í Vestmannaeyjum hafa lýst yfir áhyggjum af álagi sem skapast þegar Erlingur richards- son, skólastjóri grunnskóla Vest- mannaeyja, sinnir hinu starfi sínu sem landsliðsþjálfari Hollands. Þetta kom fram í ályktun kenn- arafélags Vestmannaeyja sem sam- þykkt var á aðalfundi félagsins. Eyjar.net fjallar um málið en Erlingur var ráðinn landsliðs- þjálfari Hollands í byrjun október. Fékk hann heimild bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum til að taka starfið að sér og er í launalausu leyfi þegar hann er fjarverandi. kennarafélagið telur mikilvægt að staðgengill sinni starfi skólastjóra á meðan hann er burtu. Fram kemur í minnisblaði frá Jóni Péturssyni, framkvæmda- stjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs í Vestmannaeyjum, að Erlingur þurfti að vera frá í fimm daga í október, níu í janúar og eina viku í júní þegar almennu skólastarfi er lokið. Töldu Erlingur og aðstoðarskóla- stjórar ekki þörf á staðgengli vegna þessa og telja sig vel geta ráðið við þau verkefni sem upp koma í fjarveru Erlings. Kristinn Steindórsson. mYnD/KSí 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 f ö S t u D A G u r44 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð Sport 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 1 -0 E 4 0 1 E 5 1 -0 D 0 4 1 E 5 1 -0 B C 8 1 E 5 1 -0 A 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.