Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 68
496 Anastasíus 2. varð
páfi.
955 Játvígur sann-
gjarni varð Englands-
konungur.
1407 Lúðvík af
Orléans var myrtur,
sem hrinti af stað
stríði milli Orléans og
Búrgunda.
1507 Möðruvalla-
réttarbót: Konungur
staðfesti að allar
réttarbætur Hákonar
háleggs skyldu gilda á
Íslandi.
1582 William Shake-
speare giftist Anne
Hathaway í Stratford-
upon-Avon.
1859 Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin kemur út.
1951 Þátturinn Óskalög sjúklinga hefur göngu sína í Ríkis-
útvarpinu. Stjórnandi er Björn R. Einarsson. Þessi þáttur var
á dagskrá vikulega þar til í október 1987.
1965 Jóhann Löve lögreglumaður finnst suður af Skjald-
breiði eftir mjög víðtæka leit. Hann hafði verið á rjúpna-
veiðum en villst í vonskuveðri. Í Öldinni okkar segir að
útivist Jóhanns hafi verið allt að 70 klukkustundir og flestir
hafi talið hann af.
1971 Lola Glaudini, bandarísk leikkona, á afmæli.
1972 Suðurlandsvegur
milli Reykjavíkur og Sel-
foss er formlega tekinn í
notkun. Hann hafði verið
endurbyggður og lagður
bundnu slitlagi á sex
árum.
1995 Stöð 3 hefur
útsendingar. Hún sam-
einast Stöð 2 tveimur
árum síðar.
2000 Íslenska kvik-
myndin Óskabörn
þjóðarinnar er frum-
sýnd.
2009 Kraftlyftingafélag
Akraness er stofnað.
1986 Guðmundur
Pétursson, íslenskur
knattspyrnumaður, á
afmæli.
Merkisatburðir
Shakespeare kvæntist á þessum degi.
Okkar innilegustu þakkir til allra sem
sýndu okkur hlýhug og vináttu við
andlát og útför móður okkar
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Höddu Benediktsdóttur
Suðurtúni 11.
Stefán Hans Stephensen Kristín Jóhanna Kjartansdóttir
Lára G. Stephensen Jakob Svanur Bjarnason
Eiríkur G. Stephensen María Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Anna Hermannsdóttir
Víðilundi 20, Akureyri,
lést 16. nóvember sl. Útförin fer fram
frá Akureyrarkirkju föstudaginn
1. desember kl. 13.30.
Hermundur Jóhannesson Þórunn Gunnarsdóttir
Friðný Jóhannesdóttir
Helgi Jóhannesson Stefanía G. Sigmundsdóttir
Guðrún Jóhannesdóttir
Hjalti Jóhannesson Fjóla Kristín Helgadóttir
Lilja S. Jóhannesdóttir Unnar Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
B jörgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla að ferðast með fólk aftur í tímann á jólatónleikum sínum þann 7. desember. Bæði heillast þau mjög af
jólastemningunni sem ríkti í Ameríku
á sjötta og sjöunda áratugnum og ætla
þau að færa gestum sínum þá stemningu
beint í æð í Gaflaraleikhúsinu.
„Þetta er í raun jólasöngskemmtun en
ekki bara tónleikar þar sem sögusviðið
er í kringum1954. Þegar maður sér þessi
kósíjól, sem Dean Martin og allir þessir
kappar héldu, þá sér maður að þetta var
allt svo kósí og allir virkuðu svo ham
ingjusamir. Okkur langaði svo að búa
þá stemningu til,“ segir Björgvin. Hann
segir mikið lagt í alla umgjörð sýningar
innar þar sem leikmynd og búningar ná
að fanga þennan anda.
„Fólki á að líða eins og það sé komið
aftur í tímann. Vanalega væri fólk til
dæmis beðið um að slökkva á farsím
anum sínum fyrir svona skemmtun, en
þar sem árið er 1954, þá er það algjör
óþarfi.“
Persónur Björgvins og Estherar eru
íslenskir tónlistarmenn sem hafa ferðast
um Bandaríkin og skemmt ríka og fræga
fólkinu, að eigin sögn. „Þetta er fólk sem
er búið að vera að skemmta í Ameríku og
kemur til Íslands til að færa alþýðunni
„alvöru“ jól eins og þau kalla það. Þau
eru svolítið yfirlætisfull, hann er drykk
felldur og hún meðvirk. En á yfirborð
inu er voða mikil gleði og gaman,“ segir
hann og hlær.
Aðspurður hvað það er sem heilli þau
svona mikið við ameríska gamaldags
jólastemningu segir Björgvin: „Bara það
að horfa á þessi jól sem var verið að færa
fram í bíómyndum þar sem allir voru í
jólapeysum, með viskí, kakó og sykur
púða og sátu fyrir framan arineldinn á
meðan snjóaði úti. Það var allt svo ótrú
lega kósí.“
Björgvin tekur fram að þau óski sér að
fólk nái að gleyma sér í jólaamstrinu á
sýningu þeirra. Þess má geta að úrvalslið
tónlistarmanna verður þeim til halds og
trausts á tónleikunum og aðstoðar þau
við að flytja öll bestu jólalög sjötta og
sjöunda áratugarins undir stjórn Aðal
heiðar Þorsteinsdóttur.
gudnyhronn@365.is
Munu fara með fólk í
ferðalag aftur í tímann
Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla í desember að ferðast með fólk aftur
í tímann um nokkra áratugi á jólaskemmtun sinni. Þau eru miklir aðdáendur amerískra
jólalaga frá sjötta og sjöunda áratugnum og verður þeirri tónlist gert hátt undir höfði.
Björgvin Franz og Esther ætla að færa fólki jólaanda sjötta áratugarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þau eru svolítið yfir-
lætisfull, hann er
drykkfellur og hún meðvirk. En
á yfirborðinu er voða mikil gleði
og gaman.
Lee Harvey Oswald, meintur morðingi
Johns F. Kennedy, 35. forseta Bandaríkj
anna, var skotinn til bana í Dallas. Þetta
gerðist þegar verið var að flytja hann
frá lögreglustöð í Dallas yfir í fangelsi.
Oswald var umkringdur lögreglumönn
um þegar maður ruddist að honum og
skaut hann með skammbyssu í kviðinn.
Oswald var fluttur á sama sjúkrahús og
Kennedy forseti lést á tveimur dögum
áður. Á sjúkrahúsinu var gerð tilraun
til að bjarga lífi Oswalds en án árang
urs. Oswald var 24 ára þegar hann lést.
Morðingi Oswalds reyndist vera maður
að nafni Jack Ruby.
Jack Ruby greindi síðar frá því að
ástæðan fyrir að hann skaut Oswald
hafi verið sú að hann var eyðilagður yfir
morðinu á Kennedy og að hann hafði
viljað forða Jackie Kennedy frá því að
þurfa að fara í gegnum réttarhöld vegna
morðsins á eiginmanninum.
Þ EttA G E R ð i st 2 4 . n óV E M B E R 1 9 6 3
Lee Harvey Oswald var skotinn
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r50 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð i ð
tímamót
2
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
5
1
-2
B
E
0
1
E
5
1
-2
A
A
4
1
E
5
1
-2
9
6
8
1
E
5
1
-2
8
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K